Læknaneminn - 01.03.1970, Blaðsíða 40
31t
LÆKNANEMINN
Hér með er mælt með eftirfarandi:
A. Sýkingar innan sjúkrahússins af völdum klasasýkla hljóti
eftirfarandi meðferð, sé meðferðar talin þörf:
1. Með penicillíni, ef klasasýklarnir eru næmir fyrir því.
2. Með meticillíni eða kloxacillíni, ef klasasýklarnir eru
ónæmir fyrir penicillíni.
a. Notið meticillín, 1 g 4x á dag (lágmarkskömmtun) í
vöðva við allar alvarlegri sýkingar.
b. Notið kloxacillín, 250 mg 4x á dag (lágmarksskömmt-
un) í vöðva eða til inntöku, við miðlungi þungar og
vægari sýkingar.
B. Notkun cefaloridíns (500 mg 4x á dag í vöðva) verði bundin
við:
1. Sjúklinga, sem eru ofnæmir fyrir penicillíni (slíkir sjúkl-
ingar eru einnig ofnæmir fyrir meticillíni, kloxacillíni,
ampicillíni og öllum öðrum penicillín-lyfjum).
2. Vissar sýkingar af völdum coliform baktería, sem sýnt
hafa lyfjamótstöðu.
C. Eftirtöldum sýklalyfjum verði ekki ávísað undir neinum
kringumstæðum, nema til komi undirskrift sérfræðings:
erythromycín,
öll erythromycín-lík lyf (t. d. oleandomycín),
linkomycín,
novobiocín og
fucidín.
Þessi lyf verði höfð til vara, ef til þeirra þyrfti að grípa síðar.
I bæklingum þessum eru enn-
fremur almennar leiðbeiningar um
notkun sýklalyfja gegn algengum
sýkingum, til glöggvunar fyrir
lækna spítalans.
Æskilegt væri, að áþekkar regl-
ur yrðu samdar og samræmdar
fyrir íslenzk sjúkrahús og að skip-
að yrði eins konar yfirvald í með-
ferð sýkinga á hverju sjúkrahúsi
fyrir sig. Hlutverk þess væri að
sjá um, að viðkomandi reglum
væri hlýtt og að leiðbeina um val
lyfja gegn hættulegum eða
óþekktum sýkingum.
Sé grunur um alvarlega sýkingu
(t. d. heilahimnubólgu, hjarta-
þelsbólgu eða bólgu af völdum
klasasýkla) er höfuðatriði að taka
alltaf sýni til sýklaskoðunar,
ræktunar og næmisprófs, þegar
því verður við komið, áður en með-
ferð er hafin. Sé meðferð hafin,
þegar viðkomandi læknir fær
sjúklinginn, er samt sjálfsagt að
reyna að ná sýni, skoða það og
senda í ræktun, en geta þess á
ræktunarbeiðni, hvaða lyf sjúkl-
ingurinn hafi fengið.
Oft verður að hefja meðferð án