Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 65
Eru áætlaðir tveir stjórnarfundir á ári, en aðalfund-
ir á tveggja ára fresti eins og áður.
POMR
Aðalmál þingsins var kynning á POMR og var
hún í fyrstu í fyrirlestraformi. Var síðan fundar-
mönnum skipt í 10 manna hópa og fóru umræður
um málið fram innan hvers hóps.
Jafnframt fékk hver hópur verkefni til úrvinnslu
og voru þau aðallega ætluð til að sýna fram á mun-
inn á hefðbundinni sjúkraskrá og POMR.
Fyrirlesarar og leiðbeinendur voru Leslie j. Sand-
Iow M. D. Chicago og Lawrence L. Weed M. D. Ver-
mont, en hann er jafnframt upphafsmaður POMR og
birtist fyrsta grein hans um það efni árið 1968.3
I. Initiál data base
Fyrsti þáttur POMR er upplýsingaforði. Þessi
þáttur er samsettur af sögu sjúklings, objektivri
skoðun og rannsóknaniðurstöðum. Samsvarar þetta
í meginatriðum hinni hefðbundnu sjúkraskrá.
Upplýsingarnar eru:
1. Sérstök vandamál sjúklings.
2. Persónuatriði (aldur, staða, kyn o. s. frv.).
II. Listi yfir vandamál (problem list)
Ut frá upplýsingaforðanum eru vandamál sjúk-
lings sundurliðuð og skilgreind. Öll fundin vanda-
mál, gömul og ný, eru sett upp í númeraröð fremst
á sjúkraskrá sjúklings.
Vandamál skulu grundvölluð á þeirri þekkingu
sem fyrir hendi er, en ekki sett upp sem ákveðin
sjúdómsgreining ef fullnægjandi upplýsingar eru
ekki fyrir hendi.
Hvert vandamál heldur sínu númeri í gegnum
skrána, jafnvel þótt tilill þess breytist er nýjar og
ýtarlegri upplýsingar koma til sem afmarka vanda-
málið frekar.2
III. Aform (plans)
Þegar vandamál hafa verið greind, gerir læknir-
inn áform um lausn hvers vandamáls um sig.
Áform fyrir hvert vandamál felur í sér:
1. Titil þess og númer.
2. Markmið, þ. e. hvaða frekari upplýsinga afla
skal, tilhögun meðferðar og uppfræðsla sjúk-
lings.
IV. Framvindunótur (progress notes)
Þær fela í sér upplýsingar sem fram koma meðan
á meðhöndlun vandamáls stendur svo og áform sem
á þeim upplýsingum byggjast.
Framvindunótur eru ávallt einkenndar með núm-
eri og titli þess vandamáls er þar eiga við.
Þeim er skipt í fjóra hluta, þ. e. svokallað SOAP-
form: S — Subjeklivar upplýsingar, þ. e. athuga-
semdir sjúklings og fjölskyldu hans varðandi vanda-
málið.
0 = Objektivar upplýsingar, þ. á m. niðurstöður
klíniskrar skoðunar, rannsókna og hjúkrunar-
skýrslna.
A = Asessment eða mat læknis á mikilvægi S og
0 þ. e. hvers vegna og hvort halda skuli áfram,
breyta eða hætta meðhöndlun.
P = Plan eða áform um meðhöndlun sbr. áform
hér að framan.
Ú tskriftarsamantelct
Stutt samantekt gerð við útskrift af sjúkrahúsi.
Hún hefst á problem-lista, en síðan er gerð grein
fyrir hverju vandamáli um sig í stuttu máli.
Er sú greinargerð sundurliðuð á eftirfarandi hátt:
Framh. á bls. 55.
LÆKNANEMINN
57