Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Page 17

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 17
LÆKN ANEMINN 17 blóðsókn af völdum bólgu eða mikils tyggingarstarfs. Þó að fæði úr dýraríkinu hafi örvandi áhrif á myndun beggja garða, þá er engin náin samsvörun á milli þeirra (correlations-coefficient er lágur). Bendir það til þess, að aðrir þættir í myndun þeirra séu sérhæfir fyrir hvorn þeirra, og á það vafalaust við um erfðaþáttinn og hugsanlega einhver staðbund- in ytri áhrif. Að lokum skulu athugaðir garðar á hauskúpum frá nokkrum nágrannalöndum okkar (sjá töflu 3). Munurinn á tíðni garða í íslenzku flokkunum I—-III í töflu 2 og töflu 3 stafar af því, að í þeirri síðarnefndu er stærð- in „vottur“ með í garðatal- inu. Fjórði íslenzki flokkur- inn í töflu 3 er hauskúpur úr Haffjarðarey og frá Álftanesi á Mýrum, sem Vilhjálmur Stefáns- son og Hastings söfuðu, en Hooton rannsakaði (7). Nálega % hlutar þessara hauskúpa eru úr Haf- f jarðarey og svara til tímabilsins II hjá mér, en hinar svara til tímabilanna n og m. Tölum Hooton’s og mínum ber vel sam- an, þegar haft er í huga, að af þeim 14 hauskúpum úr Haffjarð- arey, sem eru í mínu safni, eru 78,6% með gómgarð og allir kjálk- arnir (ellefu) með kjálkagarð. Á hinum fornu Islendingum í Græn- iandi virðist gómgarður almennari en í heimalandinu, en kjálkagarð- ar svipaðir að tíðleika í báðum löndunum. Eskimóar í Grænlandi eru aftur á móti með mun færri gómgarða en hinir fornu íslend- ingar, en kjálkagarðar Eskimóa eru svipaðir að tíðni og begar þeir voru í hámarki meðal Islendinga. Þessu er öfugt farið með hina norsku Lappa, þar er gómgarður álíka tíður og til forna hér, en kjálkagarður mun fátíðari. Því miður eru upplýsingar um garða á landnámsöld frá þeim landssvæð- um, sem landnemarnir komu frá, allt of ófullkomnar til þess að hægt sé að mynda sér haldgóða skoðun á tíðni garða meðal land- nemanna. Af efniviðnum í töflu 3 má ætla, að um 40% landnemanna úr Noregi hafi verið með gómgarð, en varla yfir 17% þeirra með kjálkagarð. Einnig má gera ráð fyrir, að 40—50% landnemanna frá írlandi hafi verið með kjálka- garð og um 12% með gómgarð. Eðlilegast er að líta svo á, að þessi mikli munur, sem er á hlutfallinu milli góm- og kjálkagarða í Noregi og Bretlandseyjum stafi af mis- mun á tíðni þessara kona, sem sér- hæf eru fyrir hvorn garð. Gert er þá ráð fyrir, að ytri áhrif verki tilsvarandi á báða garða. Til þess að fá sama hlutfall á milli góm- og kiálkagarða meðal landnema og hjá Islendingum á árunum 900— 1100, þá þarf að hafa verið nálega jafnt af norsku og írsku blóði í landnemunum, sem hefðu þá verið með 26% góm- og 33% kjálka- garða. Enginn líti þó á þetta sem annað eða meira en fræði- legan möguleika til að reikna dæmið um uppruna Islendinga, enda þótt forsendurnar, sem hér hafa verið settar fram, reynd- ust réttar og völ væri á ábyggileg- um tölum um tíðni garða á land- námsöld í þeim löndum, sem land- nemarnir komu frá. Þá ályktun virðist þó mega draga af þeim tölum, sem þegar eru fyrir hendi, að báðir garðar hafi verið fátíðari meðal landnemanna en í hópnum 900—1100. Görðunum hefur þá fjölgað nokkuð ört meðal fyrstu kynslóðanna í landinu, væntan- lega vegna aukinnar nevzlu á

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.