Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 16

Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 16
autt. Legionnaires sjúkdómurinn hefur einnig valdiö faröldrum í Ohio, Tennessee svo og stórum faraldri í Vermont 1977.12 Og nú þegar þetta er skrifað hafa fundist nokkrir tugir tilfella í New York borg. Utan Bandaríkjanna hefur enn sem komið er ekki fundist merki um stóra faraldra, en nokkur tilfelli komu upp á svipuðum tíma í Benidorm á Spáni13,14 og þá virtust sjúklingarnir einnig tengjast ákveðnu hóteli. Þegar athuguð er tíðni sjúkdómsins utan Bandaríkjanna ber Jíess að gæta, að það er einungis mjög nýlega, að tök voru á að gera blóðvatnspróf gegn Legionnaires sjúkdómi annars staðar en í Bandaríkjunum og kann að vera að ekki séu öll kurl til grafar komin varðandi tíðni hans í Evrópu og annars staðar. Einstök tilfelli af sjúkdómnum hafa komið upp í flestum ríkjum Bandaríkjanna,2’15,16 Bretlandi,17 Svíþjóð, Skotlandi og sjálfsagt fleiri löndum, og eru augu manna smám saman að opnast fyrir því, að hér er líklega á ferðinni útbreiddara vandamál en talið var í fyrstu. Giskað hefur verið á fjölda sjúklinga með Legionnaires sjúkdóm í Banda- ríkjunum og sérfræðingar CDC í Atlanta telja lík- legt, að 5000 tilfelli komi árlega þar í landi og lang- flest af þeim einstök en ekki í faröldrum. Legionntiires bahterían Utlit bakteríunnar, bæði úr æti og eins úr sýkt- um vefjum, er svipað, jrað er að segja staflaga, 1-4 micron að lengd. Við gramlitun er bakterían gram neikvæð, en tekur illa gramlitun. Hægt er að rækta hana beint á föstu æti, Mueller-Hinton, þar sem bætt er við 1% hemoglobini og 1% isovitalex.2 Sýrustig þarf að vera 6,8 og best ræktast hún við 5% CO^ og 35° hita. Ekki hefur tekist að flokka Legion- naires bakteríuna í ákveðinn flokk og virðist hún standa ein, að minnsta kosti enn sem komið er. Strax og Legionnaires bakterían ræktaðist voru gerð næmispróf gegn ýmsum sýklalyfjum. Áttu menn von á, að bakterían væri ónæm fyrir slíkum lyfjum, þar sem reynsla allra, sem annast höfðu sjúklinga með sjúkdóminn var sú, að flest sýklalyf með einum eða tveimur undantekningum, virtust lítil áhrif hafa á sjúkdómsgang.1 Næmisprófun sýndi hins vegar, að bakterían var vel næm fyrir flestum sýklalyfjum, þar á meðal penicillini, gentamicini, chloramphenicoli, erythromycini, tetracyclini og fleirum.18 Af þessum lyfjum hafa aðeins erythro- mycin og ef til vill tetracyclin haft einhvern lækn- ingakraft og virðist því vera hróplegt misræmi milli in vitro og in vivo áhrifa sýklalyfjanna. Enginn kann góða skýringu á þessu fyrirbrigði, en vera má að hennar sé að leita í því, að flest sýkla- lyf hafa lítil áhrif inni í frumum, en þar er ef til vill höfuðvígi Legionnaires bakteríunnar. Undan- tekningar frá þessari reglu eru meðal annars erythro mycin og tetracyclin, sem hafa þá sérstöðu að kom- ast inn í frumur og geta náð til bakteríunnar þar. Flestum virðist bera saman um, að kvikni grunur um Legionnaires sjúkdóm er sjálfsagt að beita erythromycin meðferð og er greinilegt, að með slíkri meðferð má lækka dánartölu verulega.5 Samanteht Gerð hefur verið nokkur grein fyrir Legionnaires sjúkdómi og þeirri bakteríu sem honum veldur og lýst nokkrum faröldrum, sem sannanlega hafa staf- að af Legionnaires sjúkdómi. Sjúkdómuinn hefur ekki borist til íslands svo vitað sé, en skorað er á lækna að sjái þeir sjúklinga, eða viti um, sem hafa eða hafa haft sjúkdómsmynd, sem svipar til Legion- naires sjúkdóms, að gera ráðstafanir til að sanna eða afsanna greininguna með því að senda serum í blóðvatnspróf gegn Legionnaires sjúkdómi. Eru tök á að gera þetta bæði í Skotlandi og Bandaríkjunum og innan tíðar á fleiri stöðum. Engu skal spáð um hvort Legionnaires sjúkdómur finnist á íslandi, en benda má á reynslu Bandaríkjamanna um hversu útbreiddur sjúkdómur getur verið, án þess að nokk- urn gruni að þar sé um sérstakan sjúkdóm að ræða. Eitt er vist, og það er að sjúkdómurinn greinist hér aldrei nema menn viti af honum og geri þær rann- sóknir, sem nauðsynlegar eru til að útiloka hann. HEIMILDIR: 1. Fraser, D. W., Tsai, T. R., Orenstein, W. et al.: Legion- naires’ Disease: Description of an epidemic. New Eng. J. Med., 297:1189-1197, 1978. 2. McDade, J. E., Shephard, C. C., Fraser, D. W. et al.: Legionnaires’ Disease: Isolation of a bacterium. New Eng. J. Med., 297:1197-1203, 1978. 3. Chen, J. R., Francisco, R. B., Miller, T. E.: Legionnaires’ Disease: Nickel levels. Science, 196:906-908, 1977. Framh. á bls. 33. 14 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.