Læknaneminn - 01.08.1976, Síða 44
1 beinu framhaldi af þessu er annar meginþáttur
bókarinnar.
Social iatrogenesis. Þessi þáttur fjallar um hin
víðtæku áhrif heilsugæslukerfisins, en þau nefnir
höfundurinn ,,medicaliseringu“ á alla meginþætti
mannlegs lífs. Aðalinntakið er hin almenna tilhneig-
ing lækna og heilrbigðisstétta að fela mönnum sjúkl-
ingshlutverk, sem veldur því að menn hætta að líta
á sig sem sjálfstæða heilbrigða einstaklinga, heldur
sem hluta af ákveðnu medicaliseruðu kerfi.
Þriðji þáttur bókarinnar, Strukturell iatrogenesis,
kemur sem beint framhald eða afleiðing af hinum
fyrrnefndu þáttum, og er þeirra langmikilvægastur.
Hér reynir höfundurinn að kryfja til mergjar þau
áhrif, sem sígild læknisfræði hefur haft á líf og lífs-
skoðanir manna frá steinöld og fram til vorra daga.
Sígilda læknisfræði telur hann samanstanda af
þrem meginþáttum:
a. Utrýmingu (elimination) sársauka og breytingu
á sársaukahugtakinu.
b. Flokkun og meðhöndlun á sjúkdómum og sjúk-
dómshugtakinu.
c. Baráttu við dauðann og breytingar á dauðahug-
takinu.
Höfundurinn telur, að á öllum þessum sviðum hafi
læknisfræðin náð nokkrum „árangri“, með þeirri af-
leiðingu, að fólkið er fangið í ákveðið kerfi (medi-
caliseringu), sem veitir því ákveðna „þjónustu“, en
hefur í staðinn látið hluta af lífsfyllingu sinni og
einstaklingssj álfstæði.
Hér eru teknir þættir, sem tilheyra læknisfræði,
en raunar skín alls staðar í gegn og er oft beint sett
fram, almenn gagnrýni og nánast viðvörun við
tæknivæðingu, iðnvæðingu og samhæfingu (homo-
geniseringu) mannlífsins. Þessa fyrrgreindu þætti
telur höfundur að hafi haft víðtæk áhrif á allt líf og
séu raunar þeir þættir, sem skapi hugmyndaheim
manna og ráði verðmætamati þeirra andlegu og efn-
islegu. Afleiðingarnar af þeim breytingum, sem
þetta valdi á lífsskoðunum manna og þjóðfélags-
byggingu, séu stórlega brenglað sjálfsskyn og verð-
mætaskyn, sem að lokum valdi sjálfseyðing, þ. e.
nemesis.
Ef reynt er að skilgreina meginefni bókarinnar þá
telur höfundur, að menn hafi ánetjast ákveðnu
„medicinsku“ kerfi, sem sé aðeins hluti af stærra
kerfi. Kerfi, sem tekur yfir alla þætti mannlegs lífs
og stjórnast að verulegu leyti af eigin lögmálum, sem
lúti fjármagni, tækni og vísindalegri framþróun, og
þar með talið læknisfræði. Kerfið hafi skapað sér
ómeðvitandi vítahring, þ. e. andsvar manna við
þrúgun og eyðileggingu kerfisins er enn ákafara
ákall en áður til tækni og vísinda. Lýsing höfundar
sjálfs á þessu ástandi, sem kalla mætti „horror auto-
toxicus“ er „að líf manna sé orðið tekniskt planlagt
og sjálfstýrt víti“.
Röli Ivuus lllivh oi} titifinrök
Rök þau, sem höfundur færir máli sínu til stuðn-
ings, eru aðallega sögulegs eðlis, þar sem meginþátt-
urinn er að sýna fram á breytingar á hugmyndum
manna um ýmis grundvallaratriði mannlegs lífs og
menningar, s. s. dauðanum., lífsþörfunum, sjálfs-
ímynd og samkennd manna. Breytingar, sem valda
undanhaldi „náttúrlegra“ (heilbrigðra) skoðana og
náttúrulegs lífs og leiða til „nemesis“. Þessi rök eru
studd ýmsum dæmum úr sögu mannkynsins frá upp-
hafi og fram á vora daga. Slík röksemdafærsla um
efni sem þetta, þ. e. „hugmyndir manna“, „framtíð-
arhorfur“ og því um líkt er rökrétt að sé söguleg, en
veruleg hætta er á, þegar gætt er forsendna bókar-
innar, að hún verði vegin og léttvæg fundin af öllum
þorra manna. Þannig er t. d. farið um vissa þætti í
staðhæfingunum um „medical nemesis“. Ég tel, að
mörg atriði í nútíma læknisfræði hafi tvímælalaust
sannað gildi sitt til góðs fyrir einstaklinga og þjóð-
ir, t. d. mæðravernd, fyrirbyggjandi aðgerðir gegn
krabbameini, aðgerðir gegn blindu, svo eitthvað sé
nefnt. Þessi atriði er hægt að sanna tölulega og því
væntanlega óyggjandi. Aðrar fullyrðingar, t. d. um
áhrif lyfja og læknisaðgerða, sem svipta menn lífi
og heilbrigði, eru ekki sluddar tölulegum rökum, og
heilbrigðisskýrslur og læknatímarit, sem fjalla um
þessi mál, styðja ekki niðurstöður höfundar nema að
litlu leyti.
Ég lít á þessi gagnrök sem gild, en tel að í sjálfu
sér breyti þau aðeins niðurstöðum á þann hátt, að
ekki hafi öll framþróun verið mannkyninu til bölv-
unar. Eftir standa staðhæfingar um „strukturel iatro-
genesis“, þ. e. allsherjar-„nemesis“, sem drepið var
á hér að framan. Þessar staðhæfingar eru þannig
34
LÆICNANE jVIINN