Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1970, Side 91

Læknaneminn - 01.03.1970, Side 91
LÆKNANEMINN 77 taugasjúkdóma á prófi í lyflæknisvitjun. Það ætti því varla að vera þörf á að hvetja menn til að nota sér þetta gull- væga tækifæri til að bæta úr því. Sagt hefur verið um taugasjúkdóma- fræðina, að hún sé rökrænasta grein læknisfræðinnar. Einnig hefur verið sagt, að hún sé síðasta vígi klínikkur í læknisfræði. Hvað sem satt er, þá er þó víst, að neurologar hafa annan þankagang en aðrir menn og honum er gaman að kynnast. JHJ Kvölilvaktir. Snemma í desember hófu stúdentar í III. hluta að fylgjast með læknum á neyðarvaktinni hér í borginni. Félag læknanema hafði forgöngu í máli þessu í samráði við Sjúkrasamlag Reykjavík- ur og Læknafélag Reykjavíkur. Sá háttur er á hafður, að listi hangir uppi á lesstofunni í Landspitalanum, og er mönnum frjálst að skrifa þar nafn sitt, einn á hverja vakt frá kl. 17—24. Síðan mæta þeir þann dag, sem þeir hafa kosið sér, í vaktherberg- inu á heilsuverndarstöðinni og fara með viðkomandi lækni í vitjanimar. Þeir skoða sjúklingana með lækninum og ræða við hann um tilfellið ef ástæða er til. Þarna kynnast læknanemar einum þætti læknisfræðinnar, sem læknadeild hirðir ekki um að kynna þeim. Mest af þessu eru að vísu það, sem kalla mætti minni háttar veikindi, en þau þarfnast engu að síður á við aðra sjúkdóma bæði greiningar og meðferðar. Inn á milli eru svo fáein alvarleg veikindi, þar sem sjúklingurinn er sendur á sjúkrahús að bragði og loks eru örfá óljós tilfelli, þar sem ekki er Ijóst hvað gera skuli, en engum fylgir sjúkdómsgreining á blaði. Undirritaður hefur farið nokkrum sinnum, og af fenginni þeirri reynslu er hann óhræddur við að ráðleggja sem flestum að gera slíkt hið sama. Meðalaldur sjúklinganna, sem ég sá var 21 ár (á bilinu 6 mán.—79 ára), og var rúmlega helmingur á aldrinum 10 ára og yngri. Kvenfólk var í meiri- hluta eða 63%. Sjúkdómsgreiningar skiptust þannig niður: Öndunarfæri.............. 45% Hiti af óþ. uppruna .... 8% Meltingarfæri............ 20% Hjarta- og æðakerfi .... 6% Þvagfæri .................. 6% Afleiðing áfengisneyzlu . 6% Ýmislegt ................. 9% - Af lærdómsríkum tilfellum má nefna: mislinga, heilablóðfall, pylorusstenosu, acromegaliu, fibrillatio atriorum og delirium tremens. Innlagnir á sjúkrahús voru 6% (auk þess neitaði einn sj. að fara). Fyrir utan það að fá æfingu í skyndi- greiningu sjúkdóma má, ef augu og eyru ei'u vel opin, fræðast talsvert um félags- legar aðstæður og viðhorf fólks við sjúkdómum og læknum. Þá kynnast menn einnig að nokkru aðstæðum og aðferðum heimilislækna svo og fram- komu lækna við sjúklinga og aðstand- endur þeirra. JHJ F.Á.M.U.A. 1 janúar 1968 komu nokkrir ágætir menn saman og ákváðu að stofna með sér félag um sameiginlegt áhugamál, þ. e. anatomíu. Stofnendur voru sextán talsins, og skal þar fyrst nefna Sig- mund Sigfússon og Pálma Frímannsson. Heiti félagsins er Félag áhugamanna um anatomiu, og tilgangur þess er að efla áhuga og þekkingu félagsmanna á anatomiu og stuðla að því eftir megni, að Læknadeild Háskóla Islands veiti sem mesta og bezta kennslu í greininni. Tilgangi sinum hyggst félagið ná með: a) umræðum og erindaflutningi um anatomiu, b) verklegum æfingum og sýni- kennslu, c) ályktunum og ábendingum til þeirra aðila, sem um kennslu- mál læknastúdenta fjalla. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Pálmi Frímannsson, ritari Einar Hjalta- son og gjaldkeri Högni Óskarsson. Starfsemin hefur allt frá upphafi verið með miklum ágætum, og er félagafjöldi nú á annað hundrað. Góður andi hefur ávallt sett svip á félagsskapinn, þar ríkir fullt málfrelsi og skoðanafrelsi, auk þess sem ýmsar „traditionir" eru í heiðri hafðar. Síðast en ekki sízt hefur félagið gert sjálfu sér þá sæmd að velja Pálma Frímannsson sem heiðursfélaga. Núverandi stjórn skipa Júlíus Gests- son, Bjöm Magnússon og Vidar Toreid. I vetur hefur starfsemin verið blómleg og lítil hætta er á, að félagið lognist út af. Björn Magnússon
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.