Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 12

Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 12
2. TAFLA Heildartölur og niðurstöður mœlinganna KONUR KARLAR Aldur Fjöldi Ofan marka Neðan marka % ojan marka Aldur Fjöldi Ojan marka Neðan marka % ojan marka 0-40 1030 148 865 14,6 0-40 944 250 694 26,5 41-60 730 274 456 37,5 41-60 629 237 392 37,7 >60 302 165 137 54,6 > 60 314 166 148 52,9 ofan marka % ofan marka 1. mynd er súlurit sem sýnir dreijingu þátttakenda, sem mœldust ofan marka, ejtir kyni og aldri. Vmrasða Athyglisvert er að niðurstöður okkar mælinga eru svipaðar þeim, sem Danir fengu þegar þeir gerðu blóðþrýstingsmælingar við álíka aðstæður 1975. Mælingar þeirra stóðu yfir í eina viku og mældu þeir alls 30.000 einstaklinga í Kaupmannaliöfn og sex öðrum þéttbýliskjörnum. Hér voru um 4000 ein- staklingar mældir í 100 þús. manna þéttbýliskjarna eða um 4% íbúanna. Erfitt er að meta gildi niðurstaðna. Ýmis atriði gætu hafa haft áhrif á þær. Það sem fyrst er ástæða til að staldra við er hverjir framkvæmdu mæling- arnar og við hvaða skilyrði. Sumir læ'knanemanna, sem önnuðust mælingarnar, höfðu litla þjálfun í blóðþrýstingsmælingum. I verslununum var tölu- verður hávaði sem olli því að erfitt var að heyra neðri mörkin (diastolic) með vissu. Bið fólksins eft- ir mælingu við misjöfn skilyrði, eins og var við bif- reiðina, gætu hafa haft áhrif á blóðþrýsting þess. Tölur úr sendiferðabifreiðinni hafa nokkra sér- stöðu hvað varðar fjölda einstaklinga ofan settra marka. Þar voru um 50 af hundraði ofan þeirra en 20 til 30 af hundraði í verslununum. Gefur það vís- bendingu um að aðstæður hafi haft áhrif á mæling- arnar. Það væri verðugt verkefni að gera aðra könnun og nokkuð ýtarlegri. Hafa þá fleiri aldursflokka og skrá blóðþrýstingsgildi hvers og eins en ekki aðeins hvort viðkomandi sé ofan eða neðan ákveðinna marka. Einnig mætti afhenda hverjum þátttakanda spjald með árituðu tölugildi mælingarinnar og við- komandi hefði það síðan með sér til heimilislæknis síns sem endurtæki mælinguna. Þessum spjöldum væri síðan safnað saman og út frá þeim reynt að dæma um gildi mælinga, sem framkvæmdar eru við jrau skilyrði sem lýst er áður. Fleiri þætti væri vafa- laust hægt að kanna. Framh. á bls. 55. 10 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.