Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 21
LÍNURIT IV
og annar við 6,0, en meðaleinkunnin var hins vegar
5,33 (sjá línurit IV). í sálfræði var toppur við 5,0,
annar við 8,0 og meðaleinkunnin í þeirri grein
reyndist vera 6,79. Við ætlum að láta lesendum eftir
að tína til hugsanlegar ástæður þess, að einkunnin
4,5 er vinsælli en aðrar í lifefnafræði, en einkunnin
5,0 í sálfræðinni.
Verhlegar einhunnir
Að lokum var athugað hvort einkunnir í verklegu
námi á 2. ári 1974-1975 voru í samhengi við fall-
fjölda í viðkomandi greinum, svo reyndist ekki
vera, nema að allir sem fengu „ágætt“ í lífeðlisfræði
náðu skriflega prófinu (sjá töflu III).
Við viljum þakka próf. Jóhanni Axelssyni fyrir
veittan aðgang að hinni ágætu reiknivél Rannsókn-
arstofu læknadeildar í lífeðlisfræði, sem auðveldaði
verulega hina tölfræðilegu útreikninga.
TAFLA III
Dreifing einkunna í verklegu námi á 2. ári 1974-
1975 með tilliti til fallfjölda á vorprófum 1975.
Ágœtt Gott Sœmilegt Slcemt
Lífefna- Stóðust 0 39 i
fræði Féllu 0 24 4 0
Lífeðlis- Stóffust 4 37 15
fræði Féllu 0 20 6 1
Nœring í œð
Framhald af bls. 11
1957. Hefur lausninni verið gefið heitið Intralipid.
og er framleitt í 10% og 20% upplausn.
Intralipid er í isotoniskri upplausn og má gefa í
útlimaæð. Með þessu móti er hægt að gefa mikið af
hitaeiningum í tiltölulega litlu magni af vökva.li3
Intralipid er bæði til í 10% og 20% upplausn og
inniheldur lítri af hinni síðarnefndu 2000 hitaein-
ingar. Gefa má 2—3 g á kg líkamsþyngdar. Fyrsta
daginn þó ekki meira en 1 g á kg.3
Samkvæmt upplýsingum framleiðandans má ekki
nota lyfið þar sem um alvarlega eða bráða lifrarbil-
un er að ræða og aðeins með sérstakri varúð hjá
sjúklingum með alvarlegar metaboliskar truflanir og
er þá aðallega átt við lipid nephrosis og hyperlipid-
emiu. Við langvarandi meðferð er rétt að skilja
(centrifugera) blóð vikulega, eftir að sjúklingur
hefur ekki fengið Intralipid í 12 klst., til að athuga
hvort serumið sé mjólkurlitað (opalescent). Ef það
er mjólkurlitað er rétt að fella niður eða minnka
I ntralipid-skammtinn.
HEIMILDIR:
1. Börresen H. C. Tidskr. nor. lægeforen., 1974, 94: 613-23.
2. Tidskr. nor lægeforen. 1973, 93: 403-5.
3. Dietel M et al. Can. med. ass. J. 1974, 111: 152-4.
4. Hallberg D, Schubert 0, Wretlind A. Lakartidn. 1968,
65:4563:74.
5. Lancet, editorial. 1973, II.: 1179-80.
6. Zohrab W. J. et al. Gastroent. 1973. 64: 583-92.
LÆKNANEMINN
15