Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 30
Kennsluverðlaun unglæknis 2007
Bjarni Þór Eyvindsson tók við viðurkenningunni á
árshátíð Félags læknanema í mars 2007
Læknanemaríverknámi eiga kennsluvænum unglæknum
margt að þakka. Kennsla unglæknis getur skipt sköpum
hvað varðar upplifun læknanema á deildum og áhuga
þeirra á viðkomandi sérgrein.
Kennsluverðlaun unglæknis voru veitt í fyrsta sinn í ár.
Verðlaunin eru ætluð sem viðurkenning til þeirra sem
leggja mikið á sig við kennslu, bæði á fræðilegum og
klínískum þáttum. Verðlaunin í ár komu í hlut Bjarna Þórs
Eyvindssonar, deildarlæknis á slysa- og bráðasviði LSH.
Þegar maður „googlar" Bjarna Þór koma upp tæplega
tvær síðuraf niðurstöðum. Ef nota ætti„google"niðurstöður
sem mælikvarða á það hversu merkilegir menn eru, þá
flokkast Bjarni sem nokkuð merkilegur maður. Hann
útskrifaðist úr læknadeild HÍ vorið 2003 og hefur nú þegar
sinnt mörgum krefjandi störfum. Af þeim mætti nefna
formennsku í Félagi ungra lækna, setu í stjórn Læknafélags
íslands, setu í læknaráði Landspítala - háskólasjúkrahúss,
þátttöku í samninganefnd Læknafélags íslands, starf sem
umsjónardeildarlæknir slysa- og bráðadeildar LSH og síðan
umsjónardeildarlæknir kennslumála á sömu deild.
Við læknanemar kynntumst Bjarna almennilega þegar
hann barðist fyrir okkar hönd í verkfalli læknanema
síðastliðið vor. Hann setti okkar hagsmuni ofar sínum og
hvatti okkur áfram þegar syrti í álinn. Það var ómetanlegt
að hafa hann í okkar liði og hann kenndi okkur mikið.
Bjarni hefur einnig séð um ACLS námskeið fyrir læknanema
auk þess sem hann hefur ásamt öðrum skipulagt námskeið
í bráðalæknisfræði á 6. ári.
Fyrir þetta þökkum við Bjarna kærlega og heiðrum hann
sérstaklega í ár með kennsluverðlaunum unglæknis árið
2007.
En hvað finnst fólki almennt um Bjarna Þór?
Bjarni tekur sig mjög vel út í sjónvarpi, er rosa hress á
tjúttinu og já, hann er líka frábær læknir. Allt er þegar
þrennt er! Hjúkrunarfræðingar SBD.
Bjarni Þór er eins og hvítur stormsveipur, en samt svo
rólegur og viðkunnalegur. Góður í umgengni og gefur fólki
tíma (allir elska Bjarna!). Móttökuritarar SBD.
Bjarni er„búhöldur" í góðum og gömlum íslenskum
skilningi. Hann er í senn höfðingi í lund, góður búmaður
og atorkusamur forkólfur. Jón Baldursson, yfirlæknir.
Hress og kátur! Davíð Björn, núverandi
umsjónardeildarlæknir SBD.
Áreiðanlegur, framsækinn og úrræðagóður! Sigurdís
Haraldsdóttir, núverandi formaður Félags ungra iækna.
Læknanemar
Bjarni er alveg ótrúlega hjálpsamur og greiðvikinn, ef
þú biður hann um einn greiða þá býðst hann til að gera
tvo!
Þegar hann vann launamálið fyrir okkur var það
eiginlega að hans ósk, það er að segja, hann bauðst að
fyrra bragði til að standa í þessu!
Það hljóta allir að vera sammála um að Bjarni Þór
Eyvindsson eigi þetta fyllilega skilið... annan eins snilling
er erfitt að finna!
Bjarni á þetta 100 % skilið. Snillingur.
Góður maður.
Þægilegur og drenglundaður.
Fylginn sér og er félögum sínum innblástur og hvatning.
Góður leiðtogi.
Hetja.
Bjarni, við tökum að ofan fyrir þér, þú rokkar!
Takk fyrir okkur.
30 Læknaneminn 2007