Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Síða 38

Læknaneminn - 01.12.1979, Síða 38
Uppröðun þeirra í sporði sáðfrumunnar mörgum kunn. A margur líf sitt að launa krafti þeirra. — I vöðvafrumum eru orkukornin í röðum milli vöðva- þráða. — I fitufrumum eru oft tengsl sjáanleg milli orkukorna og fitubólanna. -— I lægri frumum s.s. gerfrumum, Saccharomyces cerevisiae, eru orku- korn yfirleitt úti við úthimnu frumunnar; við eitur- verkan á orkukorninu fer þetta á skjön. Myndun: Fyrr er sagt frá sjálfstæði orkukorna og að þau skipta sér. Fæðir orkukorn af sér ann- að. Samt geta þau ekki án frumunnar verið — fá svo mörg prótein frá henni sér til trausts og halds — og eru þau aðfengnu genskráð í kjarna en þýdd á ríbósómum í frymi. Fruman getur heldur ekki án orkukorna verið. Erfðakerfi orkukornsins sjálfs gen- skráir aðeins fá prótein, öllu frekar hluta af fáum próteinum, eða þrjú af sjö peptíðum cytókróms a (3/7), 1/9 af cytókrómi b, og 3/10 af ATP synt- hetasa og einhver prótein í ríbósómi orkukorns. Fleira kynni að koma í Ijós. Þótt svo fá séu prótein mynduð með erfðakerfi orkukornsins, þá rýrir það ekki mikilvægi þess. Þessi prótein eru frumunni lífsskilyrði. Án þeirra deyr hún. (Undantekning: til er afbrigði af gerfrumum, sem lifir án þess prótein sé framleitt í orkukornum, svokölluð petite-afhrigði). Hreyfing. Orkukorn sjást hnipra sig ýmist sam- an eða belgja sig út, eftir því hvert bíofýsískt ástand þeirra er á hverjum tíma og fer eftir ástandi í orku- málum. Margt er þó óupplýst hér. Hnipringur tekur augnablik. Orkukornin fara um frumuna; ekki er vitað hvort þau berast með straumi, synda sjálf, eða er stýrt með hreyfifærum innan frumunnar. / innrúmi, matrix, verður spenna mjög neikvæð. I matrix er mikið af söltum og hvötum; auk hring- iðu Krebs er að finna hvata, sem þátt eiga í beta- oxun fitusýra, lengingu fitusýra, útvinnslu á stera- kynhormónum, ureahring, hem-myndun o. m. fl. Fjöimargir hvatar frumunnar verða einungis fundn- ir í orkukornum. Kalsíum fosfat kristallar eru oft í innrúmi og er álitið að þeir leiki hlutverk í ný- myndun beina3. Þarna hafa líka sést agnir með svip veira. Þó er ekki vitað hvort veirum getur fjölgað í DNA orkukorns. Innhimna geymir hvata og kóensím í miklum mæii m.a. þau sem tilheyra Öndunarkeðjunni; þar er mikið af járni, kopar (transitional málmar), brennisteini; þar er og að finna efni eins og flavin (vítamín Bo ) og kóenzím 0, (náskylt vílamín K ), sem bæði geta myndað fría radikala. Það er áber- andi hve mikið orkukorn vinna með málma — og vitamín af flestu tagi. Fitur í innhimnu eru talsvert frábrugðnar fitu annarra himna; í orkukorni er t. d. cardiolipin, og hvergi annars staðar í heilkjarna-frumu. En í bakteríum er mikið af því. Þetta efni bindur Ca++ mjög ákveðið. Annað heiti á cardiolipin er diphos- patidyl glycerol. Erfðafrœði (DNA, RNA, ríbósóm): M t DNA er hringlaga, tvístrent. Oft eru fleiri en ein lykkja í hverju orkukorni. Lykkjurnar eru álitnar eins. Þær eru hlekkjaðar saman eins og gerist í keðjum (cat- enation). Víða um DNA-lykkjuna eru AT-rík svæði, og eru ekki talin skrá neitt, en hafa kannski stjórn- unarhlutverki að gegna. Stærð DNA sameindarinn- ar leyfir skráningu allmargra pepíða (20-30?). Lengd þráðatins í DNA-lykkjunni virðist vera um 5 micrometrar í flestum tegundum, en þó um 25 micrometrar í gerfrumum, Saccharomyces. Þyngd DNA-lykkjunnar er álitin um 107 Dalton í flestum tegundum, en þó u.þ.b. 5 sinnum meiri í gerfrum- um. Mit-DNA er minna en 1% af heildar DNA- magni frumunnar. Mit-DNA er ekki klætt próteinum eins og kjarna DNA er álitið vera. Ilelztu störf DNA — eftirmyndun. Fer ekki endilega fram í S-fasa frumunnar, stundum fyrr, að því að talið er; greinir menn þó á um þetta. RNA - myndun til proteinmyndunar. mRNA, tRNA cg rRNA eru mynduð. Protein — myndun á ríbósómum. Lýst áður. Á mitóribósómum eru mynduð sum af peptíðum þeim, sem byggja upp cytochrom a og b, ATPasa, auk pcptíðs sem finnst í ribósómum. Þessi peptíð eru genskráð í mit-DNA, sem fyrr er ritað. Krebs - hringur hvata: Pýrúvati frá gerjun er kippt inn fyrir, (CO^ klippt af), tengt CoA, þá er fengið acetyl-CoA; það gefur acetyl yfir á oxal- 30 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.