Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Síða 41

Læknaneminn - 01.03.1970, Síða 41
LÆKNANEMINN S5 þess að vita hvaða sýkil er um að ræða. Ber þá að velja lyf eftir því, hvaða sýklategundir eru oftast skaðvaldarnir í viðkomandi líf- færum. Með öðrum orðum, þá eru lyf valin eftir því, hvort um er að ræða sýkingu í efri lofvegum, lungum, innyflum, þvagvegum, beinum, liðum, heilahimnu, blóði, eða annars staðar. Telji lækn- irinn til dæmis, að sjúkling- ur hafi bráða nýrnabólgu, ætti rökrétt val á lyfi að vera gegn Gram-neikvæðum sýklum, þar eð þær sýklategundir valda bráðri nýrnabólgu í 80-90% tilfella. Ekki er þó nærri alltaf svo auðvelt að gizka á, við hvers konar sýklateg- undir sé verið að berjast, og verð- ur þá klínískt lyfjaval án sýkla- skoðunar, ræktunar og næmis- prófs óhjákvæmilega handahófs- kenndara. Hafi verið hægt að koma við ræktun og næmisprófi, eru niðurstöður þess oftast látnar ráða lyfjavalinu. Gæta verður þess, að ekki er einhlítt að velja lyf eftir því, hvað drepur viðkom- andi sýkil í tilraunaglasi. Verð- ur að hugsa út í, að nægilegt magn af lyfinu geti borizt í hina sýktu vefi, og á hinn bóginn, að magnið sé ekki svo mikið eða gjöf- in það langvarandi, að hættulegar aukaverkanir skapist. Yfirleitt er bezt að nota ekki nema eitt lyf í einu, en stundum pietur verið nauðsynlegt að nota tvö eða jafnvel þrjú í einu. Þurfi að nota fleiri en eitt lyf í einu, verður að gæta þess að velja þau rétt saman, þannig að þau dragi ekki úr verkunum hvers annars. Til dæmis draga sýkladrepandi (bacteriocidal) og sýklaheftandi (bacteriostatic) lyf yfirleitt úr verkunum hvers annars, séu þau gefin saman, svo sem penicillín og klóramfenikól, eða penicillín og tetracyklín. Til eru þó undantekn- ingar frá þessu, t. d. er ekki talið, að penicillín og súlfalyf dragi úr verkunum hvors annars. Við hjartaþelsbólgu, beina- og liða- ígerðum, blóðsýkingu og bráðri nýrnabólgu er eindregið ráðlagt að nota sýkladrepandi lyf, en ekki sýklaheftandi. Hvernig á svo að dæma um, hvort rétt lyf hafi verið valið? Reynt er að gera það eftir gangi sjúkdómsins, hitalækkun, bólgu- hjöðnun o. s. frv. Varast ber þó að skipta um lyf, þó að hiti sé ekki fallinn eftir 1 eða 2 dægur. Oftast þarf lyf 2—3 sólarhringa til að vinna bug á sýkingunni. Sé skipt of ört um lyf, getur farið svo, að meðferðin verði alveg máttlaus, þar eð einstök lyf verka á mis- munandi þætti efnaskipta sýkl- anna, og drepa þá því ekki, ef efnaskiptin eru ekki alveg rofin um lengri tíma, heldur er eins og „danglað í þau“ hér og þar í stutt- an tíma í einu. Beri meðferðin ekki árangur á tilætluðum tíma, ber að athuga: 1. Hvort sjúklingurinn hafi tek- ið lyfið rétt. 2. Hvort skammtar séu nægilega stórir. 3. Hvort sjúklingnum hafi ekki notazt lyfið vegna uppkasta eða niðurgangs, ef því er ætl- að að frásogast um meltingar- veg. 4. Hvort lyfið hafi komizt að hinum sýkta stað, t. d. inni- lokaðri ígerð. 5. Hvort næmispróf sé skakkt eða sýni ekki rétt tekið. 6. Hvort lyfið eyðileggist í lík- amanum, t. d. vegna penicill- ín-kljúfandi áhrifa sýkla. 7. Hvort lyfið sé í réttu sýru- stigi; sum þvagfæralvf verka t. d. í súru þvagi (MANDEL-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.