Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Side 61

Læknaneminn - 01.03.1970, Side 61
LÆKNANEMINN 51 þeir teflon kanylur, sem eru lítt vefjaertandi, og tengislöngur úr silastikgúmmí, en þær má forma að vild og leggja í lykkju undir húðina, áður en þær ganga út í gegnum hana. Með þessu ávinnst tvennt: Lítil vefjaerting og h'til sýkingarhætta, enda geta tengsl þessi enzt mánuðum og jafnvel ár- um saman. Var nú unnt að hefja reglubundna dialysu fyrir alvöru, enda gert í æ vaxandi mæli. Ný- lega er fram komin enn endurbætt tengingartækni, sem lofar góðu. Er þá einfaldlega búin til arterio- venös samgangur (fistula) fram- arlega á útlim. Víkkar þá bláæðin smám saman og myndar poka, sem stungið er á við hverja meðferð. Blóði er dælt úr pokanum gegnum gervinýrað og skilað aftur inn í pokann. Hér er lítil hætta á storkn- un, sáralítil sýkingarhætta og sjúklingurinn er frjáls til allra at- hafna án ótta við að eyðileggja samganginn. Aðrar framfarir á seinni árum hafa miðað að fram- leiðslu á ódýrari einnota síum (en- gangs filterum) með litlu rúm- fangi og lítilli rennslismótstöðu, er geri áfyllingu með utanaðkomandi blóði og blóðdælur óþarfar. Gerð og starf gervinýrans. Sellofanhimnan virðist heilleg við fyrstu sýn. Á henni er þó ara- grúi örsmárra gata, um 60 áng- ström í þvermál, er taka yfir 30- 40% af yfirborði himnunnar. Vatnssameindir og uppleyst efni geta því smogið í gegnum himn- una. Stærstu eindir í blóði smjúga treglega eða ekki gegnum himnuna og_á það einnig við um sýkla. I síunni leikur blóð sjúklingsins öðrum megin um himnuna, en sér- stakur skolvökvi hinum megin. Ef skolvökvinn inniheldur enga urea, en blóðið t.d. 150 mg/100 ml, er um að ræða þéttnishalla (con- centrationsgradient) milli blóðs og skolvökva. Urea smýgur þá undan þeim halla gegnum himn- una yfir í skolvökvann. Mundi þá að lokum verða jafnhá þéttni í blóði og skolvökva, ef ekki kæmi til stöðug endurnýjun á hvorum tveggja vökvanna. Á þennan máta lækkar ureaþéttnin í blóði smám saman, og á það einnig við um önnur úrgangsefni og eiturefni. Til þess að æskileg efni blóðsins hverfi ekki sömu leið, er gripið til þess ráðs að bæta hinum helztu þeirra í baðvökvann með hæfilegri þéttni. Séu slík efni með sömu þéttni báðum megin himnunnar, smýgur jafnmikið af þeim hvora leið og jafnvægi helzt. Algeng sam- setning skolvökva við langtíma (króníska) hæmodialysis er sýnd í töflu 1. Sjá má, að þéttni natrí- ums og kalíums er lægri en eðh- leg þéttni jóna þessara í blóðvatni. TAFLA 1. Samsetning skolvökva við lang- tíma hæmodialysu. Samsetning (gröm/100 1) NaCl 584.5 NaHCO., 252.0 KCl 22.4 Mg-acetat 10.4 Ca-acetat 26.4 glukosa 200-1000 Þéttni jóna (mEq/1) Na+ 130.0 K+ 3.0 Mg++ 2.0 Ca++ 3.0 CU 103.0 hco3- 30.0 Acetat~:‘ 5.0
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.