Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Side 29

Læknaneminn - 01.11.1978, Side 29
chromosome athugana, þar sem þessar ástungur eru gerðar mjög snemma. Hallast er að því, að amnio- centesis í þessum tilvikum skuli gerð í fyrsta lagi á á 14. viku, en margir vilja bíða fram á 16. viku til þess að fá betri frumuvöxt og öruggari túlkun. Einnig er legvatnið þá meira og auðveldara að finna leið fram hjá fylgjunni, þegar hún er á fram- vegg. Astæður fyrir amniocentesis vegna chromo- some athugana eru enn nokkuð lausar í höndunum, vert er að minnast á ættlæga sjúkdóma eða fyrri fósturgalla, og margir vilja seilast allt niður í 35. aldursárið, en upp úr því verður Down’s syndrome æ tíðara. Alfa Feto Protein rannsókn má gera um leið til útiloka sjúkdóma í taugakerfinu, þó aðallega opinn hrygg. Nauðsynlegt er að staðsetja fylgju með sonar í öllum Rh immuniseruðum konum, svo komist verði hjá nýrri isoimmuniseringu, sem óneitanlega væri mikil hætta á, ef stungið væri í gegnum fylgjuna. Lecithin-Sphingomyelin próf eru einkum gerð til athugunar á lungnaþroska fósturs, ef flýta þarf fæð- ingu fyrirburðar einhverra hluta vegna. Fósturdauða á II. trimestri ætti að vera auðvelt að greina á því einu saman, að hjartsláttur er enginn, en með sonartækinu er auðvelt að staðsetja hjartað og beina hljóöbylgjunum rakleitt að því. Einnig er Dopton hjálplegur, ekki síst þegar búið er Mynd 22. Myndin af % stœrð sýnir fóstur í transumbilical plani á 3 trimestri. K: Kviðveggur fósturs. U: V. Umbili- calis. R: Retroperitoneal líffæri, m. a. hryggsúlan og stóru œðarnar. Completed weeks Mynd 23. Grafið sýnir skyndilega vaxtarseinkun, allt að því vaxtarstöðnun, sem byrjar á 34. viku. Orsökin er utero-pla- cental insufficiency (fylgjurýrnun) og þar af leiðandi dys- maturitas. að staðsetja nákvæmlega livar helst ætti að heyrast með því tæki. Tveim sólarhringum eftir fósturdauða verður höf- uðið flatt og samfallið og strýtumyndað vegna þess að intracranial þrsýtingur minnkar eða hverfur, en höfuð lifandi fóstutrs á þessu tímahili er hnöttótt eða sporöskjulaga, eins og áður segir. Helstu ástæður til sonarskoðunar á II. trimestri væru því: 1. Oljós útreikningur meðgöngutímans. 2. High risk meðganga. 3. Amniocentesis. 4. Allar blæðingar, miklar eða litlar m. t. t. fylgj ustaðsetningar. III. TRIMESTER Þroska- og vaxtarmælikvarðar: 1. Biparietal diameter (BPD). 2. Ummálsplan höfuðs. 3. Ummálsplan bols. ítarlega hefur verið rakið hversu nákvæmt þroska- mat fæst með CRL-mælingum og BPD-mælingum fyrir 20. vikuna, en BPD-mælingar eru einnig mark- tækar í velflestum tilvikum upp í 30. vikuna, þó með þeim fyrirvara, sem áður er minnst á. LÆKNANEMINN 27

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.