Læknaneminn - 01.11.1978, Page 38
Miðbókasafn í lœknisfrœði
Indriði Hallgrímsson bókavörður, læknisfræðibókasafni
St. Jósefsspítala, Landakoti
Inngangur
Sögu læknisfræðibókasafna má rekja aldir aftur í
tímann. Margir læknaskólar miðalda höfðu sín bóka-
söfn. Það er þó í rauninni ekki fyrr en eftir síðustu
heimsstyrjöldina, að auknar kröfur er farið að gera
til læknisfræðibókasafna og þróun þeirra í nútíma-
átt hefst.1
Aðalmunurinn á læknisfræðibókasafni og t. d. al-
menningsbókasafni eða alhliða háskólabókasafni
liggur í uppbyggingu safnefnis, þrengri notenda-
hóp, öðrum rýmiskröfum og tiltölulega meiri fjár-
þörf læknisfræðibókasafnsins. Á almennum bóka-
söfnum er meirihluti safnefnis bækur, en minnihluti
tímarit. Á læknisfræðibókasafni er þessu öfugt far-
ið. Þar er meirihluti safnefnis tímarit. Tímaritin
eru mikilvægasta safnefni á þessari tegund bóka-
safns þar sem þau innihalda greinar og skýrslur um
framfarir í athugunum og meðferð á sjúkdómum,
aðferðum við sjúkdómsgreiningu og skýra frá notk-
un nýrra lyfja. Á síðari árum hefur safnefni í öðru
formi en bóka og tímarita aukist mikið. Er hér átt
við það sem nefnt hefur verið á íslensku nýsigögn,
þ. e. kvikmyndir, filmuræmur, hljómbönd, mynd-
segulbönd, litskyggnur o. s. frv.
Greina má á milli nokkurra tegunda læknisfræði-
bókasafna. Helstar eru:
1. Stór miðbókasöfn á vegum hins opinbera, sem
hafa forystu í þjónustu læknisfræðibókasafna
heils lands.
2. Aðalsöfn við háskóla og háskólasjúkrahús
(Medical Center-bókasöfn, sem algeng eru t. d.
í Bandaríkjunum).
3. Sérsöfn við læknadeildir eða læknaskóla, tann-
læknadeildir, hjúkrunarskóla og aðrar skyldar
námsstofnanir.
4. Læknisfræðibókasöfn við sjúkrahús og aðrar
heilsugæslustofnanir.
5. Læknisfræðibókasöfn á vegum ýmissa stofnana
og einkaaðila, t. d. lyfjaframleiðenda, útgef-
enda á sviði læknisfræðibókmennta o. fl.
6. Bókasöfn á vegum læknafélaga.2 3 4
Þróun þessara mála erlendis hefur öll verið í þá
átt, að stefnt hefur verið að meiri og nánari sam-
vinnu safna á milli. Byggð hafa verið upp kerfi eða
net læknisfræðibókasafna. Toppurinn á þessu kerfi
er þá venjulega stórt miðbókasafn, sem hefur for-
ystuhlutverk í málefnum allra læknisfræðibókasafna
tiltekins lands og er minni söfnunum til ráðuneytis.
Þekktast slíkra miðbókasafna er vafalaust Na-
tional Library of Medicine (stofnað á f. hl. 19. ald-
ar) í Bandaríkjunum. Þetta safn hefur haft forystu
um uppbyggingu á kerfi læknisfræðibókasafna er
nær um öll Bandaríkin. Það, ásamt 11 svæðasöfn-
um (regional libraries) í greininni, þjónar minni
söfnunum og útvegar þeim efni til láns og miðlar
þeim upplýsingum, sem að miklu leyti eru tölvuunn-
ar. A. m .k. einn þáttur í starfsemi þessa safns hefur
fyrir löngu öðlast alþjóðlegt gildi, en það er gerð
stærsta efnislykils á sviði læknisfræðibókmennta
(Index Medicus). Index Medicus skráir efni í 2400
tímaritum í læknisfræði. Frá 1971 hefur einnig ver-
ið unnt að nálgast þennan upplýsingaforða beint frá
tölvumiðstöð (MEDLINS-kerfið).
MEDLINE-stöðvar eru nú staðsettar víðar um
heim, t. d. í Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi og
Þýskalandi. Margháttuð önnur gagnaúrvinnsla og
upplýsingaþjónusta á sviði læknisfræðibókmennta
fer einnig fram í National Library of Medicine, en
of langt mál yrði að fara út í það hér.3,4
t Bretlandi hefur komist á náin samvinna á
milli læknisfræðibókasafna.5 Þar eru Britisli Li-
brary, Lending Division og British Library, Refe-
rence Division með Science Rejerence Library aðal-
söfnin.
34
LÆKNANEMINN