Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 8

Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 8
Einstaklingar í þessum hópi hafa hyperkinetiska blóðrás, sem svo er kallað og líkist að nokkru því sem gerist við thyreotoxikosis, beriberi og arterio- venusar fistulur. Við mjög mikla áreynslu kemur í ljós að afköst hjartans eru enn meir háð hröðum hjartaslætti, heldur en í hvíld, þar eð slagmagn minnkar og er óeðlilega lítið. Fleiri rannsóknir hafa leitt í Ijós ofstarfsemi sympatiska taugakerfisins hjá þessum hópi einstaklinga, eða röskun á samspili sympatiska og parasympatiska taugakerfisins. Samfara því eykst renin magn í blóði. Að framan hefur einkum verið rætt um þá sem hafa frá upphafi sjúkdóms hæði aukin hjartaafköst og aukna æðamótstöðu, en þeir eru í miklum minni- hluta. Langflestir með háþrýsting eru frá byrjun sjúkdómsins með eðlileg hjartaafköst, en hins vegar með aukna slagæðamótstöðu, bæði í hvíld og við áreynslu. Hjá þeim ræðst hlóðþrýstingshækkunin því eingöngu af slagaæðamótstöðunni. I seinni tíð virðast æ fleiri vísindamenn hallast að því að ofvirkni í sympatiska taugakerfinu eigi megin þátt í aukinni æðamótstöðu hjá fólki með essential hypertension. Auk þess hefur verið sýnt fram á óeðlilega mikla svörun viðnámsæða (arteri- ola) við sympatikus áreiti. Sýnt hefur verið fram á aukna svörun hjá tilraunadýrum þegar saltneysla er aukin, og mikil saltneysla er talin hafa í för með sér aukna tíðni háþrýstings hjá mönnum (sjá síðar). Rannsóknir benda til að röskun á jónahlutföllum Na, K, Ca og Mg í æðaveggjum viðnámsæða eigi þátt í hinni auknu svörun sympatikus áreiti. Jafn- framt er um að ræða aukinn tonus í æðum þessum þótt sympatisk áhrif séu ekki aukin. Með öðrum orðum, þá virðist einnig vera sjúklegt ástand í æða- veggjunum sjálfum sem verður ekki með vissu rakið til ofvirkni á sympatikus taugakerfi. Það er meðal annars til marks um ofvirkni sym- patiska taugakerfisins, að hjá sumum einstakling- um með háþrýsting hefur mælst aukið plasma nore- pinefrin og serum dópamin B-hydroxylasi. í þessu sambandi er fróðlegt að drepa á dýratil- raunir sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Niður- stöður þeirra geta ef til'vill varpað nokkru Ijósi á eðli háþrýstings í mönnum. I örstuttri samantekt má segja að við blóðþrýstingsrannsóknir á rottum kom í Ijós, að við byrjandi blóðþrýstingshækkun þá var um að ræða tímabundna aukningu á afköstum hjart- ans. I upphafi var slagæðamótstaða eðlileg, en byrj- aði að aukast samtímis því að afköst hjartans minnkuðu smátt og smátt. Sams konar niðurstöður fengust við rannsóknir á hundum, en hjá þeim hafði háþrýstingur verið fram- kallaður með ýmsum hætti. Rannsóknir bentu einn- ig til að hin auknu afköst hjartans mynduðust fyrir áhrif frá sympatiska taugakerfinu, þar eð hægt var að koma í veg fyrir blóðþrýstingshækkunina og auk- in afköst hjartans með sympatikus-mótverkandi lyfjum, svo sem phenoxibenzamin. Aldir hafa verið rottustofnar með sérstaka erfða- eiginleika. Rotturnar fá allar háþrýsting snemma á aldri, þessi háþrýstingur hyrjar með auknum afköst- um hjartans, aukinni sympatikus-virkni, eðlilegri slagæðamótstöðu í byrjun, en smátt og smátt eykst mótstaðan og vefrænar breytingar í æðaveggjunum (arteriola) eiga sér stað: Vöðvar arteriolanna þykkna og síðan verður bandvefsaukning í æða- veggjunum. Það er athyglisvert að á byrjunarstigi ganga þessar æðabreytingar í viðnámsæðum til baka, ef blóðþrýstingurinn er lækkaður í eðlileg gildi með lyfjum, en eftir að bandvefsbreytingar eru byrjaðar ganga breytingarnar ekki til baka. Það liggur því nokkuð Ijóst fyrir að hjá þessum tilteknu dýrahópum þá byrjar blóðþrýstingshækkun- in með því að afköst hjartans aukast fyrir áhrif sympatiska taugakerfisins. Grundvallar orsakir þeirra áhrifa eru hins vegar ókunnar. Rannsóknir á mönnum hafa hins vegar ekki leitt í ljós jafn afgerandi blóðfallsbreytingar, nema hja miklum minni hluta fólks á unga aldri og oftast hef- ur tekist að sýna fram á einhverja veilu í slagæða- mótstöðu strax á byrjunarstigi hjá þessum sjúkling- um, gagnstætt því sem er í tilraunadýrum, eins og áður hefur verið greint frá. Mikill meirihluti fólks með essential hypertension og einnig renal hyper- tension hafa frá upphafi sjúkdómsins aukna slag- æðamótstöðu. Afköst hjartans eru hins vegar ekki aukin. Smátt og smátt, þegar háþrýstingurinn áger- ist og kemst á Iiátt stig, þá minnka afköst hjartans en perifer mótstaða eykst að sama skapi. Langvarandi háþrýstingur veldur óhjákvæmilega breytingum bæði í hjarta og æðaveggjum. Vinstra Ö LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.