Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 48

Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 48
TAFLA III HundraSshluti þeirra, sem reyndust hafa litla eða ónóga neyslu C-vítamíns í könnun sem gerð var í Hollandi og Sviss,19 Nœringarþáttur fíörn og unglingar 3-21 árs Lítil Onóg Fullorðnir 28-54 ára Lítil Onóg Aldraðir 57-89 ára Lítil Onóg Hitaeiningar .. 41 1 10 2 4 0 Protein 0 0 3 0 39 0 C-vítamín 14 3 18 18 29 64 verið athugað. Sú tilgáta þykir nokkuð sennileg, að lækkuð tíðni magakrabbameins víðast hvar i heim- inum, stafi m. a. af aukinni neyslu C-vítamíns. Er talið að ascorbat varni því að nitröt og nítrít um- myndist í nitrosamín í maganum. C-vítamín virðist hafa áhrif á styrk cAMP í líkam- anum. Lewin sýndi að cAMP og cGMP magn í plasma hækkar við aukningu á ascorbati í líkaman- um. Frekari athugun leiddi í Ijós að ascorbat inhib- erar fosfodiesterasa, og næst 25% inhibering í 10*4 M ascorbat lausn (samsv. 2 mg/100 ml). Hefur as- corbat og reynst vel sem skammtíma- og langtímalyf gegn angina í sjúklingum að sögn Lewin.3 Þeirri tilgátu hefur verið varpað fram, að það séu anti- histamin áhrif ascorbats, sem komi kvefsjúklingum til góða, fremur en áhrif þess sem sýkingarvörn. Kaunveruletf neysla C-vítaniíns Á íslandi hefur neysla C-vítamíns ekki verið könnuð sérstaklega. Tvær almennar neyslukannanir hafa hins vegar verið gerðar. Þá fyrri framkvæmdi prófessor Júlíus Sigurjónsson 1940, en hann sat þá í manneldisráði. Hin síðari var gerð á vegum Hag- stofu Islands árið 1965 og niðurstöður hennar hef- ur Jón Ottar Ragnarsson18 notað til að reikna út m. a. C-vítamín innihald fæðunnar. Reyndist dags- neysla C-vítamíns vera 66 mg, sem er ríflega ráð- lagður dagskammtur. Við samanburð á fæðu lands- manna 1940 og 1965 er Ijóst að neysla ávaxta jókst mikið, aðallega á kostnað kornmetis. Má ætla að ávaxtaneyslan hafi enn aukist töluvert frá 1965, samhliða því sem neysla C-vítamíns í töfluformi hef- ur aukist, einkum hin síðari ár. Hins vegar er með öllu óljóst hversu almenn þessi aukna C-vítamín- neysla er. Til skamms tíma hafa menn álitið að næringar- ástand íbúa hinna iðnvæddu ríkja væri gott eða all- gott. Var þetta álit byggt á samanburði á heildar fæðuneyslu íbúanna og ráðlögðum dagsskömmtum. Hin síðari ár hafa verið gerðar nákvæmar líkams- mælingar til að meta tíðni dulins skorts ýmissa fæðuþátta. f athugun sem var gerð nýlega í Hol- landi og Sviss10 kom í ljós að stór hluti fullorðins fólks neytti m. a. of lítils C-vítamíns, samanber töflu III. Ef næringarástand þeirra, sem tóku þátt í könn- uninni er sambærilegt við það sem ríkir hér á landi og í nágrannalöndum okkar, er ljóst að verulegt átak þyrfti til að breyta neysluvenjum þannig að C-vítamín neyslan yrði um eða yfir 200 mg á dag. Stuðningsmenn aukinnar C-vitamín neyslu eiga því langt í land, jafnvel þótt þeim takist innan tíðar að sannfæra heilbrigðisstéttir um nauðsyn þess að auka neyslu C-vítamíns. Niðurlay Hér hefur stuttlega verið drepið á helstu atriði, sem verið hafa til umræðu í sambandi við C-vítamín á undanförnum árum. Á íslandi hrjáir kvef og fylgi- kvillar þess fólk meir en víða annars staðar. Er því full ástæða til að fylgjast vel með rannsóknum á áhrifum C-vítamíns í líkamanum, ef úr því fengist skorið, hvort C-vítamín sé jafnmikilvægt til að halda góðri heilsu og sumir vilja vera láta. Hins vegar er vafasamt að svo komnu máli að hvetja fólk almennt til að gleypa C-vítamín í grammavís, þótt hvatning til daglegrar neyslu C-vítamínauðugrar fæðu sé vissulega æskileg. HEIMILDIR: 1 Pauling, L. (1976): „Vitamin C the Common Cold and the Flu“, W. II. Freeman & Co., San-Francisco. 2 Stone, I. (1972): Tlte healing factor. í „Vitamin C against Disease", Crosset and Dunlap, New York. 3 Lewin, S. (1976): Vitamin C: Its Molecular Biology and Medical Potential, Academic Press Inc. (London) Ltd. 4 Food and Nutrition Board, U.S. National Research Coun- cil-National Academy of Sciences (1974) Recommended Framh. á bls. 61. 44, LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.