Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 6
Spjall
Þeirri gagnrýni hefur oft verið fleygt fram að lœkn-
ar hafi tilhneigingu til að veita sjúklingurn sínum
ónógar upplýsingar, eða jafnvel engar, um eðli sjúk-
dóma þeirra, tilgang meðferðar, hugsanlega fylgi-
kvilla og fyrirhugaðar rannsóknir. Hefur nú hin síð-
ustu ár sú krafa orð'ið œ hávœrari að öll samskipti
lœknis og sjúklings skuli einkennast af gleggri og ná-
kvœmari upplýsingum af hálfu lœknisins en áður
tíðkaðist. Hér er ekki einvórðungu skírskotað til
þeirra umrœðu sem hefur átt sér stað um rétt sjúk-
lings til vitneskju um sjúkdóm sinn og hvað segja
beri þeim sjúklingum sem haldnir eru illkynja sjúk-
dómum, lieldur einnig samskipti sjúklings og lœknis
í daglegu starfi.
Sérhver lœknir vill á hverjum tíma liafa sem ítar-
legastar upplýsingar um veikindi sjúklinga sinna,
því þœr eru honum nauðsyn fyrir klínisku mati og
val á meðjerð. A sama hátt er sjúklingurinn forvit-
inn um krankleika sinn. En fyrir honum eru sjúk-
dómseinkennin ekki hluti einhverrar klíniskrar heild-
armyndar, heldur persónuleg óþœgindi og vanlíðan,
oftlega blönduð kvíða og ótta. Þekkingarskorturinn
og sú tilfinningalega afstaða sem hver sjúklingur
hefur gagnvart sjúkdómi sínum skapar visst dóm-
greindarleysi á eigið ástand, allt frá mögnun smá-
vœgilegra einkenna til algjörra afneitunar. Grunur-
inn um að' ekki sé allt með felldu knýr síðan sjúk-
linginn til lœknis, ekki aðeins til að fá linun þrauta
sinna heldur og líka til að fá úr því skorið hvað ami
að, hvað sé til ráða, hve lengi viðkomandi ástand
muni vara, hverjar horfurnar séu, hverra rannsókna
sé þörf, hvernig bregðast eigi við óvœntum uppá-
komum o. s. frv. Af þessum sökum hlýtur sjúkling-
ur að vera háður lækni sínum um allar upplýsingar
jafnvel þó sú þverstœða virðist vera í reynd að flest-
ir sjúklingar spyrji lítils og margir einskis, og láta
sér nœgja þau brot sem hann veitir þeim af vitneskju
sinni. Lœknirinn verður því að eiga frumkvœðið að
upplýsingamiðlun til síns sjúklings og ber jafnjramt
ábyrgð á framkvœmd hennar.
Nýlega flutti prófessor Povl Riis frá Kaupmanna-
höfn erindi um þetta mál á föstudagsfundi á Land-
spítalanum. Hann áleit það vera sjálfsagðan rétt
hvers sjúklings að vera sem upplýstastur um gang
mála hjá sér hverju sinni og vœri skylda lœknisins
að sjá til að svo vœri. jafnframt leitaðist hann við
að setja í kerfi og jlokka þœr tegundir upplýsinga
sem þyrftu að fara á milli lœknis og sjúklings við
hinar ólíkustu aðstœður. Gáfu þessi vinnubrögð hon-
um möguleika til kerfisbundinnar miðlunar og til
kennslu stúdenla á þörfum sjúklings á þessu sviði.
Heppilegt vœri að sem flestir lœknanemar íhuguðu
þessi mál rækilega þar sem þau eru svo mikilvœgur
þáttur í öllu lœknisstarfi.
4
LÆKNANEMINN