Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Qupperneq 38

Læknaneminn - 01.12.1979, Qupperneq 38
Uppröðun þeirra í sporði sáðfrumunnar mörgum kunn. A margur líf sitt að launa krafti þeirra. — I vöðvafrumum eru orkukornin í röðum milli vöðva- þráða. — I fitufrumum eru oft tengsl sjáanleg milli orkukorna og fitubólanna. -— I lægri frumum s.s. gerfrumum, Saccharomyces cerevisiae, eru orku- korn yfirleitt úti við úthimnu frumunnar; við eitur- verkan á orkukorninu fer þetta á skjön. Myndun: Fyrr er sagt frá sjálfstæði orkukorna og að þau skipta sér. Fæðir orkukorn af sér ann- að. Samt geta þau ekki án frumunnar verið — fá svo mörg prótein frá henni sér til trausts og halds — og eru þau aðfengnu genskráð í kjarna en þýdd á ríbósómum í frymi. Fruman getur heldur ekki án orkukorna verið. Erfðakerfi orkukornsins sjálfs gen- skráir aðeins fá prótein, öllu frekar hluta af fáum próteinum, eða þrjú af sjö peptíðum cytókróms a (3/7), 1/9 af cytókrómi b, og 3/10 af ATP synt- hetasa og einhver prótein í ríbósómi orkukorns. Fleira kynni að koma í Ijós. Þótt svo fá séu prótein mynduð með erfðakerfi orkukornsins, þá rýrir það ekki mikilvægi þess. Þessi prótein eru frumunni lífsskilyrði. Án þeirra deyr hún. (Undantekning: til er afbrigði af gerfrumum, sem lifir án þess prótein sé framleitt í orkukornum, svokölluð petite-afhrigði). Hreyfing. Orkukorn sjást hnipra sig ýmist sam- an eða belgja sig út, eftir því hvert bíofýsískt ástand þeirra er á hverjum tíma og fer eftir ástandi í orku- málum. Margt er þó óupplýst hér. Hnipringur tekur augnablik. Orkukornin fara um frumuna; ekki er vitað hvort þau berast með straumi, synda sjálf, eða er stýrt með hreyfifærum innan frumunnar. / innrúmi, matrix, verður spenna mjög neikvæð. I matrix er mikið af söltum og hvötum; auk hring- iðu Krebs er að finna hvata, sem þátt eiga í beta- oxun fitusýra, lengingu fitusýra, útvinnslu á stera- kynhormónum, ureahring, hem-myndun o. m. fl. Fjöimargir hvatar frumunnar verða einungis fundn- ir í orkukornum. Kalsíum fosfat kristallar eru oft í innrúmi og er álitið að þeir leiki hlutverk í ný- myndun beina3. Þarna hafa líka sést agnir með svip veira. Þó er ekki vitað hvort veirum getur fjölgað í DNA orkukorns. Innhimna geymir hvata og kóensím í miklum mæii m.a. þau sem tilheyra Öndunarkeðjunni; þar er mikið af járni, kopar (transitional málmar), brennisteini; þar er og að finna efni eins og flavin (vítamín Bo ) og kóenzím 0, (náskylt vílamín K ), sem bæði geta myndað fría radikala. Það er áber- andi hve mikið orkukorn vinna með málma — og vitamín af flestu tagi. Fitur í innhimnu eru talsvert frábrugðnar fitu annarra himna; í orkukorni er t. d. cardiolipin, og hvergi annars staðar í heilkjarna-frumu. En í bakteríum er mikið af því. Þetta efni bindur Ca++ mjög ákveðið. Annað heiti á cardiolipin er diphos- patidyl glycerol. Erfðafrœði (DNA, RNA, ríbósóm): M t DNA er hringlaga, tvístrent. Oft eru fleiri en ein lykkja í hverju orkukorni. Lykkjurnar eru álitnar eins. Þær eru hlekkjaðar saman eins og gerist í keðjum (cat- enation). Víða um DNA-lykkjuna eru AT-rík svæði, og eru ekki talin skrá neitt, en hafa kannski stjórn- unarhlutverki að gegna. Stærð DNA sameindarinn- ar leyfir skráningu allmargra pepíða (20-30?). Lengd þráðatins í DNA-lykkjunni virðist vera um 5 micrometrar í flestum tegundum, en þó um 25 micrometrar í gerfrumum, Saccharomyces. Þyngd DNA-lykkjunnar er álitin um 107 Dalton í flestum tegundum, en þó u.þ.b. 5 sinnum meiri í gerfrum- um. Mit-DNA er minna en 1% af heildar DNA- magni frumunnar. Mit-DNA er ekki klætt próteinum eins og kjarna DNA er álitið vera. Ilelztu störf DNA — eftirmyndun. Fer ekki endilega fram í S-fasa frumunnar, stundum fyrr, að því að talið er; greinir menn þó á um þetta. RNA - myndun til proteinmyndunar. mRNA, tRNA cg rRNA eru mynduð. Protein — myndun á ríbósómum. Lýst áður. Á mitóribósómum eru mynduð sum af peptíðum þeim, sem byggja upp cytochrom a og b, ATPasa, auk pcptíðs sem finnst í ribósómum. Þessi peptíð eru genskráð í mit-DNA, sem fyrr er ritað. Krebs - hringur hvata: Pýrúvati frá gerjun er kippt inn fyrir, (CO^ klippt af), tengt CoA, þá er fengið acetyl-CoA; það gefur acetyl yfir á oxal- 30 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.