Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Page 76

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 76
66 LÆKNANEMINN TIL HAMINGJU — EÐA HVAÐ ? I upphafi máls er rétt að óska pró- fessorum og stúdentum læknadeildar, guði og föðurlandi til hamingju með hina nýju reglugerð deildarinnar. Með undirritun hennar er stigið fyrsta skref í framfaraátt fyrir deildina í fjölda- mörg ár. Fjölmargir hafa unnið að undirbúningi þessarar reglugerðar, og eru stúdentar þeim þakklátir fyrir vel unnið starf. En því miður verður ekki hjá því komist að gagnrýna ýmislegt, sem hefði betur mátt fara, því sums staðar eru réttindi stúdenta stórlega skert, svo ekki sé meira sagt. Fyrst í reglugerðinni er gert ráð fyr- ir, að deildin geti sett lágmarkseink- unnir á stúdentsprófi sem skilyrði inn- töku. Flestum eru I fersku minni við- brögð stúdenta sl. sumar, er einkunn- artakmörk voru sett. Þar komu fram mörg rök gegn þeim takmörkunum. Eru þau öll enn í fuliu gildi. Er leitt til þess að vita, að yfirvöld skyldu ekki taka meira tillit til vilja stúdenta í þessu máli en raun ber vltni. Ef ekki verður fallizt á þá kröfu að fella ofangreint ákvæði niður, þá ætti að skjóta þvi ákvæði inn í reglugerðina, að lágmarks- einkunnartakmörk verði að tilkynna með árs fyrirvara hið minnsta. Yrði það ögn manneskjulegra gagnvart nýstúd- entum en sá háttur, sem var hafður á sl. sumar. 1 reglugerðinni er gert ráð fyrir því, að deildarráð vinni að mestu þau störf, sem deildarfundir hafa hingað til fjall- að um. En aðeins er gert ráð fyrir, að einn stúdent skuli sitja fundi deildar- ráðs. Með síðustu breytingum á háskóla- lögunum er gert ráð fyrir, að stúdent- ar eigi 2 fulltrúa á deildarfundum. Þar sem starfssvið deildarráðs og deildar- funda er mjög líkt, er það ekki nema eðlilegt (og í raun er annað ólöglegt), að stúdentar eigi 2 fulltrúa á fundum deildarráðs. Skipan kennslunefndar er næsta furðuleg. 1 henni eiga sæti hvorki meira né minna en 11 menn. Það eitt útilokar möguleikann á sæmilegu starfi. Af þessum 11 mönnum eru aðeins 3 læknanemar. Nú eru starfandi í flestum deildum námsnefndir með svipuðu starfssviði og þessi kennslunefnd. 1 þeim eru 2 stúdentar og 2 kennarar. Er því lagt hér til, að annaðhvort verði í nefndinni aðeins 4 eins og í öðrum deildum, eða að stúdentar verði a. m. k. 6 og þá einn af hverju námsári. Þá er komið að því atriði, er kemur hvað harðast niður á stúdentum. I reglugerðinni er aðeins gert ráð fyrir, að próf verði haldin einw sinni á ári. Ef maður fellur eða einhverra hluta vegna getur ekki farið í próf að vori, þá verð- ur hann að bíða í heilt ár, þar til hann getur gengizt undir próf aftur. Þetta er gjörsamlega óviðunandi. Það er sann- girniskrafa, að mönnum verði gefinn kostur á að gangast undir haustpróf, hafi þeir fallið að vori eða hafi ein- hverjar gildar ástæður verið fyrir því að fresta prófi. Hér hafa verið rakin þau atriði, sem helzt eru aðfinnsluverð í hinni nýju reglugerð, en eflaust mætti finna margt fleira. Stúdentar geta enn, ef þeir kæra sig um, fengið ýmsum ákvæðum reglu- gerðarinnar breytt. Er því mál til kom- ið, að stúdentar vakni og verji sín sjálf- sögðu réttindi. Högni Óskarsson KENNSLUNEFND Það er alveg makalaust með okkar annars ágætu lærifeður, hvað þeir virð- ast eiga erfitt með að koma sér saman

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.