Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Page 65

Læknaneminn - 01.03.1970, Page 65
LÆKNANEMINN 55 með allri þessari sjálfvirkni sé hæmodialysan, sem er mjög ein- föld í sjálfu sér, gerð æ flóknari og þar með aukist líkurnar á, að eitthvað fari úrskeiðis. Framkvæmd dialysu. Sé um bráða dialysu að ræða, verður að byrja á að koma fyrir katheterum í æðum sjúklingsins, er sjái fyrir blóðrennsli til nýrans og skili sjúklingnum blóðinu á ný. Er þá gjarna frílögð slagæð og bláæð á sama útlim og komið fyrir þar til gerðum kanylum úr gervi- efni. Einnig má þræða katheter inn í gegnum vena femoralis, inn í vena cava, en þar er af nógu blóði að taka. Þá er blóðinu ýmist skilað aftur um annan femoral katheter að stað í vena cava ofar hinum fyrri, eða í aðra hentuga stóra bláæð. Sé blóð tekið úr og skilað í bláæð, verður að sjálf- sögðu að nota blóðdælu til að knýja blóðið um nýrað. Sé um end- urtekna, langtíma dialysu að ræða, hefur sjúklingurinn sín Scribners tengsl, sem tekin eru sundur til tengingar við vélina. Áður en dialysan hefst, er skol- vökvinn blandaður. Sía og blóð- slöngur eru fyllt saltvatni eða gjafablóði eftir atvikum. Er blóð- sýni hafa verið tekin, er sjúkling- urinn heparíniseraður og má nú tengja hann vélinni og hefja dia- lysuna. Meðan á henni stendur, má með blóðdælu temnra blóðrennslið og þar með hraða dialysunnar. Auk þess má, með breytingu þrýstings í blóði eða skolvökva, tempra það magn vökva, sem ultra- filtrerast úr blóði. Varast verður að dialysera of kröftuglega, ella er hætta á svo- kölluðu ,,dysequilibrium synd- rome“. Er það talið stafa af því, að snögg breyting á efnasamsetn- ingu blóðs geti valdið því, að önn- ur vökvahólf líkamans fylgi ekki eftir. Þannig geti t.d. mænuvökvi (C.S.F.) orðið hyperosmoler miðað við annan utanfrumuvökva (E.C. F.), og kunni það jafnvel að valda heilabjúg. Einkenni þessa syn- dróms eru vanlíðan, höfuðverkur, flökurleiki, jafnvel krampar og meðvitundarleysi. Dæmi eru um dauðsföll. Þá getur of hröð ultra- filtration valdið svo minnkuðu blóðmagni, að það valdi blóðþrýst- ingsfalli. Meðan dialysan stendur yfir, þarf að viðhalda heparíniseringu. Er það ýmist gert með stöðugu irmrennsli heparínupplausnar eða með slurkagjöf heparíns og er þá storknunartími hafður til hliðsjón- ar. Sé um blæðingarhættu að ræða, er víða notuð svokölluð regional heparínisering. Er þá heparíni dælt í blóðið, áður en það fer gegnum nýrað, en verkun þess upphafin með protamíni, áður en blóðið berst inn í sjúklinginn á ný. Allvanda- samt er að ákvarða það magn protamíns, er þarf til að títrera heparínið. Dialysan varir mislengi og er dialysutíminn meðal annars kom- inn undir gerð síunnar og ástandi sjúklings. Séu spólunýru notuð, er dialysutíminn yfirleitt styttri en ef um plötunýru er að ræða. Dialysu- tími getur þannig verið breytileg- ur frá fjórum upp í tólf tíma. Þegar hætta skal dialysu, er reynt að skila sjúklingi aftur sem mestu af blóði því, sem í vélinni er, ef vélin hefur í byrjun verið fyllt með saltvatni. Er það ýmist gert með því að dæla inn í síuna innrennslisvökva í stað blóðs, eða með því að þrýsta blóðinu út úr síunni með lofti. Blóðsýni eru stundum tekin meðan á dialysu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.