Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 6

Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 6
Spjall Þeirri gagnrýni hefur oft verið fleygt fram að lœkn- ar hafi tilhneigingu til að veita sjúklingurn sínum ónógar upplýsingar, eða jafnvel engar, um eðli sjúk- dóma þeirra, tilgang meðferðar, hugsanlega fylgi- kvilla og fyrirhugaðar rannsóknir. Hefur nú hin síð- ustu ár sú krafa orð'ið œ hávœrari að öll samskipti lœknis og sjúklings skuli einkennast af gleggri og ná- kvœmari upplýsingum af hálfu lœknisins en áður tíðkaðist. Hér er ekki einvórðungu skírskotað til þeirra umrœðu sem hefur átt sér stað um rétt sjúk- lings til vitneskju um sjúkdóm sinn og hvað segja beri þeim sjúklingum sem haldnir eru illkynja sjúk- dómum, lieldur einnig samskipti sjúklings og lœknis í daglegu starfi. Sérhver lœknir vill á hverjum tíma liafa sem ítar- legastar upplýsingar um veikindi sjúklinga sinna, því þœr eru honum nauðsyn fyrir klínisku mati og val á meðjerð. A sama hátt er sjúklingurinn forvit- inn um krankleika sinn. En fyrir honum eru sjúk- dómseinkennin ekki hluti einhverrar klíniskrar heild- armyndar, heldur persónuleg óþœgindi og vanlíðan, oftlega blönduð kvíða og ótta. Þekkingarskorturinn og sú tilfinningalega afstaða sem hver sjúklingur hefur gagnvart sjúkdómi sínum skapar visst dóm- greindarleysi á eigið ástand, allt frá mögnun smá- vœgilegra einkenna til algjörra afneitunar. Grunur- inn um að' ekki sé allt með felldu knýr síðan sjúk- linginn til lœknis, ekki aðeins til að fá linun þrauta sinna heldur og líka til að fá úr því skorið hvað ami að, hvað sé til ráða, hve lengi viðkomandi ástand muni vara, hverjar horfurnar séu, hverra rannsókna sé þörf, hvernig bregðast eigi við óvœntum uppá- komum o. s. frv. Af þessum sökum hlýtur sjúkling- ur að vera háður lækni sínum um allar upplýsingar jafnvel þó sú þverstœða virðist vera í reynd að flest- ir sjúklingar spyrji lítils og margir einskis, og láta sér nœgja þau brot sem hann veitir þeim af vitneskju sinni. Lœknirinn verður því að eiga frumkvœðið að upplýsingamiðlun til síns sjúklings og ber jafnjramt ábyrgð á framkvœmd hennar. Nýlega flutti prófessor Povl Riis frá Kaupmanna- höfn erindi um þetta mál á föstudagsfundi á Land- spítalanum. Hann áleit það vera sjálfsagðan rétt hvers sjúklings að vera sem upplýstastur um gang mála hjá sér hverju sinni og vœri skylda lœknisins að sjá til að svo vœri. jafnframt leitaðist hann við að setja í kerfi og jlokka þœr tegundir upplýsinga sem þyrftu að fara á milli lœknis og sjúklings við hinar ólíkustu aðstœður. Gáfu þessi vinnubrögð hon- um möguleika til kerfisbundinnar miðlunar og til kennslu stúdenla á þörfum sjúklings á þessu sviði. Heppilegt vœri að sem flestir lœknanemar íhuguðu þessi mál rækilega þar sem þau eru svo mikilvœgur þáttur í öllu lœknisstarfi. 4 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.