Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 16
siðræn viðhorf kunna auk þess að
kalla á nýja eða breytta löggjöf á
komandi árum. Lög um svo viðkvæm
og örlagarík efni ætti þó aldrei að
setja nema að vel athuguðu máli.
Lagareglur geta gert illt verra, ef þær
skapa nýjar hættur á misferli eða mis-
tökum. Sem dæmi nefni ég rökin í
ritgerð minni um líknardráp í Úlfljóti
1976, bls. 170, gegn hvers konar lög-
leiðingu athafna eða athafnaleysis,
sem nú fellur undir líknardráp (og
þar með manndráp) í Iagaskilningi,
þótt aðstæður kunni að vera slíkar,
að refsivörslukerfið vilji þola slíka
háttsemi með því að sýna umburðar-
lyndi eftir atvikum hverju sinni.
Beinum yfirlýsingum í lögurn um
heimildir til að eyða mannslífum
fylgja of margar hættur, hversu vel
sem þeim er fyrir komið og þótt alls
kyns varnaglar séu slegnir. Slík
ákvæði mundu í fyrsta lagi brjóta
gegn djúprættum grundvallarhug-
myndum mannkyns um friðhelgi lífs-
ins og virðingu fyrir því í öllum
myndunt þess. I öðru lagi væri aukin
hætta á mistökum og dulbúinni mis-
notkun. I þriðja lagi gætu þau ýtt
undir hugmyndir um mismunun
mannslífa eftir verðleikum. I fjórða
lagi mundu þau ýta undir ótta og ör-
yggisleysi sjúklinga og öryrkja gagn-
vart læknum, hjúkrunarliöi og
vandamönnum. Loks ber að leggja
áherslu á hin fornu sannindi, að ætíð
er von, meðan líf endist. Sífellt koma
fram á sjónarsviðið ný lyf og nýjar
lækningaaðferðir, sem geta bjargað
dauðvona sjúklingum.
Ég ætla hér á eftir að fjalla nánar
um þrjá þætti þessara mála, að
nokkru leyti með hliðsjón afgildandi
rétti, en þó einkum með þau lagalegu
vandamál í huga, sem við kunnum að
þurfa að glíma við í auknum mæli á
komandi árum:
a) Hugtakið dauði og ákvörðun
dánarstundar.
b) Ákvörðunarréttur yfir eigin lífi
og líkama og réttur náinna
vandamanna, fyrir og eftir and-
lát.
c) Friðhelgi dauðans. Réttur til að
deyja í friði.
Hugtakið dauði
og ákvörðun dánartíma
Hvergi í íslenskri löggjöf er þess
freistað að skilgreina hugtakið dauða
og við hvaða mark á stöðvunarferli
Iíkamsstarfseminnar skuli tengja hin
ýmsu réttaráhrif. Læknum er látið
eftir að ákvarða þetta tímamark, að
viðlagðri ábyrgð að lögum, og er sú
regla í samræmi við það, sem víðast
tíðkast, sbr. Sydney-yfirlýsinguna frá
1968. í íslenskri löggjöf og lagafram-
kvæmd er vafalítið við það miðað, að
hinn hefðbundni mæiikvarði læknis-
fræðinnar sé lagður til grundvallar,
þ. e. hjartadauði og stöðvun öndun-
arstarfseminnar. Sydney-yfirlýsingin
gerir einnig ráð fyrir hinum hefð-
bundna mælikvarða, en opnar lækn-
unt þó Ieiö við ákveðnar aðstæður til
þess að ákvarða dánartíma á annan
veg í samræmi viö dómgreind og
„kliniskt" mat. Mismunandi mæli-
kvarði í þessum efnum getur verið
nauðsynlegur læknisfræöilega og fé-
lagslega séð, en jafnframt skapað erf-
iðar lagaflækjur. Sem dæmi má taka
ákvæði 22. gr. erfðalaga nr. 8/1962,
er segir svo: ,,Nú voru erfðatengsl
milli tveggja rnanna, sent báðir eru
látnir, en ósannað er, hvor þeirra dó
fyrr, og skal þá líta svo á, að hvorugur
hafi lifað hinn." Þetta getur t. d. átt
við um hjón eða foreldri og barn. Ef
skammur tími er milli andláts þessara
einstaklinga, getur svo farið, að dán-
arvottorð læknis skeri ekki úr, hvor
hafi dáið á undan. En einnig má
hugsa sér þau atvik, að annað hjóna
sé úrskurðað látið, þótt hjarta þess sé
ekki hætt að slá og öndunarstarf-
seminni sé haidið gangandi á vélræn-
an hátt. Nokkrum dögum síðar deyr
hitt hjónanna venjulegum dauðdaga.
Mundi þá arfur renna frá því hjóna,
sem úrskurðað var dáið á undan, til
hins makans og þar með erfingja
hans? Eða mundu dómstólar telja
ósannað um dauðastund hins heila-
dauða, þar sem mismunandi mæli-
kvarði er Iagður til grundvallar af
læknum? Dæmið má setja fram á
annan hátt: Hjón lenda í umferðar-
slysi, og deyr annað heiladauða, en
hitt hjartadauða. Ef miðað er við
hjartadauða, erfir heiladauði makinn
hinn. I þriöja dæminu eru málavextir
þeir. að á sjúkrahúsi liggur maður
fyrir dauðanum. Læknar álíta unnt
að bjarga manninum, ef hann fær
nýra úr öðrum manni í tæka tíð. Á
sama sjúkrahúsi liggur annar maður
þungt haldinn, í djúpu dái, og er það
mat lækna, að hann komist ekki til
meðvitundar aftur. Að fengnu sam-
þykki aðstandenda er nýra tekið úr
síðarnefnda sjúklingnunt til bjargar
hinum. Meðan nýrað er fjarlægt, er
hjarta og öndun haldið gangandi
með tæknibúnaði, uns líffærastarf-
semin stöðvast til fulls sólarhring síð-
14
LÆKNANEMINN - 34. árg.