Læknaneminn - 01.12.1979, Qupperneq 13
þegar andlátið ber að og þá er sektartilfinningin og
vandamálin öll miklu erfiðari viðureignar.
Þegar fólk deyr vegna undanfarandi sjúkdóms eru
ættingjar oft að vissu leyti undirbúnir undir dauð-
ann og sorgin því ekki eins óbærileg og við skyndi-
dauða. Við skyndidauða eru aðstandendur auk þess
ráðvilltir vegna skorts á haldbærum skýringum.
Mikilvægt er að veita foreldrum og öðrum ættingj-
um alla þá hjálp sem völ er á. Slík aðstoð hefst um
íeið og dauðinn hefur verið staðfestur. Þá þarf lækn-
irinn að segja þeim frá því að barnið sé látið og
um leið að gefa þeim einhverja hugmynd um það,
hvað gerðist. Nauðsynlegt er að hafa slíkar skýr-
ingar stuttar og skilmerkilegar. Varst ber að grípa
til skýringa eða gefa í skyn eitthvað, sem fólkið á
auðvelt með að skilja, en fær svo ekki staðist. Stund-
um hafa menn freistast til að segja að barnið hafi
dáið vegna hjartasjúkdóms eða annars meðfædds
galla í þeirri von að fólkið eigi auðveldara með að
meðtaka skýringuna. Þetta getur gefið stundarfrið,
en veldur óhjákvæmilega vandræðum síðar, þegar
farið er að útskýra það sem finnst við krufninguna.
Miklu betra er að segjast ekki vita hver dánarorsök-
in er og halda fast við það, þar til niðurstöður
krufningarinnar liggja fyrir.
Þegar frumgreining úr krufningu liggur fyrir er
rétt að útskýra nánar fyrir foreldrunum, að um
skyndidauða ungbarna hafi verið að ræða, að þetta
sé vel þekkt fyrirbæri, en orsakir óþekktar. Síðan,
þegar krufningarskýrsla er fullgerð, er rétt að gefa
foreldrum kost á enn einu viðtali til frekari umræðu
og útskýringa. Það bætast ekki við neinar hald-
betri skýringar á þeim tíma, en þá er oft nógu lang-
ur tími liðinn til að hægt sé að ræða málin af ró-
semi. Þá er hægt að svara og leita eftir ýmsum
spurningum, sem óhjákvæmilega vakna. Mjög mikil-
vægt er að veita foreldrunum næg tækifæri til að
spyrja spurninga og eins, jafnvel að fyrra bragði.
að drepa á ýmis atriði, sem oft eru misskilin. Þá
þarf að koma því að, að um vanrækslu hafi ekki
verið að ræða, og að sennilega hefði ekki verið
hægt að koma í veg fyrir dauðsfallið eða lífga barnið
með neinum aðgerðum. Sem betur fer vita leikmenn
nú oft eitthvað um vöggudauða, en hugsunarlausar
athugasemdir aðstandenda geta stundum vakið upp
gamla fordóma eða ýtt undir óhjákvæmilega sektar-
kennd. L öðrum löndum eru sums staðar til sam-
tök foreldra, sem hafa misst börn á þennan hátt.
Hjálp þeirra getur verið mikils virði.
Lokaorð
Skyndidauði ungbarna eða vöggudauði er vel
þekkt fyrirbæri hjá börnum á fyrsta aldursári. Or-
sakir eru óþekktar, en nauðs/nlegt er að láta einskis
ófreistað við rannsókn á hverju tilfelli fyrir sig.
Veita þarf aðstandendum barnanna alla þá hjálp,
sem völ er á.
HEIMILDIR:
Meira hefur verið skrifað um skynidauða ungarna en hægl
er að tíunda hér. Bent skal einungis á eftirfarandi greina-
1'st.a og vfirlit:
1) Valdcs-Dapena M.: Sudden and unexpected deatli in in-
fancy: a review of the wcrld literature 19I4-1SÖ5, Pedi-
atrics 39: 123, 1957.
2) La Veck G.D.: Sudden Infant Death Syndromc; Selec.ted
annotated bibliography 1960-1971, DHEW Publ. No
(NIH) 74-237.
3) Valdes-Dapena, M.: Sudden unexplained infant deat'a,
1970 through 1973; An evclution in understanding;
DEHW Publ. No (HSA) 78-5235.
4) Burmeister, P.: Sudden unexpected death in infants;
January 1974 through Mareh 1976; 159 Citations; U.S.
Dept. cf Health Education and Welfare.
LÆ KNANEMINN
11