Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 9

Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 9
aíturhólf þykknar og verður stífara og gefur minna eftir flæði frá framhólfinu, hins vegar þenst hólfið ekki út eða stækkar fyrr en vöðvinn fer að gefa sig og fram kemur hjartabilun. A sama hátt þykkna vöðvaveggirnir í viðnámsæðum slagæðakerfisins. Við það þrengjast æðarnar, collagen eykst í æða- veggjunum og síðar meir bandvefur. Þegar um ill- kynja (malign) háþrýsting er að ræða, koma skemmdir í æðaveggina (necrosis) oft með blóð- segamyndun (thrombosis) sem stíflar viðkomandi æð, og af hlýst líffæraskemmd (necrosis, infarctus). Renin-angiotensin kerfið: Ekki verður svo skilið við stutt yfirlit yfir pathophysiologiu háþrýstings að ekki sé minnst á renin-angiotensin kerfið í því sam- bandi. I seinni tíð hafa rannsóknir á háþrýstingi mjög beinst að áhrifum renin-angiotensin kerfisins á blóðþrýstinginn og það gætir tilhneigingar til þess að leita orsaka háþrýstings á breytingum í þessu kerfi. Verður nú í stuttu máli skýrt frá nokkrum niður- stöðum þeirra rannsókna. Svo sem kunnugt er þá myndast renin í svokölluð- um juxta glomerular frumum, sem eru staðsettar í æðaveggjum afferent arterióla, þar sem þær ganga inn í glomerulus. Bæði afferent og efferent arteriólur eru í nánu sambandi, anatomiskt og starfrænt við sérhæfðar frumur í distal tubuli og mynda hið svo- nefnda macula densa svæði. Svæði þetta í glomer- ulus, þ. e. a. s. arteriólurnar með hinum sérhæfðu juxta glomerular frumum og macula densa kallast sameiginlega juxta glomerular apparatus. Þetta líf- færasvæði er miðstöð gagnverkandi kerfis (feedback loop), sem tekur þátt í að stjórna blóðþrýstingi og einnig vökvamagni í slagæðakerfinu og gerir það með því að stýra renin framleiðslu á hverjum tíma. Framleiðsla á renin ræðst m. a. af natrium magni í distal tubuli, blóðþrýstingi í afferent arteriólum til glomerulus, angiotensin II þéttni í plasma og verk- un sympatiska taugakerfisins á sympatisku taugar nýrnanna. Framleiðsla á renin leiðir til myndunar angiotensins II, sem hefur bæði bein og óbein áhrif á Ijlóðþrýsting og blóðmagn. Angiotensin II veldur kröftugum æðasamdrætti en eykur einnig slagæða- mótstöðu fyrir áhrif á miðtaugakerfi. Auk þess örv- ar það aldosteron-framleiðslu í nýrnahettum. Aukin aldosteron-framleiðsla leiðir því næst til natrium- GLOMERULUS söfnunar og aukins vökvamagns í slagæðakerfinu. Við það hækkar blóðþrýstingur en renin-framleiðsla minnkar fyrir áhrif gagnvirkra áhrifa aldosterons á juxta glomerular frumurnar. Þessi gagnvirku áhrif fást vegna aukins blóðþrýstings í afferent arteiólum (mynd I). Eftir að Goldblatt og samverkamenn hans gerðu hina frægu tilraun á hundum, að framkalla háþrýst- ing með bilateral þrengingu á slagæðum nýrna (1934), beindist hugur manna mjög að nýrunum sem orsök háþrýstings. Nú er vitað að myndun há- þrýstings í slíkum tilfellum, t. d. við meðfædd eða áunnin þrengsli í slagæðum nýrna hjá fólki með háþrýsting á sér stað vegna aukinnar framleiðslu á renin. Þessi áhrif renins á blóðþrýstinginn stafa af örvun á angiotensin II myndun. Eins og áður hefur verið minnst á, þá eru sjúk- lingar með essential hypertension með misjafnlega mikla renin virkni í blóði og hafa verið flokkaðir samkvæmt því. Þeir sem hafa mikla renin virkni ein- kennast einnig af aukinni sympatikus virkni. Er fyrst og fremst um að ræða einstaklinga í yngri ald- ursflokkum. Hópurinn sem hefur lágt renin er hins vegar fyrst og fremst í efri aldursflokkum. Á síðustu árum hafa menn fundið upp efni til þess að koma í veg fyrir myndun angiotensin II í lungum, svokallað converting enzyme inhibitor LÆKNANEMINN 7

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.