Læknaneminn - 01.11.1978, Page 11
Blóðþrýstimœlingar á degi
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
Ágúst Oddsson læknanemi
Fyrstu dagana í apríl 1978 stóð yfir háþrýstivika á
vegum Alþjóða Heilbrigðismálastofnunar Samein-
uðu þjóðanna (WHO). Tillag læknanema til hennar
var hlóðþrýstingsmælingar úti á meðal almennings
dagana 6. og 7. þessa mánaðar. Markmið þessara
mælinga var að vekja athygli almennings á of háum
blóðþrýstingi sem sjúkdómi, einfaldri aðferð til
blóðþrýstingsmælinga og jafnvel fá hugmynd um
tíðni þessa sjúkdóms meðal Reykvíkinga.
Fjölmiðlar studdu þetta framtak læknanema með
fréttum af mælingunum og viðtölum við fólk á mæl-
ingarstöðunum. Einnig var útbúið sérstakt vegg-
sjald sem talaði sínu máli og var það hengt upp á
áberandi stöðum þar sem mælingarnar fóru fram.
Aðsókn var líka góð eða um fjögur þúsund þátttak-
endur samtals á tveim dögum.
Framkvœmd
Mælingarnar voru framkvæmdar í þremur stór-
verslunum hér í borg og í einni sendiferðabifreið
staðsettri á Lækjartorgi. Þeir sem framkvæmdu mæl-
ingarnar voru læknanemar og gerðu þeir það í sjálf-
boðavinnu. Stjórn Félags læknanema sá um skipu-
lag mælinganna með aðstoð og leiðbeiningum frá
nokkrum læknum Landspítalans.
Fólkið sem mælt var stóð venjulegast í biðröð í
5-10 mín. og var síðan mælt sitjandi einu sinni með
blöðrubandið á hægri upphandlegg. Mælt var með
venjulegum kvikasilfursmælum. Mælingarnar voru
ókeypis og allir mældir sem þess óskuðu.
Mælingastaðirnir voru staðsettir í anddyri versl-
ananna þar sem umferð fólks var mest. Við bílinn
þurfti fólkið að bíða í 10-15 mín. úti í kulda og
næðingi. Þegar biðinni lauk þurfti viðkomandi að
klifra upp í bílinn (engin trappa var) og losa sig
við hlífðarföt við erfiðar aðstæður, enda veittist
mörgu öldruðu fólki þetta erfitt. Enginn tími var
fyrir viðkomandi að hvíla sig áður en mæling hófst.
Að mælingu lokinni var merkt við aldursflokk,
kyn og hvort viðkomandi væri fyrir ofan eða neðan
þau mörk sem sett voru (samkv. 1. töflu).
1. TAFLA
Blóðþrýstingur (konur/karlar)
Aldur NeSan marka Ofan marka
0-40 < 140/90 145/95
41-60 < 145/95 ^ 150/100
> 60 < 155/95 Ss160/100
I. tafla sýnir þau blóðþrýstingsgildi sem flokkað
var eftir.
Skipti þá ekki máli hvort annað eða bæði gildin
(þ. e. systola og diastola) væru fyrir ofan mörkin til
að einstaklingurinn teldist með of háan blóðþrýst-
ing. Var síðan fundin út með einföldum hlutfalls-
reikningi sú hundraðstala þátttakenda sem voru of-
an marka innan bvers flokks.
Niðurstiiifur
Alls voru mældir 3932 einstaklingar og af þeim
voru 1242 ofan settra marka eða 31,6%. Á 2. töflu
sést að alls voru 2045 konur mældar og voru 587
eða 28,7% ofan settra marka. 1887 karlar voru
mældir og voru 653 eða 34,6% þeirra ofan settra
marka.
Ef athuguð er 1. mynd sést dreifingin eftir kyni
og aldri. Munur milli kynja er mestur í aldurshópn-
um undir fertugu en þar eru karlmenn áberandi
fleiri ofan marka en konur. Þessi mismunur jafnast
nokkuð út á bilinu 41-60 ára en í aldurshópnum
eldri en 60 ára eru konur heldur fleiri ofan marka.
LÆKNANEMINN
9