Læknaneminn - 01.08.1976, Qupperneq 24
Leifur: Hvert er starfssvið endurhæfingarlæknis ?
Veitir hann ekki mjög lítinn hluta af meðferS sinni
sjálfur, a. m. k. minna en flestir aðrir læknar?
Kristján: Eg held að Jrað megi svara þessari
spurningu meS því að spyrja hvert sé hlutverk end-
urhæfingardeilda. Endurhæfingardeild er fyrst og
fremst þjónustudeild fyrir aðrar deildir sjúkrahúsa
og fyrir starfandi lækna. Þær veita ákaflega marg-
víslega þjónustu þar sem þær gerast bestar. Líkams-
þjálfun er aðeins hluti af þeirri þjónustu. Einnig er
um að ræða félagslega aðstoð, geðræna aðstoð, at-
vinnulega o. s. frv. A endurhæfingardeildum starfar
sérhæft fólk ýmissa heilbrigðisstétta að þessari þjón-
ustu. Eitt af hlutverkum endurhæfingarlæknis er að
skipuleggja og samræma þá þjónustu og gefa fyrir-
mæli þegar nauðsyn ber. Auk þess hefur hann fengið
sérstaka þjálfun í að meta og leggja á ráðin um með-
ferð hreyfifatlaðs fólks og má segja að hann leggi
á ráðin um þá meðferð á svipaðan hátt og lyflæknir-
inn skrifar lyfseðil. Þannig held ég að endurhæf-
ingarlæknir veiti ekki minni hluta af meðferðinni
sjálfur en flestir aðrir læknar.
Leifur: Hver er afstaða annarra heilbrigðisstétta til
sérgreinarinnar?
Haukur: I sjálfu sér er hún jákvæð og ástæðu-
laust að kvarta. Hins vegar kemur ókunnugleiki
þarna oft við sögu og stundum misskilningur á verk-
sviði orku- og endurhæfingarlækna. Ég tel þetta
vera að breytast óðfluga og án efa mun skilningur
heilbrigðisstéttanna á endurhæfingu aukast svo að af
hljótist allra hagur, einkum þó hagur sjúklingsins.
Páll: Menntun orkulæknis er sambærileg mennt-
un annarra sérfræðinga. Honum er mikilvægt að
hafa greiðan aðgang að öðrum heilbrigðisstéttum til
að þekking hans nýtist. Oft er starf okkar samræm-
ingarstarf, eins konar verkstjórn. Hvað snertir af-
stöðu annarra heilbrigðisstétta finnst mér afstaða
lækna frekar jákvæð, en afstaða annarra heilbrigð-
isstétta oft nokkuð tvíræð án skilgreiningar.
Leifur: Er þörf á legudeild? Er ekki hægt að end-
urhæfa sjúklingana á öðrum deildum og e. t. v.
hluta þeirra utan spítala?
Haukur: Ymis háttur er hafður á þessu í ná-
grannalöndunum. Flestir telja rétt að bafa sérstakar
legudeildir fyrir endurhæfingu á stærri sjúkrahús-
um. Þeim fylgir ýmis ávinningur. Þar ætti t. d. að
öðru jöfnu að vera hægara að ástunda sérstaka
hjúkrun endurhæfingarsjúklinga og þar er fremur
hægt að halda æskilegum hraðatakti í daglegum at-
höfnum en á öðrum sérgreinadeildum þar sem hraði
og taktur ákvarðast af sjónarmiðum, sem þar ríkja.
Þá ber að hafa í huga að á kennslusjúkrahúsum er
brýnt að hafa sérstakar legudeildir fyrir endurhæf-
ingu vegna nemenda, bæði læknanema og annarra
nema. Hitt kerfið er líka víða til, að jafnvel á hinum
stærri sjúkrahúsum eru ekki sérstakar legudeildir
fyrir endurhæfingu, heldur er unnið að endurhæf-
ingu á öllum deildum og það er jafnan skipanin á
minni sjúkrahúsum. Enn eitt fyrirkomulagið eru
sérstakar stofnanir sem annast endurhæfingarþjón-
ustu. Slíkar stofnanir eru til í öllum löndum og taka
víðtækari verkefni en gerist á legudeilclum fyrir end-
urhæfingu á almennum sjúkrahúsum. Þar á ég t. d.
við atvinnulega og félagslega endurhæfingu ásamt
með læknisfræðilegri. Sums staðar hafa sérstakar
endurhæfingarstofnanir sprottið upp í kjölfar starf-
semi, sem lagst hefur niður vegna breyttra þarfa.
Reykjalundur er dæmi þar um hér á landi. Þó er það
ekki alls kostar rétt því að starfsemi að Reykjalundi
var í rauninni framúrstefnustarfsemi á sínum tíma,
hófst 1945 og tilgangurinn var atvinnu- og félagsleg
endurhæfing berklasjúklinga. Þegar talað er um
læknisfræðilega endurhæfingu er ekki eingöngu átt
við líkamsþjálfun, þ. e. a. s. sjúkraþjálfun eða iðju-
þjálfun, þótt það séu tveir meginpóstar í læknis-
fræðilegri endurhæfingu. Fleira er í endurhæfingu
fólgið. Aðstaða til sjúkraþjálfunar þarf að vera til a
öllum sjúkrahúsum í landinu, aðstaða til iðjuþjálf-
unar mjög víða, en sérstakar legudeildir ættu ein-
ungis að vera á stærstu sjúkrahúsunum. Eg tel í
framhaldi af þessu nauðsynlegt að hér á Islandi se
til a. m. k. ein sæmilega stór stofnun, sem getur tekið
við sjúklingum af smærri sjúkrahúsum og jafnvel af
þeim stærri. Verksvið hennar er framhaldsmeðferð
þeirra, sem þurfa lengri tíma til endurhæfingar, en
hægt er að veita á almennum sjúkrahúsum.
Páll: Eg held, að ég geti alveg tekið undir þessi
18
læknaneminn