Læknaneminn - 01.12.1979, Qupperneq 11
í lungum eru hins vegar óverulegar ef nokkrar. í
efri loftvegum, fyrst og fremst larynx, finnast oft
minniháttar bólgubreytingar, venjulega hnattfrumu-
íferð. Ekkert af þessu er í því magni að neinar líkur
séu á að það hafi beint orsakað dauðann. Tvö líf-
færi, sem gjarnan sýna stressbreytingar fljótt við
sjúkdóma, hóstarkirtill og nýrnahettur, eru án slíkra
ummerkja. Eitlar og eitlavefur víðs vegar í líkam-
anum eru innan eðlilegra marka. Oft er magi fullur
af fæðu (mjólk) og magainnihald getur fundist i
barka, en venjulega ekki niðri í berkjum. Hjarla-
blóð er oftast fljótandi og hægri hjartahólf vægt út-
víkkuð.
Orsahir
Meira en hundrað hugmyndir um orsakir skyndi-
dauða ungbarna hafa verið settar fram í læknatíma-
ritum. Flestar hafa þær þegar verið afsannaðar, en
margar nýjar og gamlar hugmyndir koma fram á
hverju ári. Stundum er auðvelt að sýna fram á að
hugmyndirnar stangast á við það sem þegar er vit-
að um skyndidauða ungbarna og stundum má benda
á að hugmyndirnar geti ekki átt við um öll þessi
börn. Enn hefur því engin algilcl skýring fundist.
Rétt er að geta þess strax að það er hugsanlegt að
engin ein skýring nægi og að orsakir geti verið
margvíslegar.
Köfnunarhugmyndin hefur verið lífsseig allt frá
dögum Biblíunnar þegar talið var að fullorðinn í
sama rúmi kæfði barnið. Tíðnin virðist þó ekki hafa
breyst eftir að ungbörn hættu að sofa í rúmi hjá
foreldrum og fóstrum. Leikmenn og þá sérstaklega
foreldrar eru oft hræddir um að barnið hafi getað
flækt sig í rúmfötunum og kafnað þess vegna. Venju-
lega eru vegsummerki þannig að sá möguleiki er
ekki sennilegur. Aldursdreifing samrýmist heldur
ekki þeirri hugmynd, þ.e. tíðni er hæst eftir að börn-
in eru farin að stjórna höfuðhreyfingum. Þá hefur
því einnig verið hald'ð fram að venjuleg rúmföt geti
alls ekki kæft börn.
Næsta meiriháttar hugmyndin byggðist á því að
hóstarkirtillinn væri óeðlilega stór og gæti valdið
öndunarerfiðleikum og köfnun. Búið er að sanna
að kirlillinn hjá þessum börnum er ekki stærri en
hann ætti að vera.
Minniháttar bólgubreytingar finnast oft í öndun-
arfærum við krufninguna og var því oft áður fyrr,
sérstaklega um 1940, talið að dánarorsök væri epi-
glottitis, laryngitis eða lungnabólga. Þessar „bólgu-
breytingar“ eru hins vegar smávægilegar og finnast
oft hjá börnum sem deyja af öðrum orsökum.
Margar hugmyndir hafa komið fram um ofnæmi
eða anaphylaxis sem orsök að skyndidauða ung-
barna. Um 1960 var því haldið fram að ofnæmi fyr-
ir kúamjólk væri orsökin. Sýnt var fram á að ungar
marsvína geta dáið skyndilega af mjólkurofnæmi.
Þessar tilraunir hafa síðar verið gagnrýndar og benl
hefur verið á að mörg börn sem enga kúamjólk hafa
fengið hafa dáið skyndilega. Immunologiskar mæl-
ingar, t.d. á mótefnum gegn kúamjólk í blóði barn-
anna, á complementi og IgE hafa ekki sýnt fram á
mun hjá börnum eftir skyndidauða og öðrum börn-
um. Þá hefur ekki verið hægt að sýna fram á það
við krufningar að mast-frumur hafi tæmt korn sín
og gefið frá sér þau efni sem anaphylaxis valda.
Loks getur þessi hugmynd illa samrýmst því, að tíðni
skyndidauða fer lækkandi þegar börnin eru farin að
framleiða sín eigin mótefni um 6 mánaða aldurinn.
Hins vegar getur vel verið að skyndidauði sé
tengdur ónæmiskerfinu á einhvern annan hátt. Tíðni
hans er hæst á þeim tíma, sem mótefni frá móður-
inni eru að lækka í blóði barnsins og eigin mótefna-
framleiðsla barnsins er ekki komin í gang að fullu.
Þetta gæti bent til þess að skyndidauðinn sé tengdur
eða stafi af sýkingu á þeim tíma, sem mótstaða
barnsins er minnst. Tíðnin er líka hæst á þeim tíma
ársins, sem sýkingar alls konar eru algengastar. í
allt að 45% tilfella hefur verið hægt að rækta ein-
hverja marktæka sýkla úr einstökum líffærum barns-
ins við krufningu, ýmist bakteríur eru vírusa. Deilt
er þó um, hvort slíkt sé nóg til að sanna að um út-
breidda sýkingu og sepsis sé að ræða. Þær smávægi-
legu bólgubreytingar, sem oft finnast í efri loftveg
um, styðja þessa sýkingarhugmynd. Onnur merki
um almenna og útbreidda sýkingu finnast þó ekki
við krufningu. Ef lil vill má þá líta svo á, að barnið
hafi haft yfirþyrmandi sepsis og dáið áður en hún
náði að setja merki sitt á líffærin. Margar hugmynd-
ir um orsakir skyndidauða eru á líkan veg, þ.e. þær
eru að einhverju leyti sennilegar. en ósannanlegar.
Ymsar hugmyndir hafa komið fram um vanskapn-
LÆKNANEMINN
9