Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 38
Miðbókasafn í lœknisfrœði Indriði Hallgrímsson bókavörður, læknisfræðibókasafni St. Jósefsspítala, Landakoti Inngangur Sögu læknisfræðibókasafna má rekja aldir aftur í tímann. Margir læknaskólar miðalda höfðu sín bóka- söfn. Það er þó í rauninni ekki fyrr en eftir síðustu heimsstyrjöldina, að auknar kröfur er farið að gera til læknisfræðibókasafna og þróun þeirra í nútíma- átt hefst.1 Aðalmunurinn á læknisfræðibókasafni og t. d. al- menningsbókasafni eða alhliða háskólabókasafni liggur í uppbyggingu safnefnis, þrengri notenda- hóp, öðrum rýmiskröfum og tiltölulega meiri fjár- þörf læknisfræðibókasafnsins. Á almennum bóka- söfnum er meirihluti safnefnis bækur, en minnihluti tímarit. Á læknisfræðibókasafni er þessu öfugt far- ið. Þar er meirihluti safnefnis tímarit. Tímaritin eru mikilvægasta safnefni á þessari tegund bóka- safns þar sem þau innihalda greinar og skýrslur um framfarir í athugunum og meðferð á sjúkdómum, aðferðum við sjúkdómsgreiningu og skýra frá notk- un nýrra lyfja. Á síðari árum hefur safnefni í öðru formi en bóka og tímarita aukist mikið. Er hér átt við það sem nefnt hefur verið á íslensku nýsigögn, þ. e. kvikmyndir, filmuræmur, hljómbönd, mynd- segulbönd, litskyggnur o. s. frv. Greina má á milli nokkurra tegunda læknisfræði- bókasafna. Helstar eru: 1. Stór miðbókasöfn á vegum hins opinbera, sem hafa forystu í þjónustu læknisfræðibókasafna heils lands. 2. Aðalsöfn við háskóla og háskólasjúkrahús (Medical Center-bókasöfn, sem algeng eru t. d. í Bandaríkjunum). 3. Sérsöfn við læknadeildir eða læknaskóla, tann- læknadeildir, hjúkrunarskóla og aðrar skyldar námsstofnanir. 4. Læknisfræðibókasöfn við sjúkrahús og aðrar heilsugæslustofnanir. 5. Læknisfræðibókasöfn á vegum ýmissa stofnana og einkaaðila, t. d. lyfjaframleiðenda, útgef- enda á sviði læknisfræðibókmennta o. fl. 6. Bókasöfn á vegum læknafélaga.2 3 4 Þróun þessara mála erlendis hefur öll verið í þá átt, að stefnt hefur verið að meiri og nánari sam- vinnu safna á milli. Byggð hafa verið upp kerfi eða net læknisfræðibókasafna. Toppurinn á þessu kerfi er þá venjulega stórt miðbókasafn, sem hefur for- ystuhlutverk í málefnum allra læknisfræðibókasafna tiltekins lands og er minni söfnunum til ráðuneytis. Þekktast slíkra miðbókasafna er vafalaust Na- tional Library of Medicine (stofnað á f. hl. 19. ald- ar) í Bandaríkjunum. Þetta safn hefur haft forystu um uppbyggingu á kerfi læknisfræðibókasafna er nær um öll Bandaríkin. Það, ásamt 11 svæðasöfn- um (regional libraries) í greininni, þjónar minni söfnunum og útvegar þeim efni til láns og miðlar þeim upplýsingum, sem að miklu leyti eru tölvuunn- ar. A. m .k. einn þáttur í starfsemi þessa safns hefur fyrir löngu öðlast alþjóðlegt gildi, en það er gerð stærsta efnislykils á sviði læknisfræðibókmennta (Index Medicus). Index Medicus skráir efni í 2400 tímaritum í læknisfræði. Frá 1971 hefur einnig ver- ið unnt að nálgast þennan upplýsingaforða beint frá tölvumiðstöð (MEDLINS-kerfið). MEDLINE-stöðvar eru nú staðsettar víðar um heim, t. d. í Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Margháttuð önnur gagnaúrvinnsla og upplýsingaþjónusta á sviði læknisfræðibókmennta fer einnig fram í National Library of Medicine, en of langt mál yrði að fara út í það hér.3,4 t Bretlandi hefur komist á náin samvinna á milli læknisfræðibókasafna.5 Þar eru Britisli Li- brary, Lending Division og British Library, Refe- rence Division með Science Rejerence Library aðal- söfnin. 34 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.