Læknaneminn - 01.12.1979, Side 23
Meöferð brjóstkrabbameins
Sigurður Björnsson læknir
Vaxandi tíðni brjóstkrabbameins ásamt stórstígum
framförum í greiningu og meðferð hafa valdið því
að fáir sjúkdómar eru meira í sviðsljósinu meðal
almennings jafnt sem lækna. Ljóst er að ef ekki er
að gert, leiðir sjúkdómurinn nær undantekningar-
laust til dauða sjúklingsins þótt stundum Hði mörg
ár frá greiningu og það var ekki fyrr en á þessari
öld að læknar gátu breytt þar einhverju um. Brjóst-
krabbamein eru algengust krabbameina í konum. Ar-
ið 1979 voru greindir 68 nýir sjúklingar á Islandi,
þar af var einn karl, en víðast er talið að eitt af
hverjum hundrað brjóstkrabbameina sé í körlum.
Stigun
Hefðbundin meðferð á brjóstkrabbameini hefur
byggst á þeim skilningi að æxlið eigi upptök sín í
brjósti og berist þaðan með sogæðum til eitla í hol-
hönd og síðan til annarra Hffæra með blóðrás.
Mönnum varð snemma ljóst, að lækningalíkur voru
því minni sem æxlið í brjóstinu var stærra og eink-
um voru horfur slæmar ef eitlar í holhönd eða
fjarmeinvörp voru til staðar. Margvísleg stigunar-
kerfi hafa verið hönnuð (sjá töflu), með það fyrir
augum að auðvelda ákvarðanir um meðferð, bera
saman árangur mismunandi aðgerða og spá fyrir
um horfur sjúklinganna. Einföld stigun, sem mjög
hefur rutt sér til rúms á síðustu árum er vefjaskoðun
á holhandareitlum, sem fjarlægðir eru um leið og
brjóstið. Niðurstöður slíkrar skoðunar eru nú í
vaxandi mæli hafðar lil hliðsjónar við ákvörðun
meðferðar og skiptir því miklu að vel sé til vandað
bæði sýnislökunnar og vefjaskoðunarinnar. Finnist
engin meinvörp í holhandareitlum má ætla að 80%
sjúklinganna séu frískir 5 árum eftir aðgerð, ef 1-3
eitlar finnast með meinvörpum eru 50% friskir, en
séu 4 eða fleiri eitlar sýktir eru aðeins 20% sjúkl-
inganna án sjúkdómseinkenna. Eftir 10 ár lifa 65%
af þeim sem ekki höfðu eitlameinvörp, innan við
40% þeirra, sem greindust með 1-3 sýkta eitla, en
einungis 13% þeirra kvenna, sem höfðu 4 eða fleiri
eitla með meinvörpum.
Áður en rætt er um meðferð brj óstkrabbameins
er rétt að rifja upp að við tvö meginvandamál er að
etja. 1 fyrsta lagi er æxlið í brjóstinu, sem getur
orðið mikið að vöxtum, vaxlð gegnum húð og
breiðst út um brjóstvegginn, sýklar setzt í, blætt
úr o.s.frv. Slíkt getur valdið sjúklingnum óbærileg-
um óþægindum en sjaldan aldurtila. Hinsvegar eru
meinvörp frá frumæxlinu, sem berast til mikilvægra
innri líffæra og granda sjúklingnum fyrr eða síðar.
Talsverður meirihluti kvenna, sem greinast með
brjóstkrabbamein, hafa þegar slík meinvörp þótt
sjaldnast verði þeirra vart fyrr en mánuðum eða
jafnvel árum seinna. Aðalástæðan fyrir bæltum horf-
um sjúklinga með brjóstkrabbamein undanfarna
áratugi felst í því að þeir koma nú fyrr til með-
ferðar og færri hafa slík örmeinvörp (micrometa-
stasa).
Meðferð
Skipta má meðferð á brjóstkrabbameini í tvennt:
A Staðbundin (local) meðferð
1) Skurðlækningar
2) Geislameðferð
B Víðtæk (systemic) meðferð
1) Hormónalækningar
a) lyf: estrogen
antiestrogen
androgen
progesterone
corticosterar
b) brottnám innkirtla:
eggj astokkataka
læknaneminn
19