Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 38

Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 38
Á ferjunni bauðst mér sá heiður að sitja til borðs með kóngafólki. Alexandrína prinsessa er lengst til hægri. mér það lofa góðu. Sú íbúð reyndist halda eitt herbergi meðalstórt. Til viðauka var eldhús, bað og stærðar fatakompa. Þvottavél átti hann ekki og komu sér nú vel sokkarnir tvennir í bakpokanum. Drengurinn óf mér nú flet úr ýmsum pjötlum á gólfinu við rúmstokk sinn. Þarna lá ég í mán- uð í svefnpoka frá því í finnsku borg- arastyrjöldinni undir vökulu auga eftirlitsmanns míns. Næsta dag hitti ég dr. Grönroos á spítalanum. Hjá IFMSA eru menn látnir velja sér deild að vera á. Ég hafði valið míkróbíólógíu in delirio. Dr. Grönroos var yfirmaður hennar og fræddi mig um ýmislegt. Þetta var hress og skemmtilegur karl með afar asnaleg gleraugu. Hann byrjaði að segja mér frá skipulagi heilbrigðis- þjónustu í Finnlandi. Spítalakerfið þar virkar eins og bláæðakerfi mannslíkamans. Var ég staddur í vena cava inferior með Turku í vena cava superior og hægri ventriculus í Helsinki. Því nrest sýndi hann mér hárgreiðslustofu á 13. hæð og skjala- safn á annarri hæð. Það var lyfta í húsinu. Fyrstu tvo dagana á míkróbíólógí- unni komst ég að því að ég hafði valið vitlaust. Ég átti þarna kost á að horfa á bakið á fólki sem var að vinna, t. d. lesa diska, eða öðrum sem gengu um gólf og hugsuðu. Þannig gekk ég í nokkra daga um gólf með klíniskum kemista sem hugsaði. Urðum við ágætir vinir. Ég fór nú að ýja að því við Sakari að alþjóða stúdentaskiptahreyfingin hlyti að vera þess megnug að vippa mér yfir á einhverja fjörugri deild, t. d. kírúrgíu, fæðingardeild eða svo- leiðis. Rökstuddi ég það með því að hreyfing sem telur sig geta skipt hundruðum manna milli 20—30 landa á að geta skipt einum vesalingi af einni deild yfir á aðra. Sakari taldi það af og frá. Sama sinnis var Anneli i Morgunblaðshöllin í Tampere þjáist mjög af ófeiti í augum Íslendinga. nokkur Piironen, aðalstúdentaskip- stjórinn sem var nýbyrjuð á fimmta ári, indælis stúlka eins og títt er um kvenfólk. Þar við sat um hríð. Mér gafst kostur á að snæða eina máltíð daglega í mötuneyti spítalans. Matarvenjur Finna eru þær að fyrst fá þeir sér þrumara með síld, þá kart- öflur og loks tvo grauta. Suma daga voru bara grautar. Þá þurftum við ekki að sveita sem höfum falskar tennur. Þeir drekka iíka óhemju af kaffi og segjast með stolti vera mesta kaffidrykkjuþjóð í heimi. Einn daginn á míkróbíólógíunni sat ég með nema sem var í aðstoðar- læknisstöðu og las diska. Hann vék að mér heilmörgum fróðleiksmolum. Honum til vinstri handar sat búldu- Ieit stúlka sem svaraði í síma. Hjá henni snapaði ég mér löngu seinna á balli illyrmislegar augnagotur er ég spurði hana hvort hún héti Mikro- bioloogia Nieminen. í stað þess að hanga á deildinni dvaldi ég löngum inni á bókasafni læknanemanna. Það var vel búið tímaritum og bókum sæmilega. Ég fletti þarna upp einu og ööru og drakk kók þess á milli. Á spítalanum talaði ég oftast ensku. Það var of mikilvægt að skilja það sem manni var sagt til að vera með finnskustæla. Finnar eru mun betri í sænsku en ég, en tala yfirleitt Iélega ensku svo að ég kaus hana. Sömuleiðis talaði ég ensku við Ahti nema eftir fjórða bjór. Það sakar jú ekki að geta þess að Finnar brugga mjög góðan bjór og íbúð Ahtis var í sömu byggingu og Ríkið, Osakeyhtiö Alko Aktiebolag. Drengurinn var nú misjafnlega glaður yfir því, taldi jafn- vel að það yrðu hans endalok. En ég ráðlegg öllum sem hyggja á tungu- málanám í Finnlandi að fara fyrst í Alko. Þegar ég var búinn að vera á bóka- safninu í hálfan mánuð gekk ég einn dag af rælni inn á skrifstofu hjá ViIIe 36 LÆKNANEMINN 3-,/1981 - 34. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.