Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Qupperneq 89

Læknaneminn - 01.03.1970, Qupperneq 89
LÆKNANEMINN 75 af kandidötum eða læknum, taka þátt í skoöun röntgenmynda, ganga stofu- gang og sitja fundi deildarinnar alveg eins og áöur var. Stúdentar fylgjast oft með ýmsum verkum á deildinni eða fá að gera þau sjálfir, en átt er við sýnitöku, t.d. úr blóöi, mænuvökva, lið- vökva, lifur, nýrum, gjöf stungulyfja, uppsetningu vökva o.þ.h. Þetta mun hafa aukizt. Stúdentar fylgjast sér- staklega með meðferð þeirra sjúklinga, sem þeir hafa tekið sjúkraskrár af. Færzt hefur í vöxt, að stúdentar flytji erindi á fundum deildarinnar. HaiuUæknisdeild á Landsspítala: Eng- ir miðhlutastúdentar hafa verið á þess- um kúrsus í desember, janúar eða febrúar. Kleppur: Á Kleppi eru nú þrír stú- dentar i hverjum mánuði, sem skipta með sér vöktum, en áður voru þeir tveir. Að öðru leyti er kúrsusinn óbreyttur. Vífilsstaðir: Nefnd læknanema lagði tU, að þessi kúrsus legðist niður. Nefnd, sem kennslunefnd deildarinnar skipaði til þess að athuga málið og yfirlækn- ir Vífilsstaöahælis sat í, komst að þeirri niðurstöðu, að kúrsusinn héldi áfram endurbættur. Kennsla hæfist þar í lungnasjúkdómum, sem ekki takmark- aðist við berkla eina. Kennd yrði taka sjúkrasögu og skoðun sjúklinga með lungnasjúkdóma, skoðun röntgen- mynda af lungum og grundvallaratriði lungnafýsíólógíurannsókna. Greining og meðferð berkla yrði svo tekin sérstak- lega. Mælzt var til, að allir læknar á Vífilsstöðum tækju þátt í kennslunni. Gert var ráð fyrir, að 2 stúdentar væru á kúrsusinum samtímis, og að þeir hefðu verið á lyfjadeildarltúrsus áður. Enginn miðhlutastúdent hefur verið á Vífilsstöðum í desember og janúar, og er því ekki komin reynsla á þetta. Rannsóknadeild: Fengizt hefur sam- þykki yfirlækna á rannsóknardeildinni fyrir því, að 4 stúdentar séu á þessum kúrsus á mánuði, 2 á rannsóknardeild I og 2 á rannsóknardeild II, hálfan mánuð á hvorum stað. Dvölin á rann- sóknardeild I er að öðru leyti óbreytt, en stúdentar skoða nú smásjársýni reglulega með yfirlækni deildarinnar, sem nemur nokkrum kennslustundum á meðan þeir dvelja þar. Til þess að auðvelda þessa skoðun hefur verið pantaður smásjárskermir, sem gerir mörgum kleift að skoða sýnin í einu. Frekari skipulagningu kúrsusins bg kennsla á honum er í athugun, en ekki er að vænta mikilia breytinga alveg í bráð. Um dvölina á rannsóknardeild II í janúarmánuði liggur fyrir greinargerð stúdentanna tveggja, sem voru þar þá. Þeir segjast hafa getað fylgzt með handverki meinatækna, þeim hafi verið bent á lesefni, en um skipulega kennslu hafi naumast verið að ræða, eða eins og stendur í greinargerðinni: „Formleg kennsla var þar að visu ekki mikil, 1 tími auk viðræðna á hlaupum, ef svo bar undir, enda enginn ákveðinn tími dagsins ætlaður til þess.“ Ekki telja greinarhöfundar þó fullreynt, hvað megi hafa út úr þessum kúrsus með ,,framhleypni“ og „eftirgangssemi." Um verklegu námskeiðin er þetta að segja, miðað við stúdenta, sem fara í miðhlutapróf í janúar 1971. Kúrsusi í vírólógíu lauk strax á fyrsta misseri. Nokkuð víst er, að meirihluti stúdenta getur lokið kúrsusi í bakteríólógíu í vor, og þeir síðustu líklegast áður en kennsla hefst í haust. Einhverjir geta lokið smásjárskoðun pathológíusýna í vor, en líklegast verða flestir að gera það á prófmisseri. Sjúkdómskrufning hefst í vor og verður henni ef til vill lokið áður en kennsla hefst á haust- misseri. Óvíst er, hvort lyfjagerðarkúrs- us fyrir miðhlutamenn á öðru misseri verður í vor. — Kennsla í skoðun sjúkra mun verða fljótlega eftir I.-hluta- próf í febrúar að vanda og aftur eftir I.-hlutapróf í vor. Dvöl IH. hl. stúdenta á handlæknisdeild. Á handlæknisdeild Landspítalans var nokkuð regluleg kennsla fyrir stúdenta í desember og janúar. Hins vegar var enginn stúdent þar í febrúar. Kennsl- unni er þannig háttað, að vakthafandi læknir hefur hana á hendi dag hvern. Voru ýmist tekin fyrir ákveðin tilfelli eða rætt um ákveðna sjúkdóma eða annað efni. 1 desember var hengd upp I vakt- herberginu eins konar stundaskrá fyrir stúdenta. Hver dagur byrjar á stofu- gangi og myndaskoðun, en síðan getur stúdentinn hvort heldur sem er fylgzt með á göngudeildinni eða á skurðstof- unum. Á mánudögum eftir hádegi er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.