Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 64
Frá þingi NFMU á Akureyri
Bogi Ásgeirsson og Ástríður Jóhannesdóttir læknanemar
Haldið var á Akureyri í júní sl. samnorrænt þing
um „problem oriented medical record“ á vegum
Nordisk federation for medicinsk undervisning.
Samtök þessi voru stofnuð árið 1966 í þeim til-
gangi að fjalla um kennslu læknaefna á Norður-
löndum og stuðla að auknum samskiptum og upp-
lýsingamiðlun milli norrænna læknadeilda. I samtök
þessi er kosið á tveggja ára fresti einn fulltrúi frá
hverju landi, auk tveggja fulltrúa úr Félagi nor-
rænna læknanema (Nordiska medicine studeranda).
Samhliða er einnig kosning fulltrúa í stjórn
læknanemafélagsins og á þar sæti einn fulltrúi frá
hverju landi.
Fóru þessar kosningar fram á fræðsluþinginu á
Akureyri, sem jafnframt var aðalfundur samtak-
anna.
Fulltrúi Islands í samtökin var kosinn Arinbjörn
Kolbeinsson og varamaður hans Orn Bjarnason.
Fulltrúi í stjórn Félags norrænna læknanema var
kosinn Eiríkur Þorgeirsson og varamaður hans Ást-
riður Jóhannesdóttir. Er Eiríkur jafnframt vara-
maður í stjórn samtakanna (NFMU).
PROBLEM LIST » ■ ÍmlvíI. •KMLVIO
1. 8/28171 Diarrhea 9/70/77 Ma/absorption 8/16/7[ Gluten induced
an teropathy
2. 8/28/71 Weight loss 9/70/77( See #7
3. 8/28/71 Anemia 9/7/77. Megloblasttc anemia 9/5/77 Vitamin B/2
deficiencv .9/19/77. See #7
4. 8/28/71 Hlstory of myocardial infarctlon 8/30/71^ Arteriosclerotic heart
disease
5. 8/28/71 S/P . Appendectom 1930
8. 8/28/71 S/P Left inguinai 1940
7. 2/10/72 Epiqastric pain 2/7 7/7^ Duodenal uicer Healed duodenai ulcer 4/1/72
8. 8/5/72 Chest pain 8/8/72^ Acute myocardiai infarction
9. 8/5/72 Syncope ?/8/7£ See #8
10.
11.
12.
13.
14.
TEMPORARY PROBLEM LIST (acute-umited:
Acute cystilis
EySubl. fyrir vandamálalista ásamt uppsettum vandamálum.
Þingið
Dagskrá þingsins hófst að kveldi 28. júní með
móttökuræðu formanns undirbúningsnefndar, próf.
Jóhanns Axelssonar og ræðu Gauta Arnþórssonar,
yfirlæknis á Akureyri.
Var síðan gengið til kvikmyndasýningar og nátt-
verður í boði heilbrigðismálaráðuneytisins.
Þinghaldið sjálft hófst morguninn eftir með aðal-
fundi samtakanna (NFMU) þar sem gerðir voru upp
reikningar fráfarandi stjórnar og gerð grein fyrir
starfsemi samtakanna sl. tvö ár. Þeim aðalfundi var
framhaldið 1. júlí með kosningu þeirri sem áður er
getið. Var þá jafnframt gerð grein fyrir helstu mál-
efnum, sem nýkomin stjórn hyggst beita sér fyrir.
Bar þar hæst að okkar mati sú hugmynd að auka
hlut stúdenta í stjórn samtakanna.
Á milli dagskráratriða komu stúdentar saman og
héldu fundi. Var lagt niður félag sem áður starfaði
undir nafninu Nordiska medicinar-rádet, og nýtt fé-
lag stofnað á þeim rústum með nýjum og endur-
bættum reglum.
Helstu breytingar voru þær, að innan þessa nýja
félags (Nordiska medicine studerande) hefur hvert
land jafnmörg atkvæði, í stað þess að áður fór at-
kvæðamagn hvers lands eftir fjölda læknanemafé-
laga þess. Jafnframt á nú hvert land einn fulltrúa í
stjórn félagsins (sbr. kosninguna sem áður er getið).
56
LÆKNANEMINN