Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Page 6

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 6
Leiðari Hér ber 3.-4. tölublað Læknanem- ans '81 fyrir augu lesenda. Það fer væntanlega ekki fram hjá neinum að þetta er í fyrsta sinn sem blaðið er offsettprentað. Ýmsar ástæður liggja að baki því að breytt er yfir í þessa tækni. Fyrst má nefna áferðina sem er mun fallegri á því sem offsettprentað er en hinu sem prentað er með gömlu blýaðferð- inni. Sérstaklega á það við um Ijósmyndir sem jafnframt verða öllu skýrari. Þá er vinnan í prent- smiðjunni öll einfaldari og meiri möguleikar fyrir hendi varðandi uppsetningu. Loks má nefna að offsetttækni ræður nú ríkjum í allri útgáfu og Læknaneminn erorðinn eins og gamall blýdraugur í prent- smiðjunni. Ýmsu hefir verið breytt um leið. Þriggja dálka fyrirkomulag er tek- ið upp í samræmi við þá skoðun hraðlestrarmanna að léttara sé að lesa mjóan dálk en breiðan. Auk þess fjölgar skipulagsmöguleik- um. Letur er tvenns konar, venju- legt dagblaðaletur og steinskrift á víxl. í framtíðinni hugsa ég mér að hið fyrrnefnda verði fyrir fræðilegt efni en það síðarnefnda fyrir efni félagslegs eðlis. Þetta stenst alls ekki í þessu tölublaði eins og allir sjá. Forsíðan hefir breyst lítið eitt, stafirnir á þeirri gömlu hafa mörg- um þótt klunnalegir. Áfram er haldið þeim sið að hver ritstjóri hafi sinn forsíðulit og verður minn litur rautt. Af efni blaðsins ber hæst grein- arnar um dauðann, framsöguer- indi fjögurra ágætra manna frá dauðaráðstefnu F.L. Þetta efni trúi ég að eigi nokkurt erindi til lækna- nema. Á námsferli sínum eru þeir smám saman að kynnast dauðan- um af eigin raun (þótt á annarra kostnað sé) og eru því á eins konar mótunarskeiði. Ég hefi verið að velta þessu dálítið fyrir mér meðan ég las prófarkirnar að erindunum fjórum. Þegar ég settist í lækna- deild hafði ég enn ekki litið augum dauðan mann. Takmarkaðist reynsla mín af þeim við misraun- verulegar kvikmyndir. Önnur reynsla kom smám saman. Fyrst heili hjá Hannesi og handleggur hjá Melvini. Þá gráir líkamir nokk- urra aldraðra Englendinga. Fersk líkin á Barónstígnum stóðu kannske mest í manni (afsakið orðalagið) en vandist þó. Síðan hafa kynnin við líf, dauða og þeirra landamæri orðið stöðugt nánari. Langt er þó í að umgengnin við dauðann verði manni jafneðlileg og skúffur eða skápar, sokkar eða skór. Það er tvennt sem ég ætla að lýsa í því sambandi. Fyrst hugsum við okkur að mað- ur leggist inn á spítala sem ég er að snuðra á. Ég tek af honum sögu og skoða. Hann hefir sögu um langan og erfiðan hjartasjúkdóm. Ég rabba við manninn um hans sjúkdóm eins og ekkert sé og við ræðum um daginn og veginn áeft- ir. Það er kvöld og ég fer heim og sef, það er helgi og ég kem aftur á mánudegi. Skjólstæðingur minn frá föstudagskvöldi er dauður. Ég heyri rapport um það hjá einum af þessum elskulegu ligeglad að- stoðarlæknum á morgunfundi. Ég yppti öxlum og er sama. En samt er að læðast í mér dálítið skrítin tilfinning sem mig grunar að fleiri þekki: Maðurinn sem ég rabbaði við nýlega erdauðurog ekki munu ég né aðrir ræða við hann í annan tíma. Hin reynslan er sú að sjá fram á dauða annars manns. Maður fer kannski í aðgerð og hangir í haka þar sem verið er að skera mann á besta aldri með greindan krabba í maga. Meiningin er að taka mag- ann. Það fyrstasem blasirvið þeg- ar opnað er er risastórt meinvarp í lifur. Þá kemur í Ijós að æxlið er vaxið út um allt og er gersamlega óskurðtækt. Lokað aftur, lítil von. Manninum erekið burtog reyntað gera „eitthvað ". Og eftir stend ég og halla undir flatt: Þarna er mað- ur, tiltölulega hress, sem ég veit að muni deyja áður en mörg misseri eru liðin og við því er ekki nokkurn skapaðan andskotans hrærandi hlut að gera. Svona spekúlasjónir hafa ,,full- orðnir" læknar vafalítið svæft í sér. En mönnum á mínu reki bendi ég á að gefa gaum að og velta þessu fyrir sér meðan þeim endist örendi. SS. 4 LÆKNANEMINN - 34. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.