Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 58

Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 58
REM-svefn úr 23,2% í 16,5% heildarsvefntíma, en ekki komu nein „rebound“-áhrif fram.6 Ekki hafa komið fram „rebound“-áhrif eftir langvarandi gjöf flurazepam. Ahrij á NREM-hluta svefns. Flestir hafa fundið að flurazepam, sem og önnur benzodiazepín stytta 4. stig NREM-svefns, en þýðing þess er óljós. Einn- ig fann Kales smástyttingu á 3. stigi eftir 30 mg skammt.0 A 4. stigi er talið að menn gangi í svefni og næturþvaglát (enuresis nocturna) og pavor noc- turnus eigi sér stað. Áhrif flurazepam á þetta eru þó ekki fullljós. Á móti þessari styltingu á 4. stigi kemur lenging á 2. stigi, þannig að heildarsvefntími lengist. Þol gegn þessari 4. stigs hömlun hefur ekki sést. 4. stig lengist við eðlilegan svefn í samræmi við undanfarna vöku og sofa menn þá fastast. Þegar eðlilegur svefntími er styttur helst lengd 4. stigs þó REM-hluli styttist. Ekki eru þó merkjanleg nein áhrif á neytandanum af þessari styttingu 4. stigs af völdum flurazepam. Einn hópur7 mældi deltabylgjur á EEG, teknu alla nóttina hjá einstaklingum sem fengið höfðu 30 mg flurazepam. Þeir komust að því, að sú deltavirkni, sem tapaðist á 4. stigi, var bælt upp með hinu lengda 2. stigi, þannig að heildardeltavirkni er svip- uð, og vilja þeir meina að þetta skýri hví ekki mæl- ist huglæg áhrif þessa skerta svefntímabils. A 4. stigi, eða „slow wave sleep“, er mest aukning á serum-vaxtarhormóni og verður engin breyting á því við töku flurazepam. Samanburð'ur við 'ónnur svefnlyf. Með fáum und- antekningum hefur flurazepam reynst jafngott eða betra öðrum svefnlyfjum, sjá töflu 5. Kales og fé- lagar1 báru saman staðalskammta af kloralhydrat, glutetimid (Doriden), metakvalon (Sovelin) og se- cobarbital gegn 30 mg flurazepam í 14 samfelldar nætur. Fyrstu næturnar voru lyfin jafn áhrifarik, en eftir 2 vikur var flurazepam eina lyfið sem héll áhrifamætti sínum og hélst svo í 28 daga, en lengur hefur slíkt ekki verið kannað. Áhrif á blóðrásarkerfi og öndun. 45 mg flura- zepam voru gefin 6 einstaklingum og hafði lyfið ekki slævandi áhrif á hyperventilasjón framkallaða af C02 áreiti. Intravenös flurazepam í skömmtum allt að 1,5 mg/kg notað til að innleiða svæfingu gaf klíniskt þýðingarlitla og væga hypotensio og önd- unarsljóvgun. Þessi niðurstaða er í samræmi við árangur af diazepam og öðrum benzodiasepínum. Önnur klínisk not. Flurazepam hefur verið notað intravenös til að innleiða svæfingu. Nota þurfti til- tölulega stóra skammta eða 1-1,5 mg/kg. Líkt og með diazepam liðu 3-5 mín. þar til sjúklingur sofn- aði. tljttvcrhunir Goodman & Gilman8 telja tíðni hjáverkana eftir flurazepam um 7%. Drungi komi fyrir í um 2% til- fella, en sé algengari í eldri og vanheilum einstak- lingum og einnig geti sést svimi, alaxi og fólk sé dettið. Sjaldgæf tilfelli af yfirliði, sinnuleysi, ruglun og líka dá geti komið fyrir, jafnvel í ungum ein- staklingum. Þeir telja morgundrunga óalgengan. Sér- kennilegur taugaóstyrkur, málgleði, pirringur, kvíði, æsingur og skynvillur hafa komið fyrir. Greint hefur verið frá ýmsum öðrum þýðingarminni hjáverkun- um og ýmsar, þar á meðal útbrot, hafa sést eftir placebo. Hækkaðir serum-lransaminasar, alkaliskur fosfatasi og bilirubin hafa sést, því virðist forsjált að forðast lyfið hjá sjúklingum með intermittent porphyria. Greenhlatt og félagar1 telja morgundrunga al- gengustu hjáverkun flurazepam. Greint hefur verið frá martröðum, höfuðverk, munnþurrk og beisku Isragði. 1 heild telja þeir hjáverkanir eftir flura- zepam aðeins lítillega eða ekki meiri en eftir pla- cebo og ekki algengari en eftir lækningalega skammta annarra svefnlyfja. Hœfnistruflanir. Með því er átt við þau áhrif af lyfinu, sem kölluð hafa verið „psychomotor impair- ments“ á ensku en það eru áhrif sem valda truflun á andlegri og líkamlegri starfsemi og hægt sr að meta með hæfnisprófum. Niðurstöðum ber ekki saman um áhrif lyfsins á EEG í vöku, en breytingar hafa sést eftir 15-30 mg skammta í allt að 18 klst., en sama hefur sést eftir 5-10 mg skammta af nitra- zepam. Ymsir hópar hafa þreytt próf á mönnum eftir gjöf lyfsins til að kanna hvort breytingar verða á hæfni manna til að leysa ýmis konar þrautir. Þykir þó ekki ætíð vera hægt að bera saman þrautir fram- kvæmdar á tilraunastofum og starfsemi í daglegu 50 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.