Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 39
I Vestur-Þýsklandi er samvinna milli læknisfræöi-
bókasafna einnig náin og þar var stofnað Zentral-
bibliothek fiir Medizin í Köln 1968.6 Þar í landi hef-
ur einnig verið stofnað Deutsche Institut fiir medi-
zinische Dokumentation und Information (DIMDI).
Þessi stofnun hefur haft það verkefni að skipuleggja
upplýsingakerfi (DIMDINET) á sviði læknisfræði-
bókmennta er nái um allt landið.7
Lœknisfrteðibókasöfn hérlentlis
Eins og margoft hefur verið bent á af þeim, sem
ritað hafa um málefni læknisfræðibókasafna okkar
undanfarinn áratug, er ástandið í þessum málum
vægast sagt slæmt. Aðeins örfá læknisfræðibóka-
söfn hafa verið skipulögð eða eru í skipulagningu
og eru þau öll á höfuðborgarsvæðinu utan eitt, sem
er við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þeirra
fremst standa söfnin við Borgarspítalann og Land-
spítalann, sem bæði hófu starfsemi 1967-68. Þau
veita starfsliði sinna stofnana mikilvæga þjónustu,
en bæði búa þau við alltof þröngt og óhentugt hús-
næði, sem háir starfsemi þeirra. Engu að síður eru
þau góð dæmi um það hvers lítil, en vel skipulögð
læknisfræðibókasöfn eru megnug. Þar sem þessi tvö
söfn hafa í um áratug verið nær þau einu sinnar
tegundar hér hefur ekki hjá því farið, að til þeirra
hafa leitað aðrir en starfslið þeirra stofnana er
þjónusta þeirra miðast við. Söfnin hafa leyst vanda
þeirra eftir getu, en þar sem hlutverk þeirra er ein-
göngu að þjóna sínum stofnunum og starfsliðsfjöldi
og uppbygging þeirra er við það miðuð, hlýtur
þjónusta við utanaðkomandi safngesti að verða
mjög takmörkunum háð. Þetta, ásamt öðru, er ein-
dregin ábending um þörfina á miðbókasafni.
Hutjmyntlin
um miðbóhasafn hérlentlis
Um áratugur er nú síðan að hugmyndin um mið-
bókasafn í læknisfræði kom fyrst fram hér. Nefnd
var þá skipuð á vegum Læknafélags íslands og
Læknafélags Reykjavíkur og læknanemar eignuðust
einnig fulltrúa í þessari nefnd. Samstarfsnefnd um
læknisfræðihókasöfn var síðan skipuð og Drög að
skipulagsáœtlun um miðsafn í lœknisfrœðibókmennt-
um8 voru samin. Málið komst á nokkurn rekspöl og
sýnt var, að áhugi var mikill, bæði meðal lækna og
bókavarða, fyrir því, að þetta mál næði fram að
ganga,9 en af ástæðum, sem ekki verður farið út í
hér, dagaði þetta þarfa mál uppi. Gerðist síðan ekk-
ert markvert fyrr en á síðastliðnu ári, að nefnd var
skipuð á vegum Læknafélags Islands til þess að
vinna að málinu á ný og er formaður hennar dr.
Magnús Jóhannsson dósent. Nefnd þessi hefur kom-
ið samart síðan í janúar 1978 og hefur einnig hald-
ið einn fund með bókavörðum Borgarspítala og
Landspítala.10
Hlutverk miðbókasafns
Hlutverk íslensks miðbókasafns á sviði læknis-
fræði gæti orðið eftirfarandi:
1. Að hafa forystuhlutverk um uppbyggingu kerfis
læknisfræðibókasafna er næði til allra þeirra
landsmanna sem að heilbrigðismálum vinna. Hér
leiðir af sjálfu sér, að miðbókasafnið verður
heilbrigðisstofnunum til ráðuneytis um uppbygg-
ingu sinna safna.
2. Að annast bókasafnsþjónustu við alla þá er að
heilbrigðismálum vinna, annað hvort beint eða
í gegnum önnur læknisfræðibókasöfn innan þessa
safnakerfis. Þetta gerir miðbókasafnið með því
að:
a) hafa og viðhalda samskrá um bækur og annað
efni, sem til er í öllum læknisfræðibókasöfn-
um á landinu. Þetta er nauðsynlegt til þess að
safnið geti þjónað sem miðstöð fyrir lán á
milli einstakra safna. 011 önnur söfn innan
kerfisins sendu lánsbeiðnir sínar til miðbóka-
safnsins þar sem á augabragði væri hægt að
sjá, hvort umbeðið rit væri til hérlendis og þá
í hvaða safni. Þegar á þyrfti að halda yrði
lánsbeiðnin send til erlends safns.
b) gefa út sérstaka skrá yfir allt sem gefið er út
á sviði læknisfræði og skyldra greina á Is-
landi. Hér í mundi felast að viðhalda þeim
efnislyklum íslenskra tímarita í læknisfræði
og skyldum greinum, sem þegar hafa verið
gefnir út. Mætti hugsa sér, að miðbókasafnið
gæfi út einn efnislykil, eins konar íslenskan
Index Medicum, sem skráði allt efni sem hér
birtist á sviði læknisfræði og skyldra greina.
I.ÆKNANEMINN
35