Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 7
Dauðaráðstefnan
Fræðslunefnd Félags læknanema hélt ráðstefnu 5. desember
1981 í Norræna Húsinu. Fjallaði hún um dauðahugtakið. Hér
birtast erindi þeirra sem framsögu höfðu á ráðstefnunni.
Hugleiðing um merkingu dauðans
Páll Skúlason
Dauöinn — ef við nefnum svo þenn-
an óraunveruleika sem vofir yfir líf-
inu — hefur óneitanlega mikla sér-
stööu meðal alls þess sem við vitum
af, hugsum og ræðum um. Hann er í
senn eðlilegt, náttúrlegt fyrirbæri,
hliðstætt við fæðinguna, og það sem
er algerlega andstætt lífinu, það sem
leysir upp lífveruna, gerir lífsbaráttu
hennar að engu. Veitum því fyrst
athygli að þessar tvær staðhæfingar
um dauðann eru bornar fram undir
ólíku sjónarhorni. Þegar ég segi að
dauðinn sé náttúrlegt fyrirbæri, þá lít
ég á lífið hlutlægt eða utan frá, ég
skoða Iífið sem flókið þróunarferli
ótal lífvera. Þegar ég staðhæfi á hinn
bóginn að dauðinn sé andstæða lífs-
ins þá lít ég á málið frá sjónarhóli
lífveru sem þráir eða leitast við að
lifa; viðhorf mitt er huglægt eða
bundið tilteknum einstaklingi. Frá
þessum ólíku sjónarmiðum höfum
við gerólíka sýn til dauðans og leggj-
um að vissu marki ólíkan skilning í
dauðann, þ. e. dauðinn fær ekki
sömu merkingu fyrir okkur eftir því
hvort við skoðum hann huglægt eða
hlutlægt. Frá hlutlægu sjónarmiði er
dauðinn staðreynd sem óþarft er að
gera mikið veður út af í sjálfu sér. Frá
huglægu sjónarmiði er dauðinn á
hinn bóginn ógnvekjandi og jafnvel
eitthvað sem ég get ekki fyllilega
hugsað mér, tortíming, eyðing, af-
nám þeirrar veru sem ég er.
Þessi sjónarmið eru bæði tvö mjög
skiljanleg og eðlileg og bæði hafa
verið rökstudd vandlega af heim-
spekingum og öðrum sem velt hafa
þessum vanda fyrir sér. Það má því
ganga að því vísu að þau eigi sér
traustari stoðir í hugsun manna og
reynslu. Tilgáta mín er engu að síður
sú að þau veiti hvortfyrirsigákaflega
takmarkaðan skilning á dauðanum
og jafnvel að þau geti af sér fjarska
gallaðar, ef ekki beinlínis rangar
skoðanir á honum, og þar með að
þau kunni að leiða til óskynsamlegr-
ar lífsafstöðu, óheillavænlegrar af-
stöðu til dauðans.
Ég mun nú reyna að útfæra og rök-
styðja ofurlítið þessa tilgátu mína.
Þegar við lítum á dauðann utan frá
sem hluta af lífinu, þá teljum við okk-
ur vita með öruggri vissu að allt sem
lifir, ntuni deyja, að dauðinn er, ef
svo má segja, lögmál lífsins. Fyrir
þessari vitneskju okkar höfum við
ótal reynslurök, þ. e. reynslu af
dauða annarra lífvera en okkar
sjálfra. Við virðumst reyndar ekki
hafa nein önnur rök en þau sem við
getum sótt beint til reynslunnar: við
sjáum að lífverur fæðast og deyja.
Þetta skýrir hvers vegna menn eru oft
haldnir djúpstæðri óvissu gagnvart
eigin dauða. Menn geta að sjálfsögðu
sjaldnast vitað hvenær eða með
hvaða hætti dauða þeirra ber að
höndum, og það sem meira er þeir
geta ekki verið algerlega vissir um
eigin dauða, því að vissan um dauð-
ann er grundvölluð á dauða annarra,
ekki á þeirra eigin dauða; ég hef
reynslu af því að aðrir deyi, enga af
LÆKNANEMINN 3"V1981 - 34. árg.
5