Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Side 55

Læknaneminn - 01.12.1979, Side 55
thrombus eða embolia hefur stöðvað eða minnkað verulega blóðflæði í slagæð, yfir það svæði heilans, sem þessi æð nærir. Svæðin eru mjög mismunandi að stærð eftir því hve stórir æðastofnar hafa orðið fyrir þrengingu, þ.e. hve neðarlega í „æðatrénu“ þrengingin hefur átt sér stað. Blóðtappi í stofni aríeria cerebri media (ACM) getur valdið drepi, sem á hliðarmynd tekur yfir hluta lobus frontalis og temporalis og mestan hluta lobus parietalis (Mynd 3 A). Ef þrengingin á sér stað eftir að æð- in fer að greinast, kemur fram upptaka á minni bletti, svarandi til þess svæðis, sem viðkomandi grein nærir (Mynd 5 A). A mynd framan frá (AP ) kemur drep á næringar- svæði ACM fram lateralt (Mynd 3 B), í samræmi við legu þessarar æðar. Drep á næringarsvæði arteria cerebri anterior (ACA ) kemur fram á AP-mynd sem aukin geisia- virkni nálægt miðlínu. A hliðarmyndum er staðsetn- ingin perifert, frontalt eða parietalt (Mynd 6). Drep á næringarsvæði arteria cerebri posterior (ACP) er sjaldgæft. A mynd aftan frá (PA-mynd) kemur það fram nálægt miðlínu eða meðfram sinus transversus (Mynd 7). Það sést oft illa á hliðar- myndum vegna þess hve djúpt það liggur. Blóð- flæðirannsókn kemur hér ekki að miklu gagni. Erfitt er að fá infarctus cerebelli fram á skanni. Þar við bætist að yfirleitt sést ekki munur á þessum meinsemdum og æxli (eða blæðingu) á skanninu. Helsta ráðið til að greina þetta frá æxli með skönn- un, er því að athuga hvort upptakan breytist með tíma (Mynd 8). I samantekt má segja að upptökusvæði á skanni bendi á heiladrep (infarct) ef 1) lögun er óregluleg, 2) staðsetning svarar til næringarsvæðis arteriu- stofns eða arteriugreina, 3) upptakan breytist með tíma og er mest ca. 10-20 dögum eftir að áfallið átti sér stað. (Ef svæðið er stórt og upptakan á þvi mik- il, geta liðið mánuðir án þess að veruleg breyting sjáist á upptökunni (Mynd 3)). II eilahimnublwði ng (subtlural hncmutnmu) Heilahimnublæðingu er líkt farið og heiladrepi að því leyti, að hún gefur sjaldnast positíft skann fyrstu A B Mynd 9. AP. Injarctus cerebri. A: TekiS ejtir inngjój á w'TcOy. Vœgt aukin geislav'rkni ojan til í vinstra heila- hvcli. 1): Upptakan er greinilega meiri þegar notað er 99"‘Tc- mothylene-diphosphonate. Carotis angiograjía sýndi þreng- ingu á arteria cerebri media -greinum. 10 dagana eftir að blæðingin átti sér stað. Líkurn- ar á að sjá heilahimnublæðingu á skanni aukast eftir því sem lengra líður og eftir ca. 30 daga eru líkurnar um eða yfir 90%.5,22 Oft fær sjúklingurinn ekki einkenni frá blæðingunni fyrr en alllöngu eftir að hún átti sér stað, og hefur hann þá e.t.v. gleyml atburðinum (höfuðhöggi) sem olli henni. I þessum tilvikum getur verið rétt að skanna strax og vart verður við einkennin. Ef hins vegar er vitað um höf- uðáverka fáum dögum áður en einkenni koma fram, er vafasamur fengur í „akút“ skanni. Það virðist sem heilahimnublæðing komi betur fram á skanni því lengra sem liður frá inngjöf geislavirka efnisins, allt upp í 3-4 klst., og er vert að hafa þetta í huga þegar pantað er heilaskann vegna gruns um heilahimnublæðingu.5,29 Vegna þess að um er að ræða tiltölulega þur.nt lag á yfirborði heilans, er oftast lítið að sjá á hlið- armyndum. Framan- og aftanfrá (AP og PA) tekur ga.mmamyndavélin eða línuskanninn hins vegar á móti geislum frá allt að 20 cm þykku svæði. Heila- himnublæðing kemur því fram á þessum myndum •em aukin geislavirkni á ræmu úl til hliðar (peri- fert), stundum meðfram allri periferunni (Mynd 10 A), en á PA-mynd oft einkennandi ofan til (Myndir 10 B, 11 A, 12). Sé blæðing báðum megin (bilateralt) er hætta á að hún fari framhjá skoð- andanum, þar sem myndirnar eru þá einatt symme- triskar (Mynd 14). Heilahimnublæðing getur stundum líkst heila- lÆICNANEMINN 45

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.