Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 40
c) afla allra nauðsynlegra erlendra efnislykla, sem minni söfnin hefðu ekki tök á að afla sér kostnaðar vegna. Með þessum efnislyklum og aðgangi að tölvumiðstöð erlendis getur mið- bókasafnið annast allar meiriháttar heimilda- leitir fyrir þau og fyrir þá einstaklinga sem koma beint til miðbókasafnsins í heimildaleit. d) hafa tengsl við erlend miðbókasöfn og upp- lýsingamiðstöðvar á sviði læknisfræði og sjá um að fá þaðan efni lánað og ljósrit af tíma- ritsgreinum keypt. Eftir að jarðstöð fyrir fjarskiptasamband um gervihnött kemst í gagnið hér eftir rúmt ár, opnast möguleiki á beinu sambandi við upplýsingamiðstöð erlend- is, t. d. við MEDLINE-tölvumiðstöðina við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Þá væri hægt að senda beiðnir um heimildaleitir beint til þessarar tölvumiðstöðvar gegnum útstöð (terminal) sem væri í miðbókasafninu hér. Þannig væri á örfáum mínútum hægt að fá í hendur frá útstöðinni útskrift með tilvitnun- um í greinar, sem fjalla um það efni, er upp- lýsinga var leitað um. Slík fjarskipti gegnum gervihnetti eru orðin algeng erlendis og nú- tímatækni hefur gert þau mjög áreiðan- leg.ii.t2 3. Miðbókasafnið gæti séð um að kaupa inn og skrá efni fyrir þau söfn er þess óskuðu. 4. Vel kæmi til greina, að miðbókasafnið hefði geymslusafn fyrir tvítök rita og eldri tímaritaár- ganga. Skráð og aðgengilegt safn af þessu tagi mundi auðvelda mjög ritaskipti safna í milli. Nú kynni einhver að spyrja, hvort stórt safn á borð við miðbókasafn í læknisfræði, er þjónaði allri okkar heilbrigðisstétt, yrði hagkvæmt og kæmi að gagni, eða hvort það yrði aðeins enn einn fjár- hagsbagginn á ríkinu. Víst er það satt, að allmikið fé kostar að koma slíku safni upp og reka það, en það er skoðun undirritaðs, að ennþá dýrara verði fyrir okkur að vera án slíks safns og náinnar sam- vinnu allra safna á þessu sviði. Þetta má styðja eft- irfarandi rökum: 1. Aðurnefnd samskrá yfir efni allra okkar læknis- fræðibókasafna mun stuðla að skynsamlegri og skipulegri innkaupum á efni til safnanna og ætti t. d. að koma í veg fyrir, að rándýrar bækur, tímarit eða annað efni verði keypt til fleiri safna en nauðsyn er á. 2. Samskráin mun og stuðla að betri nýtingu á hin- um sameiginlega safnakosti þar sem hún mun auðvelda mjög framkvæmd millisafnalána og hafa í för með sér beinan sparnað fyrir söfnin. Nú þurfa bókaverðir að giska á hvar líklegast muni að finna efni er söfn þeirra þurfa að fá lánað og kostar þetta oft margar hringingar, fyrirspurnir, fé og tíma, sem annars mundi að miklu leyti sparast. 3. Innkaup, flokkun og skráning á efni fyrir önnur söfn verður þeim til hagræðis, ef ekki sparnaðar, auk þess sem þá mundi skapast æskilegt samræmi í uppsetningu efnis safna í milli. Auðvitað þyrfti að kveða á um hlutverk og verk- svið miðbókasafnsins í lögum og reglugerð. Þess má geta, að í Bandaríkjunum hefur löggjöf um að- stoð við læknisfræðibókasöfn {The Medical Library Assistance Act. 1965) orðið þróun þeirra mjög mik- ilvæg lyftistöng, en lög þessi kveða m. a. á um fjár- hagsaðstoð í formi styrkja til læknisfræðibóka- safna.3 3 Læknmleiltl HÍ og tniðbóhasafn Það hefur verið skoðun þeirra, er fjallað hafa um miðsafnshugmyndina áður, að safn af þessu tagi skuli staðsett miðsvæðis, þ. e. í nágrenni HÍ og Landspítalans, og jafnvel að miðbókasafn og bóka- safn fyrir læknadeild verði eitt og sama safn- ið. ii.in Þennan síðasttalda möguleika ber að at- huga vandlega, en nú eru einmitt að hefjast fram- kvæmdir við fyrsta áfanga nýbyggingar fyrir Lækna- deild sunnan Landspítalans, og ætti að athuga, hvort ekki verður mögulegt að koma þar fyrir miðbóka- safni/læknadeildarsafni undir einu þaki. Ef af yrði, mundi þó slíkt safn varla komast í gagnið í náinni framtíð nema óvenjulega skörulega yrði að málum staðið, en miðbókasafni verður að koma upp eins fljótt og mögulegt, í leiguhúsnæði fyrst, ef ekki vill betra til. Hversu nátengd sem miðbókasafn og læknadeildarsafn annars verða í framtíðinni, þá er Ijóst, að bæði kennarar og stúdentar læknadeildar og skyldra deilda og námsbrauta (tannlæknadeild, 36 LÆKNAN E M INN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.