Læknaneminn - 01.03.1970, Side 59
LÆKNANEMINN
J,9
Brjóstholsmynd.
Líðan sjúklings og almennt
ástand batnaði töluvert meðan á
sjúkrahúsvistinni stóð, en þar
sem ekki var talið, að unnt væri
að gera meira fyrir hana, var hún
útskrifuð eftir 14 daga.
Tveim vikum síðar var sjúkling-
ur innlögð á ný vegna vaxandi
mæði, hósta og verkja í vinstri
síðu.
Við komuna á sjúkrahúsið var
sjúklingur mjög máttfarin. Nokk-
ur húðblámi á vörum og andliti.
Það voru stórir dökkbrúnir flák-
ar í húðinni á öllum búknum. Hiti
38,4°, öndun 27/mín, púls 106/
mín, linur, en reglulegur. Blóð-
þrýstingur 90/60.
Skoðun leiddi í ljós stokkdeyfu
yfir vinstra lunga og upphafna
öndun þeim megin, en eðlileg önd-
unarhljóð hægra megin. Nokkur
eymsli og viðnám (resistens) efst
á kvið.
Blóðrauði 12,6 g%, sökk 40,
hvít blóðkorn 12.400, deilitalning:
47 neutrofilar, 41 lymfocyt, 10
eosinofilar og 2 monocytar. Blóð-
sykur 60 mg%. Natríum 130
mEq/1, kalíum 5.6 mEq/1, bíkar-
bonat 22 mEq/1, klóríð 95 mEq/1.
Bilirubin 1,2 mg%, og alk. fos-
fatasi 8,2 Bod. ein.
Á þriðja degi hækkaði hiti
sjúklingsins upp í 39,6°, öndun
varð hraðari, 36—40/mín., hósti
jókst, einnig gulgrænleitur upp-
gangur. Þrátt fyrir fúkalyf, súr-
efnisgjöf o. fl. hrakaði sjúklingi
og dó 2 dögum síðar.
Sjúkdómsgreining frá síðasta töiu-
blaði:
Infarctus myocardii acutus, með
hjartabilun, lungnabjúg', vökva i pleura-
holi, lifrarstasa með truflun á starfsemi
lifrar o g líklega lifrarfrumuskemmd.
Skemmd á papillervöðva með leka um
miturloku.