Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 41
hjúkrunarfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, sálar-
fræði, félagsráðgjöf o. s. frv.) munu hafa mikil not
af miðbókasafninu.
Ljóst er, að bókasafnsþjónusta við læknadeild og
skyldar deildir og námsbrautir er nú allsendis ófull-
nægjandi. Áður hefur komið fram óánægja bæði
kennara og stúdenta með hinn læknisfræðilega hluta
Háskólabókasafns.1 c. 17, t 8
Svo vill til, að í 1. tbl. 1. árg. Lœknanemans (hét
þá Lœknisneminn) 1940 birtist eftirfarandi klausa:
„Vegna húsnæðisleysis eru bækur og tíraarit deildarinn-
ar geymd á fleiri en einum stað, og því oft erfitt að átta sig
á hvað til er að slíku. Háskólinn á talsvert til af þeim þótt
mikið vanti. 1'ímaritin flytja nýjungar, en eru jafnframt sí-
gild heimiid þegar studera þarf eitthvert vifffangsefni ýtar-
lega. Þótt að stúdentar hafi nóg að starfa við lestur náms-
bókanna, ættu þeir samt að verja nokkrum tíma til lesturs
þeirra hæði í menntunar skyni og til dægradvalar. Þeir sem
ætla sér að verða læknar, verða að kunna að studera, og
verða að studera, og hetra er að byrja sem fyrst á því. Þeg-
ar menn lesa heinia hjá sér, sjá þeir oft vitnað til ýmissa
tímarita, og er ])á mjög þægilegt að geta strax séð hvort þau
muni vera til hér á söfnunum. Einnig getur komið sér vel að
vita hvað til er á söfnunum, þegar menn eru að velja sér til
kaups eða áskriftar einhver tímarit, svo að það verði ekki
alveg út í bláinn.“19
Þessi klausa birtist sem formáli fyrir lista yfir
tímarit í læknisfræði, sem þá voru til á Landsbóka-
safninu og var þetta upphaf á eins konar samskrá
yfir tímarit, sem læknanemar höfðu þá aðgang að,
en ekki varð framhald á þessari skrá þar sem hlé
varð á útgáfu blaðsins til 1946. Það er fyrst nú, 38
árum síðar, að samskrá yfir erlend tímarit í eigu ís-
lenskra bókasafna hefur verið gefin út, og er þar
ba?tt úr mjög brýnni þörf.20
Auk þess sem ýjað er að slæmu ástandi í bóka-
safnsmálum læknadeildar í byrjun klausunnar hér
að ofan, er þar af framsýni hvatt til þess, að stúd-
entar lesi út fyrir sitt námsefni. I rauninni hefur
þróunin stefnt meir og meir í þá átt erlendis hin síð-
ari ár, að stúdentar hafa orðið að lesa fleira en að-
eins textabækur og tímaglósur. A. m. k. í Banda-
ríkjunum, þar sem undirritaður þekkir nokkuð til,
hefur ein meginorsökin fyrir miklum vexti bóka-
safna við læknadeildir og læknaskóla verið auknar
þarfir um meira og fjölbreyttara safnefni vegna
nýrra kennsluaðferða og aukinna rannsókna.21 Þar
í landi hefur verið tilhneiging til meira sjálfstæðs
náms í læknisfræði og safnefni í öðru formi en bóka
og tímarita hefur rutt sér til rúms. Þar má t. d.
nefna sjónvarp með myndsegulbandi, filmuræmur,
kvikmyndir, hljómbönd, o. s. frv. Það nýjasta í þess-
um efnum eru tæki til forskriftarnáms („programm-
ed learning machines“) og náms- og kennsluaðstoð
með hjálp tölvu („Computer Assisted Instruction
(CAI)“), sem þegar hefur haldið innreið sína í
bókasöfn við bandaríska læknaskóla og læknadeild-
ir. Þeir, sem um þessa nýju námstækni og tæki hafa
fjallað, eru sammála um, að besti staðurinn fyrir
notkun þeirra og staðsetningu sé einmitt læknis-
fræðibókasafnið í viðkomandi stofnun.22-23
Segja má, að læknadeildarbókasafn skrái og geri
aðgengilega þá þekkingu, sem kennsla í greininni og
lækningar eru grundvallaðar á. Mikilvægi safnsins
eykst um leið og þessi þekkingarforði eykst. Nú, á
límum örrar þróunar og stóraukins upplýsingaflæð-
is þar sem m. a. þekking sú, sem er undirstaða
kennslu í læknisfræði, úreldist á skömmum tíma, er
það bráðnauðsynlegt, að kennarinn hafi aðgang að
góðu deildarsafni og kunni að notfæra sér það.
Fyrir læknastúdentinn þjónar deildarsafnið eins
og nokkurs konar rannsóknastofa þar sem hann get-
ur ekki aðeins lært að fylgjast með nýjum upplýs-
ingum og nýrri þekkingu, er fram koma í læknis-
fræði, heldur getur hann einnig lært að kanna eldri
þekkingu, sem nýrri uppgötvanir eru grundvallaðar
á. Deildarsafnið er bráðnauðsynlegt til þess að
styðja við og auka námið, en eitt það mikilvægasta,
sem það gerir fyrir læknastúdentinn, er að gera
honum fært að nema sjálfstætt.24
Hér við læknadeild HÍ virðist þess lítt hafa gætt,
að stúdentar hafi þurft að nota bókasöfn í sam-
bandi við sitt nám eða verið hvattir til þess. A. m. k.
er ekki að sjá af þeim umsögnum er stúdentar hafa
ritað um kennslu lærifeðra sinna í deildinni (sjá t. d.
Læknanemann, 3. tbh, 1977), að bókasafnsnotkun
sé nauðsynleg til þess að geta stundað námið sóma-
samlega. Hið sama staðfesta samtöl undirritaðs við
læknanema og nýlega útskrifaða lækna úr deildinni.
Það má auðvitað segja, að lítið þýði fyrir kennara
að fara fram á það við stúdenta, að þeir noti deild-
arsafn, sem varla er til. Þó mun eitthvað um, að
einstakir kennarar, sem jafnframt vinna á Borgar-
læknaneminn
37