Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 41
ui' misjafnlega ánægðir. Hinir hógværu fengu litla kennslu, en þeir, sem frekir voru fengu hins vegar góða leiðbeiningu. Almenn ánægja var með dvölina á Grensásdeild. Slofu gangarnir voru fræðandi og tímarnir góðir. HarnusiáhdómafrwSi I upphafi námskeiðanna hefðum við kosið að fá marklýsingu á því hlutverki, sem okkur var ætlað a þessum stutta tíma, svo nýtni hans hefði orðið sem mest. Að vísu fengum við í upphafi hverrar viku, skrá um fyrirlestra, deild, sérfræðing og vakt, sem okkur var ætlað að fara eftir næstu sjö dagana, og er slík viðleitni góðra gjalda verð. Við teljum þó eðlilegt að svo stutt námskeið sem þetta sé alli skipulagt fyrirfram. Við hörmum að ekki skuli hafa verið bent á neina heppilega kennslubók í barnalæknisfræðinni og viljum eindregið mælast til þess að úr verði bætt. Við getum þó ekki látið hjá líða að lýsa yfir ánægju okkar með, að prófkröfurnar skuli vera í fullu sam- ræmi við fyrirlestrana, sem margir voru ágætir, en aðrir miður eins og gengur. Um klíniska námið er það hins vegar að segja, að þar var áberandi munur á dvöl okkar á Landa- koti og Landspítalanum. Á Landakoti var viðhorf starfsfólksins til stúdenta til fyrirmyndar og var greinilegt að þar lögðust allir á eitt að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Sérstaklega viljum við þakka Þresti Laxdal hans ósérhlífni og áhuga á að virkja okkur og vekja til umhugsunar um þá sjúk- linga sem við tókum á móti og gera okkur að vissu marki ábyrga fyrir þeim. Því miður verður að játa að dvöl okkar á Land- spítalanum vakti ekki jafn mikla hrifningu, og kem- ur þar helst til: 1) Að okkar áliti er starfsfólki deildanna alls ekki fyllilega ljóst, hvert hlutverk stúdentanna er á deildunum. 2) Klínisku kennslunni á stofugangi er mjög ábótavant og stundum næsta lítil. 3) Enginn gagnrýnir sjúkraskrár, eða ræðir tilfellin sérstaklega við stúdenta. Starf stúdentanna er þannig meira og minna laust í reipunum inni á deildunum. Vissulega voru einnig jákvæðar hliðar á dvöl okk- ar á Landspítalanum. Við stúdentar erum ánægðir með að hafa fengið tækifæri að fylgjast með starf- seminni á nýburadeildinni og álítum að þar höfum við margt fróðlegt lært, enda var áhugi læknanna þar á okkur stúdentum áberandi mestur og voru þeir svo sannarlega fúsir að örva okkur til umhugsunar og umræðu um þau tilfelli, sem til staðar voru hverju sinni. Við hefðum kosið að fá meiri fræðslu og innsýn í ungbarnaeftirlit og jafnvel einnig fá að fylgjast með skólaskoðun og viljum við mælast til að þessir þættir verði felldir inn í kennsluna, ef mögulegt er. Við álítum að nauðsynlegt sé að taka fyrir minnst eitt áhugavert klíniskt tilfelli í viku, sem slúdent myndi að sjálfsögðu kynna en yrði undir hand- leiðslu sérfræðings. Niðurstaða okkar er sú, að þetta námskeið sé tvímælalaust í framför og að ekki þurfi mikið, en samt nokkuð átak til að gera það vel viðunandi. Til að ná þessu markmiði þarf meira samband milli prófessors og stúdenta annars vegar og kennara (læknanna) hins vegar. Þessu sambandi álítum við best að ná með því að halda sameiginlega fundi með kennurum og stúdentum reglulega meðan á náms- skeiðinu stendur, þar sem rædd væru skipulags- og kennslumál námskeiðsins. Fœðingar- oy hvensjáhtlómafrœði (Sjá einnig Læknanemann 1. tbl. 1975) Frá því að námskeiðið í fæðingar- og kvensjúk- dómafræðum hófst í núverandi mynd, hefur það verið í sérflokki innan læknadeildar hvað varðar skipulag og gæði í verklegu og fræðilegu klínisku námi. Höfuðkostur námskeiðsins er, að það er í stöðugri endurskoðun. Stúdentar eiga að skila náms- gagnrýni og benda á úrbætur. Ennfremur mun nú vera í ráði að halda reglulega fundi kennara og stúdenta meðan á námskeiði stendur. Fœðinga- og kvensjúkdómadeild LSP. Allir sér- fræðingar stofnunarinnar taka þátt í kennslunni af áhuga og líta reyndar á það sem hluta af sínu starfi að sinna stúdentum. Sami áhugi einkennir viðhorf annars starfsfólks. Tilkoma nýs húsnæðis hefur auk- ið möguleika stúdenta til þátttöku í skurðstofuvinnu og stórum bætt almenna aðstöðu við fæðingar. Vaktaskylda stúdenta hefur nokkrum sinnum verið 31 læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.