Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 48
TAFLA III
HundraSshluti þeirra, sem reyndust hafa litla eða
ónóga neyslu C-vítamíns í könnun sem gerð var í
Hollandi og Sviss,19
Nœringarþáttur fíörn og unglingar 3-21 árs Lítil Onóg Fullorðnir 28-54 ára Lítil Onóg Aldraðir 57-89 ára Lítil Onóg
Hitaeiningar .. 41 1 10 2 4 0
Protein 0 0 3 0 39 0
C-vítamín 14 3 18 18 29 64
verið athugað. Sú tilgáta þykir nokkuð sennileg, að
lækkuð tíðni magakrabbameins víðast hvar i heim-
inum, stafi m. a. af aukinni neyslu C-vítamíns. Er
talið að ascorbat varni því að nitröt og nítrít um-
myndist í nitrosamín í maganum.
C-vítamín virðist hafa áhrif á styrk cAMP í líkam-
anum. Lewin sýndi að cAMP og cGMP magn í
plasma hækkar við aukningu á ascorbati í líkaman-
um. Frekari athugun leiddi í Ijós að ascorbat inhib-
erar fosfodiesterasa, og næst 25% inhibering í 10*4
M ascorbat lausn (samsv. 2 mg/100 ml). Hefur as-
corbat og reynst vel sem skammtíma- og langtímalyf
gegn angina í sjúklingum að sögn Lewin.3 Þeirri
tilgátu hefur verið varpað fram, að það séu anti-
histamin áhrif ascorbats, sem komi kvefsjúklingum
til góða, fremur en áhrif þess sem sýkingarvörn.
Kaunveruletf neysla C-vítaniíns
Á íslandi hefur neysla C-vítamíns ekki verið
könnuð sérstaklega. Tvær almennar neyslukannanir
hafa hins vegar verið gerðar. Þá fyrri framkvæmdi
prófessor Júlíus Sigurjónsson 1940, en hann sat þá í
manneldisráði. Hin síðari var gerð á vegum Hag-
stofu Islands árið 1965 og niðurstöður hennar hef-
ur Jón Ottar Ragnarsson18 notað til að reikna út
m. a. C-vítamín innihald fæðunnar. Reyndist dags-
neysla C-vítamíns vera 66 mg, sem er ríflega ráð-
lagður dagskammtur. Við samanburð á fæðu lands-
manna 1940 og 1965 er Ijóst að neysla ávaxta jókst
mikið, aðallega á kostnað kornmetis. Má ætla að
ávaxtaneyslan hafi enn aukist töluvert frá 1965,
samhliða því sem neysla C-vítamíns í töfluformi hef-
ur aukist, einkum hin síðari ár. Hins vegar er með
öllu óljóst hversu almenn þessi aukna C-vítamín-
neysla er.
Til skamms tíma hafa menn álitið að næringar-
ástand íbúa hinna iðnvæddu ríkja væri gott eða all-
gott. Var þetta álit byggt á samanburði á heildar
fæðuneyslu íbúanna og ráðlögðum dagsskömmtum.
Hin síðari ár hafa verið gerðar nákvæmar líkams-
mælingar til að meta tíðni dulins skorts ýmissa
fæðuþátta. f athugun sem var gerð nýlega í Hol-
landi og Sviss10 kom í ljós að stór hluti fullorðins
fólks neytti m. a. of lítils C-vítamíns, samanber töflu
III. Ef næringarástand þeirra, sem tóku þátt í könn-
uninni er sambærilegt við það sem ríkir hér á landi
og í nágrannalöndum okkar, er ljóst að verulegt
átak þyrfti til að breyta neysluvenjum þannig að
C-vítamín neyslan yrði um eða yfir 200 mg á dag.
Stuðningsmenn aukinnar C-vitamín neyslu eiga því
langt í land, jafnvel þótt þeim takist innan tíðar að
sannfæra heilbrigðisstéttir um nauðsyn þess að auka
neyslu C-vítamíns.
Niðurlay
Hér hefur stuttlega verið drepið á helstu atriði,
sem verið hafa til umræðu í sambandi við C-vítamín
á undanförnum árum. Á íslandi hrjáir kvef og fylgi-
kvillar þess fólk meir en víða annars staðar. Er því
full ástæða til að fylgjast vel með rannsóknum á
áhrifum C-vítamíns í líkamanum, ef úr því fengist
skorið, hvort C-vítamín sé jafnmikilvægt til að
halda góðri heilsu og sumir vilja vera láta. Hins
vegar er vafasamt að svo komnu máli að hvetja fólk
almennt til að gleypa C-vítamín í grammavís, þótt
hvatning til daglegrar neyslu C-vítamínauðugrar
fæðu sé vissulega æskileg.
HEIMILDIR:
1 Pauling, L. (1976): „Vitamin C the Common Cold and
the Flu“, W. II. Freeman & Co., San-Francisco.
2 Stone, I. (1972): Tlte healing factor. í „Vitamin C
against Disease", Crosset and Dunlap, New York.
3 Lewin, S. (1976): Vitamin C: Its Molecular Biology and
Medical Potential, Academic Press Inc. (London) Ltd.
4 Food and Nutrition Board, U.S. National Research Coun-
cil-National Academy of Sciences (1974) Recommended
Framh. á bls. 61.
44,
LÆKNANEMINN