Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Side 90

Læknaneminn - 01.03.1970, Side 90
76 LÆKNANEMINN svokallaður tímaritafundur deildarinn- ar. Tíminn með vakthafandi lækni er svo kl. 15—16. Gert er ráð fyrir því, að stúdentar gangi kvöldstofuganga þá daga, sem þeir hafa tekið sjúkraskrár, eða a. m. k. 2 daga I viku. Við, sem höfum búið við þessa stundaskrá, kunnum henni ágætlega í meginatriðum. Æskilegt væri, að lækn- ar lungnadeildar yrðu líka inkorpórer- aðir í stundaskrána. Einnig, að skipu- lagt verði fyrirfram, hvaða efni skulu tekin fyrir í tímunum, svo þýðingarmik- il verkefni detti síður upp fyrir. Hvað göngudeildina áhrærir, þá er líklegt, að hún eigi eftir að verða alldrjúg búbót fyrir reynslu stúdenta. Þ. D. B. Dvöl XII. hi. stúdenta á lyfjadeild. Á lyfjadeiid Landspítalans er hafin skipulögð kennsla fyrir stúdenta, sem þar eru hverju sinni. Þegar þetta er ritað, mun hún komin í nokkuð fast form. Tilnefndir hafa verið tutorar, einn fyrir hvorn hóp stúdenta (II. og HI. hl.). Hlutverk þeirra er að fylgjast með stúdentunum meðan þeir eru á deild- inni og skipuleggja kennsluna. Ætlazt er til, að stúdentar séu a.m.k. 4 í hópi, sæki tíma og fundi deildar- innar, geri 8—10 sjúkraskrár og fylg- ist með störfum á deildinni eftir því sem tilefni gefast. Kennsla er tvo tíma á dag fyrir hvorn hóp, ef með eru taldir þriðjudags- og laugardagsfundir. 1 kennslunni taka þátt allir læknar og kandidatar á deild- inni, án nokkurra launa fyrir (sic!). 1 janúar voru þannig haldnar 29 kennslu- stundir fyrir III. hl. stúdenta og auk þess nokkrir fundir. Kennslan var í flest- um tilvikum góð og stundum frábær. Efni þau, sem tekin voru fyrir, voru þó varla nógu fjölbreytileg og því til sönn- unar má nefna, að 15 stundir var fjall- að um hjarta- og æðakerfissjúkdóma. Einnig má segja, að meira hefði mátt ræða um sjúklinga á deildinni. Áhugi stúdenta á að gera sjúkraskrár var áberandi lítill, hver sem ástæðan fyrir því er. Einnig bar á, að þær, sem þeir þó gerðu, væru of lítið gagnrýnd- ar. Um orsakir þessa skal ekki rætt hér, en það hlýtur þó að vera hlutverk lækn- anna á deildunum að sjá um, að stú- dentar geri sjúkraskrár, ekki með því að þvinga þá til þess, heldur með því að vekja áhuga þeirra á sjúkdómsgrein- ingunni, sem án efa er það skemmti- legasta i læknisfræðinni. Eitt má að lokum nefna, sem ekki tókst sem skyldi, en það var skipting stúdentanna niður á gangana. Dvöldu menn eina viku á hverjum gangi, en það er að mínu viti of stuttur tími til að kynnast sjúklingunum. Eins er tæp- lega nauðsynlegt, að menn séu á öllum göngum í hverjum mánuði, sem þeir dveljast á lyfjadeild. Vert er að undirstrika það enn einu sinni, að það var framtak læknanna sjálfra, sem hratt af stað kennslunni. Ber þeim mikill heiður fyrir. JHJ Námsdvöl á taugadeild. Dósent í taugasjúkdómafræði hefur nýlega boðið stúdentum í III. hluta námsdvöl á taugadeild Landspítalans. Geta þeir verið þar tveir í senn, minnst hálfan mánuð í einu, eftir að hafa lok- ið einum mánuði á lyfjadeild. Ætlazt er til, að menn séu á deildinni alla virka daga á morgnana fram til hádeg- is, Á þessum tíma eiga stúdentarnir að fylgjast með því, sem fram fer og auk þess að gera minnst tvær sjúkra- skrár sjálfir. Dagurinn á taugadeild hefst með skoðun röntgenmynda, sem teknar hafa verið daginn áður. Þetta er einn af fá- um röntgenfundum, sem verða stúdent- um að gagni. Áð því loknu er tekið til við lestur sjúkraskráa eða morgunverð. Þá eru skoðuð heilallnurit frá deginum áður. Þau halda eftir sem áður áfram að vera leyndardómur hinna útvöldu, en stúdentinn ætti þó að læra að þekkja heilalínurit frá hjartalínuriti. Þessu næst hefst stofugangur og gengur stúdent- inn þá um alla deildina á hverjum degi. Óvenju mikið er gert af því, miðað við aðrar deildir, að skoða og ræða um sjúklinga meðan á stofugangi stendur, þannig að hann er oftast lærdómsrík- ur. Eftir stofugang eru skoðaðir þeir sjúklingar, sem komið hafa inn dag- inn áður, og þá nær dagurinn hápunkti sínum, því að stúdentar eru látnir horfa á, strjúka, stinga, lemja og togast á við sjúklinginn þar til þeir eru sammála lækninum. Stundum er svo farið í göngudeild eða fylgzt með störfum að- stoðarlæknis. Pram til þessa hefur viljað bera við, að stúdentar og jafnvel útskrifaðir læknar þættust ekki geta framkvæmt taugakerfisskoðun að nokkru gagni. Hafa menn einnig kviðið því að fá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.