Læknaneminn - 01.12.1979, Síða 14
Monitor, ný tœkni við yfirsetu í fœðingu
- Fósturhjartslóttarrit - (FHRRIT)
Arnar Hauksson læknir
Shilgreininy
Orðið monitor er úr latínu og merkir sá sem
minnir á, eða sá sem varar við. I læknisfræði hef-
ur orðið fengið sérhæfða merkingu. Þar er það not-
að til þess að tákna reglubundna eða samfellda
skráningu á lífeðlisfræðilegri starfsemi mannslík-
amans. I suma monitora er innbyggt aðvörunarkerfi,
sem gefur lil kynna þegar slík starfsemi fer út fyrir
eðlileg mörk og hefur þannig tækið fengið sína upp-
runalegu merkingu, sá sem varar við.
Yfirseta í fteðingu
í fæðingu er margs að gæta og margt að skrá,
bæði hjá móður og fóstri. Hjá móður mælum við
hita, púls, blóðþrýsting og legsamdrátt ásamt leg-
hálsbreytingum.
Hjá fóstri getum við mælt fósturhreyfingar, önd-
unarhreyfingar, fósturhjartslátt og fósturblóðgös.
Þessari grein er ætlað að skýra notkun monitors
við skráningu fósturhjartsláttar (FHR), en því var
minnst á áðurnefnd atriði að þau hafa veruleg áhrif
á niðurstöður slíkrar skráningar.
Nefnum dæmi:
Hitabreytingar móður, einkum hækkaður hili,
hafa veruleg áhrif á fóstrið. Tachycardia hjá fóstr-
inu er oft fyrsta merki um hita hjá móður og lang-
vinn tachycardia getur leitt til acidosis hjá fóstrinu.
Ef fylgja er orðin léleg veldur lækkaður blóðþrýst-
ingur móður, t.d. sé hún undir sterkum verkja- og
deyfilyfjum, í epidural deyfingu og svo framvegis,
minna blóðflæði til fósturs og virkar sem álag á
það. Hraður púls móður (tachycardia) getur valdið
hröðum púls hjá fóstrinu með áðurnefndum afleið-
ingum.
Við notum hefðbundna mælitækni til að fylgja
hita, púls og blóðþrýstingi, hitamæli, blóðþrýstings-
mæli og talningu á púls, en háþróuð tæki eru til,
sem tengja má beint við móður og fá þannig stöð-
uga skráningu á þessum þáttum.
Fósturöndunarhreyfingum var fyrst lýst af Boddy
og Robinson 1971, sem mælikvarða á vellíðan fóst-
Mynd 1. Fósturhjartsláttarrafritun jrá kvið móður íi ; :mt útskrift. Takið eft'r mcngun frá hjartslœtti móður.
12 LÆKNANEMINN