Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 42
endurskoðuð. T. d. hafa akútvaktir stúdenta verið lagðar niður. Að fylgjast með störfum aðstoðar- læknis á akútvakt er mikilvæg reynsla fyrir stúdent og því full ástæða til að taka aftur upp þessar vaktir. I ýmsu mætti auka verklega kennslu. T. d. mætti kenna stúdentum að setja upp og taka niður lykkju, láta sem flesta gera útskaf undir handleiðslu sérfræð- ings og auka kennslu í deyfingum við fæðingar. Almenn ánægja er með notkun göngudeildar til kennslu. Mœðraeftirlitið á Heilsuverndarstöðinni. Hér hafa stúdentar fylgst með daglegum störfum lækna og ljósmæðra og gefið góða raun. Fœðingarheimili Reykjavíkur. Dvöl stúdenta hér er mikil kennsluhúbót. Almenn aðstaða svo og lestr- araðstaða fyrir stúdenta er mjög góð, starfsfólk á- hugasamt og velviljað. Hér gefst færi á að fylgjast með störfum barnalæknis við skoðun nýbura eld- snemma á morgnana og síðan störfum yfirlæknis á stofugangi og við útskriftir. Stúdentar eru viðstaddir fæðingar og eiga einnig kost á að taka á móti börn- um, en með vissum skilyrðum þó. Stúdent þarf að hafa tekið á móti áður, en sú reynsla er ekki fyrir hendi, nema hann hafi áður verið á Fæðingardeild LSP. eða lent í barnsfæðingu í héraði. Konan þarf að vera „hagstæð“ fjölbyrja og er það í sjálfu sér eðlilegt skilyrði. Sérfræðingur þarf einnig að vera viðstaddur. Það hefur þráfalt komið fyrir, að sér- fræðingur á vakt hefur ekki mætt við fæðingar, ef stúdent hefur verið til staðar til að sinna störfum hans. Ef stúdent er treystandi til þess, ætti reynd ljósmóðir að geta leiðbeint þeim sama við að taka á móti. Aukin samræming milli F.R. og F.L. á ýmsum fagiegum atriðum yrði öllum í hag og myndi enn auka gildi dvalar stúdenta á Fæðingarheimilinu. Ge&sj úktlómafrœði Talsvert virðist hafa verið unnið að skipulagningu kúrsusins. I upphafi námsins fékk hver stúdent möppu með ýmsum gagnlegum upplýsingum og leið- beiningum. Verður ekki annað sagt en mappa þessi sé stórt framfaraskref og væri enn betur ef kúrsus- inn gæti orðið í samræmi við hana. Hver stúdent fékk sinn umsjónarkennara, sem hann hitti einu sinni í viku. Er þessi tiihögun góð, en því miður er starfssvið umsjónarkennaranna mjög óljóst. 1 áðurnefndri möppu er kennara ætlað- ar 9 blaðsíður til að meta verklegt nám stúdenta. Finnst mörgum, að minni tíma mætti verja til þess- arar iðju, en frekar ætti umsjónarkennari að leiðbeina stúdentnum meira í verklegu námi. Því miður hefur oft verið nær algert sambandsleysi milli stúdents og umsjónarkennara, sem þá veit ekkert hvað stúdent- inn hefur gert vel og hvað illa. I vetur voru stúdent- ar tvær vikur á hverri deild og fengu þannig góða yfirsýn yfir fagið, en fylgdust minna með ákveðnum sjúklingum fyrir vikið. Flestir voru þeirrar skoðun- ar að lágmarkstími á hverri deild ætti að vera þrjár vikur. Þarf þá um leið að leggja niður starfið á göngudeild, sem þrátt fyrir áhuga starfsfólksins þar hefur reynst hafa upp á of lítið að bjóða. Hefur stúdentum á göngudeild yfirleitt leiðst vegna ónógra verkefna. Sú hugmynd hefur komið fram, að hver stúdent ætti þess kost að kynnast einum eða fleiri sjúkling- um, sem hann fylgdist síðan með allan tímann. Nokkur óánægja er með að námsefnið, sem kennt er, sé einhæft. Vilja rnargir að fleiri stefnur í grein- inni séu kenndar. Að lokum má segja, að þrátt fyrir ýmsa galla sé kúrsusinn í framför og á ekki langt í að verða mjög góður. 32 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.