Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Síða 17

Læknaneminn - 01.03.1970, Síða 17
LÆKNANEMINN 15 Mynd 3. Fenýlbútazon Önnur dæmi um niðurbrot lyf ja í virka metabólíta eru PROTON- SIL yfir í sulfaniiamíð og imi- pramín í desmethylimipramín, sem hefur geðörfandi áhrif. Dæmi um myndun eitraðra metabólíta við niðurbrot lyfja er acetýlering á sulfathiazoli. Móðurlyfið er auð- leysanlegt í vatni, en eftir acetýl- eringuna er lyfið 15 sinnum tor- leystara í vatni og skaðar nýrun með því að falla út í nýrnapíplun- um. Sú vitneskja, að acetylsulfathia- zol er torleysanlegt í vatni, varð svo til þess, að leit var hafin að súlfonamíðum, sem eru acetýleruð in vivo í metabólíta, er auðleysan- legir eru í vatni. Nú eru mörg slík lyf á markaðnum. Sum lyf, svo sem klórprómazin og imipramín, eru brotin niður í marga mismunandi metabólíta. Meira en 12 mismunandi meta- bólítar eru myndaðir frá hvoru þessara lyfja. Heildaráhrif klór- prómazins og imipramíns í ákveðn- um einstaklingi byggist því á bío- logískri virkni og afstæðum hraða á myndun og útskilnaði þessara mismunandi metabólíta. III. Niðurbrot lyfja í nýfœddum börnum Nýfædd börn eru viðkvæmari fyrir lyfjum heldur en fullorðnir. Barnalæknar og fæðingarlæknar eru því sérlega varfærnir í lyfja- gjöfum til kornbarna og kvenna í fæðingu. Barbítúröt, narkótíka og önnur lyf, sem komast gegnum fylgjuna, geta valdið súrefnis- skorti, öndunarbilun og jafnvel dauða. Skýringin á þessu næmi kornbarna fyrir lyfjum er sú, að þau skortir svo til alveg míkro- sóm hvatana, sem brjóta niður mörg lyf, svo sem barbítúröt, amíopýrin, fenacetín, acetanilíð, L-amfetamín, klórprómazin o. s. frv. Sýna má fram á þetta in vitro með því að bera saman starfsgetu míkrosómanna frá nýfæddum og fullorðnum tilraunadýrum. Sama gildir að sjálfsögðu in vivo. Sé ný- fæddum músum gefið 10 mg/kg af enhexymali, sofa þær lengur en 6 klst., en fullorðnar mýs með 10 sinnum stærri skammt sofa minna en 1 klst. Aukning þessara míkrosóm hvata með aldrinum helzt í hend- ur við aukinn niðurbrotshraða lyf ja in vivo. Meðhöndlun kornbarna með klóramfenikóli hefur, eins og kunnugt er, valdið alvarlegum eitrunum og dauða, þegar gefnir eru skammtar (miðað við mg/kg líkamsþunga), sem óhætt er að gefa eldri börnum og fullorðnum. Þessar eiturverkanir klóramfeni- kóls eru samfara mjög hárri og langvarandi þéttni lyfsins í plasma. Helmingunartími klór- amfenikóls í kornabörnum er 26 klst., en í börnum 4—5 ára er helmingunartíminn aðeins 4 klst. Þessi hægi útskilnaður klóram- fenikóls í kornabörnum er fyrst og fremst vegna mjög lítillar starfsgetu þeirra lifrarhvata, sem breyta lyfinu í glúkúroníð, en van-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.