Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.12.1979, Blaðsíða 16
nemamætti fósturhjartslátt með rafskauti (electrode) staðsettu á kvið móður. (Mynd 1.) Þessi aðferð á þó enn í dag við marga örðugleika að etja og sá er mestur, að „QRS complex“ móðurinnar mengar ritið frá fóstrinu, þannig að þegar hjartsláttur fóst- urs og móður fellur saman hylst fósturútslagið. Við sjáum það ekki og getum því ekki mælt það eða látið monitor telja það. Reynt er að endurbæta þessa monitora, í áhættutilfellum eru þeir ekki nógu áreiðanlegir. Kostur er að þetta er algjörlega áverka- laust (noninvasive) og því heppilegt til þess að skrá hjartslátt fósturs á meðgöngutíma og byrjun fæð- ingar. 2) Hjartsláttarhljóðritun (Phonocardiographia). Notaðir eru hljóðnemar til þess að nema og skrá fósturhjartslátt. (Mynd 2.) Þetta varð vinsælt upp úr 1966. Hljóðmerkin berast frá hjartahljóðum fóst- ursins, þ.e. frá hjartalokunum. Aðferðin er áverka- laus og mikið notuð við eftirlit á meðgöngu og fram að fæðingu. Truflun frá hreyfíngum fósturs og móður takmarka hins vegar gagn þess í fæðingu. Þetta er einnig nefnt hljóðbreytir (phonotransdus- er). 3) Hátíðnihljóðritun FHR (Ultrasound). Þetta er þriðja áverkalausa (noninvasive) aðferðin til að skrá fósturhjartslátt. Hún byggir á „doppler-tækn- inni“. (Mynd 3.) Sendar eru út hljóðbylgjur af ákveðinni tíðni og þær berast til baka með sömu tíðni, ef þær hitta ekki á hlut á hreyfingu. Ef þær fyrirfinna hlut á hreyfingu breytist tíðnin á endur- kastsbylgjunum. Síðan er tíðnin á endurkastsbylgj- unum numin og þær skráðar á rit, sem hjartsláttur. Þessi aðferð er þó ekki algjörlega áverkalaus þar sem 5-10 milliwött per m2 af hátíðnihljóðum er beint að fóstrinu. I víðtækri rannsókn frá 1976 tókst ekki að sýna fram á skaðleg áhrif. Til eru margar gerðir af hljóðtækjum og nemum, en vinsælust eru margrásakerfi af tveimur gerðum. Breiðgeislaút- VERKUN ÚTSKRIFT Hrá útskrift Eftir leiðréttingu 500 msecs Approx. at120bpm. 200 msecs SIGNAL SIGNAL INTERVAL WIDTH Mynd 3. HátíSniMjóðritun fósturhjartsláttar (ultrasonography) og skráning rits. 14 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.