Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Page 16

Læknaneminn - 01.12.1979, Page 16
nemamætti fósturhjartslátt með rafskauti (electrode) staðsettu á kvið móður. (Mynd 1.) Þessi aðferð á þó enn í dag við marga örðugleika að etja og sá er mestur, að „QRS complex“ móðurinnar mengar ritið frá fóstrinu, þannig að þegar hjartsláttur fóst- urs og móður fellur saman hylst fósturútslagið. Við sjáum það ekki og getum því ekki mælt það eða látið monitor telja það. Reynt er að endurbæta þessa monitora, í áhættutilfellum eru þeir ekki nógu áreiðanlegir. Kostur er að þetta er algjörlega áverka- laust (noninvasive) og því heppilegt til þess að skrá hjartslátt fósturs á meðgöngutíma og byrjun fæð- ingar. 2) Hjartsláttarhljóðritun (Phonocardiographia). Notaðir eru hljóðnemar til þess að nema og skrá fósturhjartslátt. (Mynd 2.) Þetta varð vinsælt upp úr 1966. Hljóðmerkin berast frá hjartahljóðum fóst- ursins, þ.e. frá hjartalokunum. Aðferðin er áverka- laus og mikið notuð við eftirlit á meðgöngu og fram að fæðingu. Truflun frá hreyfíngum fósturs og móður takmarka hins vegar gagn þess í fæðingu. Þetta er einnig nefnt hljóðbreytir (phonotransdus- er). 3) Hátíðnihljóðritun FHR (Ultrasound). Þetta er þriðja áverkalausa (noninvasive) aðferðin til að skrá fósturhjartslátt. Hún byggir á „doppler-tækn- inni“. (Mynd 3.) Sendar eru út hljóðbylgjur af ákveðinni tíðni og þær berast til baka með sömu tíðni, ef þær hitta ekki á hlut á hreyfingu. Ef þær fyrirfinna hlut á hreyfingu breytist tíðnin á endur- kastsbylgjunum. Síðan er tíðnin á endurkastsbylgj- unum numin og þær skráðar á rit, sem hjartsláttur. Þessi aðferð er þó ekki algjörlega áverkalaus þar sem 5-10 milliwött per m2 af hátíðnihljóðum er beint að fóstrinu. I víðtækri rannsókn frá 1976 tókst ekki að sýna fram á skaðleg áhrif. Til eru margar gerðir af hljóðtækjum og nemum, en vinsælust eru margrásakerfi af tveimur gerðum. Breiðgeislaút- VERKUN ÚTSKRIFT Hrá útskrift Eftir leiðréttingu 500 msecs Approx. at120bpm. 200 msecs SIGNAL SIGNAL INTERVAL WIDTH Mynd 3. HátíSniMjóðritun fósturhjartsláttar (ultrasonography) og skráning rits. 14 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.