Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Side 8

Læknaneminn - 01.12.1979, Side 8
geymdur, um leyfilegar frumustærðir og frumugerö- ir. Ennþá er langt þangað til tæknivæðingin nær þessu og verða okkur að duga einfaldari aðferðir, svo sem hér skal greint frá: Stinga má í hnúta, sem unnt er að finna við venjulega þreifingu og er oftast um að ræða mein í hrjóstum kvenna, skjaldkirtli, munnvatnskirtlum, eitlum og hnútar í mjúkvefjum. Oft er um að ræða þrimla hjá fólki, sem fengið hafa illkynja sjúkdóma og vaknar þá spurning um hvort þar séu mein- vörp á ferðinni eða eitthvað annað óskylt. Er fljól- legt að greina meinvörp á þennan hátt og hnútur- inn stendur eftir og sem mælikvarði á árangur lyfja eða geislameðferðar sem oftast þarf að neyta í slík- um tilfellum. Einnig má seilast til dýpri líffæra. Með röntgen- skyggningu má ná til hnúta í lungum og unnt er að stinga í pancreas við operation. Sérstakur leiðari (sjámynd 1) og löng nál gera kleift að stinga í prost- ata við þreifingu gegnum endaþarm. Þrennt þarf að vera fyrir hendi til þess að tryggja örugga greiningu: 1) Markviss sýnistaka. 2) Natni við frágang sýnisins. 3) Þekkingu á frumufræði til greiningar á mein- inu. Af þessum þrem liðum eru tveir hinir fyrsttöldu vandasamastir. Verulegrar þjálfunar er þörf til þess að hitta á og ná sýni úr litlum hnútum. Maður fastn- Frumahópar jrá góðkynja æxli í munnvatnskirtli (gl. par- otis), tekið við ástungu: Pleomorph ndenoma (tumor mixtus). Frumur jrá brjóstkrabhameini tekiS meS ástungu. ar hann vinstri hendi (rétthentir) og hefur sprautu- haldarann, sem sýndur er á myndinni, með lOml sprautu og grannri nál í hægri hendi. Nálinni er stungið í hnútinn og gjuggað fram og aftur nokkr- um sinnum um leið og sogið er upp í sprauluna. Síðan er soginu sleppt af og nálin dregin út og þá situr dropi af vefjavessa með frumum syndandi í. Til þess að ná vessanum er nálin losuð frá sprautunni og loft dregið upp í hana og því blásið í gegnum nálina og á gler. Dropinn er þá dreginn út eins og blóðstrok og annað hvort er glerið látið í 95% etanol til fixeringar eða þurrkað eins og blóðstrok og mergsýni. Best er að taka fleiri en eitt sýni og láta sumt þorna, en annað í etanol sökum þess að þurru sýnin eru lituð með Giemsa-litun á svipaðan hátt og blóð og mergur, en hin sýnin með Papanicolaou-aðferð. Þessar litanir hafa hvor um sig ýmislegt sér til ágætis og eru góðar saman. Þunnt útstrok sem gert er án þess að klessa frumurn- ar, er forsenda þess að sýnið sé læsilegt. Að lok- inni litun er sett þekjugler yfir frumurnar og skoð- að í smásjá. Urlestur hyggist á þekkingu á normal frumum og því fráviki, sem verður við hina ýmsu sjúkdóma, en þar koma einkum til bólgur, góð- kynja og illkynja mein. Æxlisvöxtur í einhverju tilteknu líffæri reynir yfirleitt að líkja eftir frumu- gerð þess og svipar góðkynja æxlum talsvert til upp- runalega vefjarins, en eftir því sem æxlið er illvígara er og vöxturinn óreglulegri og tengsl frumanna laus- ari. Fást þá aragrúi afbrigðilegra fruma á glerið. Framh. á bls. 36. 0 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.