Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Qupperneq 43

Læknaneminn - 01.12.1979, Qupperneq 43
virðist lífleg starfsemi orkukorns vera nauðsynleg fyrir gerjun galaktosa (og margra annarra sykurteg- unda). Ekki hefur verið prófað óyggjandi hvort stjórn- unaraðferðin „glucose repression“ er notuð í spen- dýrafrumunni; en ekki er það ólíklegt. Um miðja síðustu öld komst Pasteur að því, að gerfrumur sem ná ekki andanum (anaerób), en fá svo skyndilega súrefni, þær taka að mynda hvata öndunarkeðjunnar; eftir klukkustund fara þær að geta andað. Loftleysi, anoxia, leiðir lii að öndunar- keðja hverfur. Mannafrumur sumar geta vaxið án súrefnis nokkra daga. Ekki er vitað hvort öndunarhvatar hverfa þá. Með einhverjum hætti er svo stýrt orkumálum lægri fruma, að aukinni gerjun fylgir minnkuð öndun (Crabtree) og öfugt (Pasteur). Stjórn á þessu er enn ekki skilin, þrátt fyrir geysimiklar rannsóknir á þessu máli um marga áratugi. Ná- skylt þessu máli er fyrirbærið „glucose repression“ (sem fyrr var talið), og áhrif af lágu súrefni (líka rætt fyrr) á frumur. Ekki er vel þekkt að hve miklu leyti þessar stjórn- aðferðir eru notaðar á efri stigum þróunar. En því hefur þessi spurning lengi ásótt menn, að í krabba- meini er nær alltaf aukin gerjun, og oft lítil öndun. Ymislegt fleira mætti lína til um stjórn á starfi orkukorna. Hér skal hætt. Öþarft er að muna ofangreind hugtök, enda verð- ur það sumum tregt, og má afsaka ófimi slíka, enda eru fixeraðar hugbrautir vanagengla beinar. En vonandi skilst það nú, af hverju menn spekú- lera í stjórntækjum fruma (eða hvað? eigum við kannski að dúsa með morphologiuna eina? og læra hana utan að! og artefactana líka!). \ot af þesstiri þehhingu. Hvað er svo inerhilegt við orkuhorn? Ymis lyf verka þar. Hormón sum verka þar (sem fyrr er talið). Skortur málma og vítamína kemur mjög oft fyrst fram í orkukornum, að því er greina má. Sköddun á orkukorni halda ýmsir að valdi sjúk- dómum. Eiturefni skadda þar oft. Ymislegt bendir til að orkukorn séu þá viðkvæmasti hluti frumunnar fyrir eitrunum. Nái fruma ekki andanum l.d. við krans- æðastíflu, bitnar það á orkukorni, það kafnar, frum- an deyr. Starfsemi orkukorns er og forvitnileg fróðfúsum. Af lyfjum sem verka á orkukorn er talað um fjölmörg svæfingalyf; svo sem halothane, methoxy- fluorane,trichlorethylene og pentotal; antibiotika svo sem erythromycin og chloramphenicol; dicoumar- ol, aspirin, phenacetine, quinidine, metronidazole, o.s.frv. Sum þessara lyfja verka annars staðar líka. Við ýmsar eitranir koma hvað fyrst fram skemmd- ir í orkukornum!). Safnast þá oft óeðlilega mikið af kalkfosfötum í innrúm. Þessu valda eiturefni s.s. tetraklór-klórefni, triklórmetan, thioacetamide og blý-sambönd. Skortur á vítamíni B2 (ríboflavín) og skortur á kopar kemur mjög fljótt niður á orku- kornum, þau verða stór og slöpp. Alkóhól telja margir að skaddi orkukorn fyrst; það er ekki ljóst enn. Blásýra (CN) og kolsýringur (kolmónoxíð) (CO) bindast mjög fast við endahvata öndunar- keðju - cytókróm oxidasa og geta kæft orkukorn- ið. (Er þessi þáttur CO að mínu mati vanmetirm, þegar orsakir æðaskemmda eru ræddar. CO, sem binzt cytókróm oxidasa œðaþels og fruma þar grunnl undir, gelur breytt fitubúskap þessara fruma veru- lega, og hvað um hyperplasiu þar? Þetta er því meir sannfærandi, er þess er gætt, að CO verður mjög hátt í reykjandi manni og umhverfis hann. læknaneminn 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.